Lífið

Forkeppni söngvakeppninnar krufin: Óeinlægur Aron Brink, Daði Freyr kóngurinn og Svala líklegust

Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir viðburði helgarinnar. Að þessu sinni kemur þátturinn út á mánudegi en á laugardagskvöldið var síðara undanúrslitakvöldið í Söngvakeppninni í Háskólabíói og komust þrjú lög áfram í úrslitakvöldið sem verður í Laugardalshöllinni 11. mars. Einnig komst Hildur áfram sem sjöunda lagið, en hún var valin sem wild card af dómnefndinni.

Þau Hulda og Stefán fara vel yfir hvert atriði og segja sína skoðun á lögunum. Svala Björgvinsdóttir, Daði Freyr og Aron Brink komust áfram á laugardaginn. 

Í dægurmáladeildinni voru fréttir vikunnar af dýrari gerðinni en þar stóð helst upp úr deilur Frosta Logasonar, útvarpsmanns á X-inu, og söngkonunnar Hildar. 

Hér að ofan má hlusta á þátt vikunnar en hann verður einnig á dagskrá á mánudaginn næsta.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á sextánda þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.