Górilla skutlaði sér inn á völlinn í miðjum NBA-leik | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2017 11:45 Herra górilla. Vísir/Getty Washington Wizards vann 131-127 sigur á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það var vissulega um nóg að fjalla frá þessum leik enda margir að spila vel og tveir leikmenn sendir í sturtu. Það var þó einn leynigestur sem stal senunni á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Górillan er lukkudýr Phoenix Suns liðsins og alltaf til staðar á heimaleikjum liðsins. Górillan er þó aldrei inn á vellinum nema í leikhléum og á milli leikhluta. Þar til í nótt. Í einni sókn heimaliðsins í fjórða leikhluta þegar munurinn var aðeins fimm stig þá var eins og umrædd górilla hefði hreinlega „fríkað“ út þegar hún skutlaði sér inn á völlinn. Boltinn var meira að segja á þeim helmingi vallarins, Phoenix-liðið með boltann og fullt af leikmönnum í kringum hana . Górillan var aftur á móti fljót að koma sér til baka í sína stöðu fyrir aftan völlinn. Þegar menn fóru að skoða upptökuna betur kom þó ýmislegt í ljós. Það má því búast við því að lukkudýrið verið kallað inn á teppið í dag en ekki til að skamma það fyrir skutlið heldur til að hrósa starfsmanninum fyrir skjót viðbrögð. Górillan var nefnilega ekki að skutla sér inn á völlinn sér til gamans heldur til að ná í aðskotarhlut sem var á hættulegum stað í teignum og hefði getað orsakað meiðsli leikmanna ef górillan hefði ekki komið auga á aðskotahlutinn. Hér fyrir neðan má sjá skutluna hjá Herra Górillu.Come get ya mans, @Suns pic.twitter.com/sfapmmGm5V— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 8, 2017 i can't stop watching this pic.twitter.com/LRphUzEsuw— James Herbert (@outsidethenba) March 8, 2017 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Washington Wizards vann 131-127 sigur á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það var vissulega um nóg að fjalla frá þessum leik enda margir að spila vel og tveir leikmenn sendir í sturtu. Það var þó einn leynigestur sem stal senunni á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Górillan er lukkudýr Phoenix Suns liðsins og alltaf til staðar á heimaleikjum liðsins. Górillan er þó aldrei inn á vellinum nema í leikhléum og á milli leikhluta. Þar til í nótt. Í einni sókn heimaliðsins í fjórða leikhluta þegar munurinn var aðeins fimm stig þá var eins og umrædd górilla hefði hreinlega „fríkað“ út þegar hún skutlaði sér inn á völlinn. Boltinn var meira að segja á þeim helmingi vallarins, Phoenix-liðið með boltann og fullt af leikmönnum í kringum hana . Górillan var aftur á móti fljót að koma sér til baka í sína stöðu fyrir aftan völlinn. Þegar menn fóru að skoða upptökuna betur kom þó ýmislegt í ljós. Það má því búast við því að lukkudýrið verið kallað inn á teppið í dag en ekki til að skamma það fyrir skutlið heldur til að hrósa starfsmanninum fyrir skjót viðbrögð. Górillan var nefnilega ekki að skutla sér inn á völlinn sér til gamans heldur til að ná í aðskotarhlut sem var á hættulegum stað í teignum og hefði getað orsakað meiðsli leikmanna ef górillan hefði ekki komið auga á aðskotahlutinn. Hér fyrir neðan má sjá skutluna hjá Herra Górillu.Come get ya mans, @Suns pic.twitter.com/sfapmmGm5V— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 8, 2017 i can't stop watching this pic.twitter.com/LRphUzEsuw— James Herbert (@outsidethenba) March 8, 2017
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira