Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2017 15:04 Birgitta Jónsdóttir og Sigríður Á. Andersen. Vísir/Stefán/Eyþór Sérstök umræða fór fram um stöðu fanga á Alþingi í dag. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastofnun. Dómsmálaráðherra upplýsti um að Fangelsismálastofnun teldi að stór hluti fanga þurfi á sálfræðimeðferð að halda. „Það vita allir sem fylgjast með þessum málaflokki að það er brýn þörf á fleiri sálfræðingum í fangelsi,“ sagði Birgitta og gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar séu að störfum hjá Fangelsismálastofnun. Sagðist Birgitta hafa upplýsingar um að föngum á Akureyri byðist til að mynda ekki sálfræðiþjónusta.Fangi í fangelsinu Akureyri lést í dag eftir að hafa framið sjálfsvígstilraun í fangelsinu og vonaðist Birgitta til þess að föngum í fangelsinu byðist áfallahjálp og sálfræðiþjónustu vegna láts fangans. Taldi Birgitta það eðlilegt að sálfræðingur væri að störfum í hverri starfstöð fangelsismálastofnunar. „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfstöð. Það hljóta allir að vera sammála því að sjúkt fólk eigi ekki að vera vistað í fangelsum,“ sagði Birgitta sem spurði hvernig vinnu starfshóps um málefni geðsjúkra fanga miðaði.Erfitt að manna stöður sálfræðingaÍ svörum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, kom fram að almennt hafi vægi vistunar utan fangelsa verið rýmkað, til dæmis með auknu rafrænu eftirliti eða samfélagsþjónustu í stað fangelsisvistar. Hún viðurkenndi þó að staða geðsjúkra fanga væri bágborinn. „Það liggur alveg fyrir að þessa þjónustu þurfi að bæta,“ sagði Sigríður og bætti við að Fangelsismálastofnun mæti stöðu mála svo að stór hluti fanga þyrfti á meðferðarinngripi að halda svo draga mætti úr endurkomutíðni fanga í fangelsi. Sagði hún einnig að erfitt hefði verið að manna þessar sálfræðistöður. Þá sagði hún að vinnu starfshópsins væri ekki lokið. Vinna hans væri hluti að vinnu fullnustuáætlun sem myndi ljúka á næstu vikum. Við gerð hennar yrði sérstaklega litið til geðsjúkra fanga. Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Sjá meira
Sérstök umræða fór fram um stöðu fanga á Alþingi í dag. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastofnun. Dómsmálaráðherra upplýsti um að Fangelsismálastofnun teldi að stór hluti fanga þurfi á sálfræðimeðferð að halda. „Það vita allir sem fylgjast með þessum málaflokki að það er brýn þörf á fleiri sálfræðingum í fangelsi,“ sagði Birgitta og gagnrýndi að aðeins tveir sálfræðingar séu að störfum hjá Fangelsismálastofnun. Sagðist Birgitta hafa upplýsingar um að föngum á Akureyri byðist til að mynda ekki sálfræðiþjónusta.Fangi í fangelsinu Akureyri lést í dag eftir að hafa framið sjálfsvígstilraun í fangelsinu og vonaðist Birgitta til þess að föngum í fangelsinu byðist áfallahjálp og sálfræðiþjónustu vegna láts fangans. Taldi Birgitta það eðlilegt að sálfræðingur væri að störfum í hverri starfstöð fangelsismálastofnunar. „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfstöð. Það hljóta allir að vera sammála því að sjúkt fólk eigi ekki að vera vistað í fangelsum,“ sagði Birgitta sem spurði hvernig vinnu starfshóps um málefni geðsjúkra fanga miðaði.Erfitt að manna stöður sálfræðingaÍ svörum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, kom fram að almennt hafi vægi vistunar utan fangelsa verið rýmkað, til dæmis með auknu rafrænu eftirliti eða samfélagsþjónustu í stað fangelsisvistar. Hún viðurkenndi þó að staða geðsjúkra fanga væri bágborinn. „Það liggur alveg fyrir að þessa þjónustu þurfi að bæta,“ sagði Sigríður og bætti við að Fangelsismálastofnun mæti stöðu mála svo að stór hluti fanga þyrfti á meðferðarinngripi að halda svo draga mætti úr endurkomutíðni fanga í fangelsi. Sagði hún einnig að erfitt hefði verið að manna þessar sálfræðistöður. Þá sagði hún að vinnu starfshópsins væri ekki lokið. Vinna hans væri hluti að vinnu fullnustuáætlun sem myndi ljúka á næstu vikum. Við gerð hennar yrði sérstaklega litið til geðsjúkra fanga.
Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Sjá meira