Katrín: „Þá vitum við það að hæstvirtum ráðherra finnst í lagi að kalla löggjafasamkunduna siðlausa“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. mars 2017 11:22 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn sinni í óundirbúnum fyrirspurnartíma til Benedikts og spurði hann hvort hann vildi endurskoða afstöðu sína og orð sín til baka Vísir/Ernir Stjórnaraandstaðan hélt áfram að gagnrýna orð Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra sem hann lét fjalla í Bítinu á Bylgjunni á þriðjudagsmorgun. Ráðherrann ræddi þar samgönguáætlun og boðaðan niðurskurð á henni á þessu ári þar hann sagði það meðal annars skandal skyldu hafa samþykkt samgönguáætlun við lok síðasta löggjafarþings án þess að samþykkja eða tryggja fjármögnun á sama tíma. Þá sagði Benedikt þingið sem samþykkti fjárlög þessa árs hafa verið stjórnlaust þar sem engin ríkisstjórn með meirihluta var við völd en síðar í viðtalinu fór hann aftur í samþykkt samgönguáætlunar skömmu fyrir kosningarnar í október.Sjá einnig:Gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans um siðlaust og stjórnlaust Alþingi Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn sinni í óundirbúnum fyrirspurnartíma til Benedikts og spurði hann hvort hann vildi endurskoða afstöðu sína og taka þessi orð sín til baka, enda hefði verið ákveðið að skjóta ýmsum úrlausnarefnum til nýrrar ríkisstjórnar sem Benedikt sæti nú í. „Í viðtali á Bylgjunni hér í vikunni var hæstvirtur fjármálaráðherra spurður hvernig stæði á því að samgönguáætlun væri ekki fjármögnuð. Hæstvirtur ráðherra sagði þá að það væri eiginlega nánast siðlaust. Það væri siðlaust af alþingi að samþykkja samgönguáætlun sem ekki væri fjármögnuð. Ég hefði nú talið að það væri fremur verkefni nýrrar ríkisstjórnar að fylgja eftir samþykktum Alþingis fremur en að fara með slíkum svigurmælum sem Alþingi getur ekki setið þegjandi og hljóðalaust undir,“ sagði Katrín. „Það má öllum vera ljóst að ef þessi ummæli hæstvirts ráðherra standa óbreytt gagnvart Alþingi er það grafalvarlegt mál. Ég vil því spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann vilji ekki nýta tækifærið hér í þessum stól til að endurskoða afstöðu sína og taka þessi orð sín um siðleysi löggjafasamkundunnar til baka.“Benedikt svaraði fyrirspurn Katrínar með því að segja að honum þætti leitt að orð hans hafi valdið uppnámi. „Ég vil byrja mál mitt á því að mér finnst leitt hve miklu uppnámi orð mín hafa valdið og sérstaklega þegar ég heyri umræður þar sem menn virðast vera að mestu leyti efnislega sammála í málinu. Umræðan snýst að mestu lagi um orðalag. Ég heyri að mörgum hefur verið heitt í hamsi, ég ætla að fá að vitna í háttvirtan þingmann Kolbein Óttarsson Proppé sem var í viðtali við Fréttatímann 4. Mars 2017, grein sem hét viðsnúningur á 71 degi. Þar segir hann „greinilegt að samgönguáætlun hefur verið innantómt kosningaplagg.“ Hann segir síðar í sama viðtali „þetta eru hrein og klár svik og við ætlum ekki að taka þessu þegjandi og hljóðalaust.“ Það er því greinilegt að ýmsum hefur þótt þetta mál þess eðlis að ástæða væri til þess að nota stór orð,“ sagði Benedikt. „Ég hygg að málefnið sem við erum hér með sé þess eðlis að það sé eðlilegt að við horfum á aðdragandann, það er að segja að skömmu fyrir samþykkt samgönguáætlunar var samþykkt hér fjármálaáætlun. Í fjármálaáætluninni var ekki svigrúm fyrir þessa samgönguáætlun og það vissu menn á þeim tíma. Þetta er það sem ég hef verið að benda á í samtali við þennan fjölmiðil og gekk svosem ekkert verra til.