Skipverji fjarri öðrum föngum Snærós Sindradóttir skrifar 7. mars 2017 06:00 Í fangelsinu að Hólmsheiði eru nú 26 fangar. Þeim er skipt upp á deildir en Thomas Møller Olsen er einn á deild. Manninum, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, er haldið einum á deild í fangelsinu á Hólmsheiði. Einangrunarvist mannsins er lokið en hann hefur þó hingað til ekki haft tök á að eiga í beinum samskiptum við fólk, annað en fangaverði. Thomas Møller Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúmlega sex vikur en einangrun hans lauk fyrir viku. Síðan þá hefur hann dvalið í fangelsinu á Hólmsheiði og sinnir hvorki vinnu né skóla. Hann fær útivist í klukkustund á dag en á meðan jafn kalt er í veðri og djúpur snjór er þá nýta fáir fangar sér útivistina svo nokkru nemi.Guðmundur Gíslason forstöðumaður fangelsisins á Hólmsheiði.vísir/stefán„Við erum að skoða hvernig hans ferill er raunverulega í fangelsinu. Hann er bara nýkominn,“ segir Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins, um ástæður þess að Thomas sinnir hvorki skóla né vinnu. Fangelsinu á Hólmsheiði er skipt upp í átta deildir, sex þeirra rúma átta fanga en tvær þeirra eru gerðar fyrir fjóra fanga. Thomas hefur þar með ekki hitt aðra fanga í þá viku sem hann hefur verið í fangelsinu en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að þegar um hægist í máli hans og dómur er jafnvel fallinn þá geti það farið svo að hann komi til dæmis til með að hitta kvenfanga fangelsisins í versluninni eða vinnustofum og skóla. „Fangelsið er ekki uppbyggt þannig að fangar fari sjálfir út af deildum og í sameiginleg rými. Við getum valið að ef fangar eru á mismunandi deildum þá geti þeir verið saman í námi hluta dags. En þeir fara ekkert sjálfir í það heldur er þeim fylgt út af deildinni og það hefur alltaf einhver umsjón með því,“ segir Guðmundur. Fangelsið er byggt í kross og í miðjunni er aðalvarðstofan þar sem fangaverðir hafa sínar aðalbækistöðvar, geta fylgst með eftirlitsmyndavélum og svo framvegis. Á því svæði er einnig verslun, skólastofa, vinnuaðstaða, bókasafn og líkamsræktarsalur. Thomas hefur aðgang að líkamsræktarsalnum en þarf að panta aðstöðuna svo það hitti ekki á tíma annarra. Í fangelsinu er einnig jógasalur en bæði karlar og konur fá einn jógatíma á viku þar sem kynin eru aðskilin. Thomas þarf að sjá um sín eigin innkaup í verslun fangelsisins og sér um eigin matseld, eins og aðrir fangar þurfa að gera. „Það má ekki reykja inni í fangelsinu en við hverja deild eru svokallaðar reyksvalir. Þangað geta fangar komist til að reykja án þess að þurfi að hleypa þeim sérstaklega út.“ Gæsluvarðhaldsfangar sem ekki sæta einangrun hafa sömu réttindi og aðrir fangar. Þeir geta því keypt sér símkort og hringt hvert á land sem er, ef þá lystir. Þá hefur Thomas sama heimsóknarrétt og aðrir, eða tveggja tíma heimsókn einu sinni í viku. „Menn verða að leggja fram lista með fyrirvara þar sem þeir óska eftir ákveðnum einstaklingum í heimsókn. Þetta er aðallega stílað á að fólk fái heimsókn frá fjölskyldu en ekki einhverjum félögum,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Manninum, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, er haldið einum á deild í fangelsinu á Hólmsheiði. Einangrunarvist mannsins er lokið en hann hefur þó hingað til ekki haft tök á að eiga í beinum samskiptum við fólk, annað en fangaverði. Thomas Møller Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúmlega sex vikur en einangrun hans lauk fyrir viku. Síðan þá hefur hann dvalið í fangelsinu á Hólmsheiði og sinnir hvorki vinnu né skóla. Hann fær útivist í klukkustund á dag en á meðan jafn kalt er í veðri og djúpur snjór er þá nýta fáir fangar sér útivistina svo nokkru nemi.Guðmundur Gíslason forstöðumaður fangelsisins á Hólmsheiði.vísir/stefán„Við erum að skoða hvernig hans ferill er raunverulega í fangelsinu. Hann er bara nýkominn,“ segir Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins, um ástæður þess að Thomas sinnir hvorki skóla né vinnu. Fangelsinu á Hólmsheiði er skipt upp í átta deildir, sex þeirra rúma átta fanga en tvær þeirra eru gerðar fyrir fjóra fanga. Thomas hefur þar með ekki hitt aðra fanga í þá viku sem hann hefur verið í fangelsinu en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að þegar um hægist í máli hans og dómur er jafnvel fallinn þá geti það farið svo að hann komi til dæmis til með að hitta kvenfanga fangelsisins í versluninni eða vinnustofum og skóla. „Fangelsið er ekki uppbyggt þannig að fangar fari sjálfir út af deildum og í sameiginleg rými. Við getum valið að ef fangar eru á mismunandi deildum þá geti þeir verið saman í námi hluta dags. En þeir fara ekkert sjálfir í það heldur er þeim fylgt út af deildinni og það hefur alltaf einhver umsjón með því,“ segir Guðmundur. Fangelsið er byggt í kross og í miðjunni er aðalvarðstofan þar sem fangaverðir hafa sínar aðalbækistöðvar, geta fylgst með eftirlitsmyndavélum og svo framvegis. Á því svæði er einnig verslun, skólastofa, vinnuaðstaða, bókasafn og líkamsræktarsalur. Thomas hefur aðgang að líkamsræktarsalnum en þarf að panta aðstöðuna svo það hitti ekki á tíma annarra. Í fangelsinu er einnig jógasalur en bæði karlar og konur fá einn jógatíma á viku þar sem kynin eru aðskilin. Thomas þarf að sjá um sín eigin innkaup í verslun fangelsisins og sér um eigin matseld, eins og aðrir fangar þurfa að gera. „Það má ekki reykja inni í fangelsinu en við hverja deild eru svokallaðar reyksvalir. Þangað geta fangar komist til að reykja án þess að þurfi að hleypa þeim sérstaklega út.“ Gæsluvarðhaldsfangar sem ekki sæta einangrun hafa sömu réttindi og aðrir fangar. Þeir geta því keypt sér símkort og hringt hvert á land sem er, ef þá lystir. Þá hefur Thomas sama heimsóknarrétt og aðrir, eða tveggja tíma heimsókn einu sinni í viku. „Menn verða að leggja fram lista með fyrirvara þar sem þeir óska eftir ákveðnum einstaklingum í heimsókn. Þetta er aðallega stílað á að fólk fái heimsókn frá fjölskyldu en ekki einhverjum félögum,“ segir Guðmundur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira