Lífið

Jógvan svaf í náttkjól til tólf ára aldurs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jógvan sló í gegn í þættinum.
Jógvan sló í gegn í þættinum. myndvinnsla/garðar
„Ég svaf í náttkjól þar til ég var tólf ára.“ Svona byrjar óborganlega saga sem söngvarinn færeyski Jógvan Hansen sagði í þættinum Satt eða Logið á Stöð 2 á dögunum.

Þar lýsti hann æskuárunum í Færeyjum og að hann hafi bara viljað vera eins og eldri systir sín, í náttkjól. Hann segist ennþá sofa í náttkjól, en ekki reglulega.

Hann var spurður af hverju?

„Bara... af hverju ferðu í slopp? út af því að það er þægilegt.“

Hér að neðan má sjá frásögn Jógvans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.