“ Katrínu virtist þó ekki finnast svar Benedikts fullnægjandi. „Þá vitum við það að hæstvirtum ráðherra finnst í lagi að kalla löggjafasamkunduna siðlausa. Þá bara liggur það fyrir. Þetta er ekki spurning um orðalag. Þetta eru mjög stór orð sem hæstvirtur ráðherra lét falla og þá bara liggur það fyrir að honum finnst þetta eðlilegur talsmáti í garð Alþingis, en hann situr einmitt í umboði þess sama Alþingis,“ sagði Katrín. „Mig langar þá að spyrja hæstvirtan ráðherra út í önnur orð í sama viðtali þar sem hann sagði að hér hafi verið stjórnlaust þing af því að hér hafi ekki verið ríkisstjórn með meirihluta á þeim tíma sem þessi fjárlög voru samþykkt. Í þessu sama viðtali segir hæstvirtur ráðherra þetta. Og ég vil þá spyrja er það skoðun ráðherrans að ríkisstjórnin stjórni Alþingi og að ef ekki er ríkisstjórn með meirihluta á bak við sig sé alþingi stjórnlaust. Er Alþingi þá undir stjórn núna og undir stjórn hvers?“ Benedikt sagði þá að gert væri mikið úr orðum þar sem meiningin hafi verið ljós. „Aftur er hér verið að gera mikið úr orðum þar sem meiningin var alveg ljós og hefði verið ljósari kannski mörgum þingmönnum sem tóku þátt í umræðunni ef þeir hefðu hlustað á viðtalið á þessum tíma. Ég held að það sé mikilvægt að sýna Alþingi virðingu. Ég held að það sé mikilvægt að það komi fram að ég hef ekki sagt það að Alþingi sé siðlaust. Það er auðvitað sitt hvað að segja að eitthvað gerist nánast og að eitthvað gerist. Ég drukknaði nánast á afmælisdeginum mínum. Drukknaði ég? Nei, ég drukknaði ekki. Ég lenti nánast í árekstri. Lenti ég í árakstri? Nei það gerði ég ekki. Þetta er grundvallarmunur,“ sagði Benedikt. Lokaorð fjármálaráðherra fóru ekki vel í þingsal og heyra mátti frammíköll þegar hann hafði lokið máli sínu og bað Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, um hljóð í salinn. Alþingi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Stjórnaraandstaðan hélt áfram að gagnrýna orð Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra sem hann lét fjalla í Bítinu á Bylgjunni á þriðjudagsmorgun. Ráðherrann ræddi þar samgönguáætlun og boðaðan niðurskurð á henni á þessu ári þar hann sagði það meðal annars skandal skyldu hafa samþykkt samgönguáætlun við lok síðasta löggjafarþings án þess að samþykkja eða tryggja fjármögnun á sama tíma. Þá sagði Benedikt þingið sem samþykkti fjárlög þessa árs hafa verið stjórnlaust þar sem engin ríkisstjórn með meirihluta var við völd en síðar í viðtalinu fór hann aftur í samþykkt samgönguáætlunar skömmu fyrir kosningarnar í október.Sjá einnig:Gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans um siðlaust og stjórnlaust Alþingi Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, beindi fyrirspurn sinni í óundirbúnum fyrirspurnartíma til Benedikts og spurði hann hvort hann vildi endurskoða afstöðu sína og taka þessi orð sín til baka, enda hefði verið ákveðið að skjóta ýmsum úrlausnarefnum til nýrrar ríkisstjórnar sem Benedikt sæti nú í. „Í viðtali á Bylgjunni hér í vikunni var hæstvirtur fjármálaráðherra spurður hvernig stæði á því að samgönguáætlun væri ekki fjármögnuð. Hæstvirtur ráðherra sagði þá að það væri eiginlega nánast siðlaust. Það væri siðlaust af alþingi að samþykkja samgönguáætlun sem ekki væri fjármögnuð. Ég hefði nú talið að það væri fremur verkefni nýrrar ríkisstjórnar að fylgja eftir samþykktum Alþingis fremur en að fara með slíkum svigurmælum sem Alþingi getur ekki setið þegjandi og hljóðalaust undir,“ sagði Katrín. „Það má öllum vera ljóst að ef þessi ummæli hæstvirts ráðherra standa óbreytt gagnvart Alþingi er það grafalvarlegt mál. Ég vil því spyrja hæstvirtan ráðherra hvort hann vilji ekki nýta tækifærið hér í þessum stól til að endurskoða afstöðu sína og taka þessi orð sín um siðleysi löggjafasamkundunnar til baka.“Benedikt svaraði fyrirspurn Katrínar með því að segja að honum þætti leitt að orð hans hafi valdið uppnámi. „Ég vil byrja mál mitt á því að mér finnst leitt hve miklu uppnámi orð mín hafa valdið og sérstaklega þegar ég heyri umræður þar sem menn virðast vera að mestu leyti efnislega sammála í málinu. Umræðan snýst að mestu lagi um orðalag. Ég heyri að mörgum hefur verið heitt í hamsi, ég ætla að fá að vitna í háttvirtan þingmann Kolbein Óttarsson Proppé sem var í viðtali við Fréttatímann 4. Mars 2017, grein sem hét viðsnúningur á 71 degi. Þar segir hann „greinilegt að samgönguáætlun hefur verið innantómt kosningaplagg.“ Hann segir síðar í sama viðtali „þetta eru hrein og klár svik og við ætlum ekki að taka þessu þegjandi og hljóðalaust.“ Það er því greinilegt að ýmsum hefur þótt þetta mál þess eðlis að ástæða væri til þess að nota stór orð,“ sagði Benedikt. „Ég hygg að málefnið sem við erum hér með sé þess eðlis að það sé eðlilegt að við horfum á aðdragandann, það er að segja að skömmu fyrir samþykkt samgönguáætlunar var samþykkt hér fjármálaáætlun. Í fjármálaáætluninni var ekki svigrúm fyrir þessa samgönguáætlun og það vissu menn á þeim tíma. Þetta er það sem ég hef verið að benda á í samtali við þennan fjölmiðil og gekk svosem ekkert verra til.“ Katrínu virtist þó ekki finnast svar Benedikts fullnægjandi. „Þá vitum við það að hæstvirtum ráðherra finnst í lagi að kalla löggjafasamkunduna siðlausa. Þá bara liggur það fyrir. Þetta er ekki spurning um orðalag. Þetta eru mjög stór orð sem hæstvirtur ráðherra lét falla og þá bara liggur það fyrir að honum finnst þetta eðlilegur talsmáti í garð Alþingis, en hann situr einmitt í umboði þess sama Alþingis,“ sagði Katrín. „Mig langar þá að spyrja hæstvirtan ráðherra út í önnur orð í sama viðtali þar sem hann sagði að hér hafi verið stjórnlaust þing af því að hér hafi ekki verið ríkisstjórn með meirihluta á þeim tíma sem þessi fjárlög voru samþykkt. Í þessu sama viðtali segir hæstvirtur ráðherra þetta. Og ég vil þá spyrja er það skoðun ráðherrans að ríkisstjórnin stjórni Alþingi og að ef ekki er ríkisstjórn með meirihluta á bak við sig sé alþingi stjórnlaust. Er Alþingi þá undir stjórn núna og undir stjórn hvers?“ Benedikt sagði þá að gert væri mikið úr orðum þar sem meiningin hafi verið ljós. „Aftur er hér verið að gera mikið úr orðum þar sem meiningin var alveg ljós og hefði verið ljósari kannski mörgum þingmönnum sem tóku þátt í umræðunni ef þeir hefðu hlustað á viðtalið á þessum tíma. Ég held að það sé mikilvægt að sýna Alþingi virðingu. Ég held að það sé mikilvægt að það komi fram að ég hef ekki sagt það að Alþingi sé siðlaust. Það er auðvitað sitt hvað að segja að eitthvað gerist nánast og að eitthvað gerist. Ég drukknaði nánast á afmælisdeginum mínum. Drukknaði ég? Nei, ég drukknaði ekki. Ég lenti nánast í árekstri. Lenti ég í árakstri? Nei það gerði ég ekki. Þetta er grundvallarmunur,“ sagði Benedikt. Lokaorð fjármálaráðherra fóru ekki vel í þingsal og heyra mátti frammíköll þegar hann hafði lokið máli sínu og bað Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, um hljóð í salinn.
Alþingi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira