Skutu fjórum eldflaugum langleiðina til Japan Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2017 10:00 Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Vísir/AFP Árlegur dans Norður-Kóreu, nágranna þeirra og Bandaríkjanna tók á sig nýja mynd í gærkvöldi, þegar fjórum eldflaugum var skotið frá ríkinu í átt að Japan. Eldflaugarnar drifu lengra en þær hafa gert áður og hafa skotin verið fordæmd um heim allan, fyrir að brjóta gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Pyongyang höfðu nýverið hótað viðbrögðum vegna heræfinga í Suður-Kóreu. Á hverju ári á þessum tíma halda Suður-Kórea, Bandaríkin og aðrir bandamenn þeirra, umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kóreu. Yfirvöld í Pyongyang segja æfingarnar vera undirbúning að innrás og því er neitað. Svo er eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu.Sjá einnig: Hefja umfangsmiklar heræfingar í skugga aukinnar spennu Að þessu sinni voru eldflaugarnar fjórar. Þar að auki drifu þær lengra en áður, en þrjár þeirra fóru um þúsund kílómetra og náðu allt að 300 kílómetra frá ströndum Japan. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa langdrægari eldflaugar og kjarnorkuvopn.Einhverjar af eldflaugunum fjórum náðu í allt að 300 kílómetra fjarlægð frá Japan.Vísir/GraphicNewsShinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Eldflaugarnar flugu í tiltölulega lítilli hæð, eða um 260 kílómetra að hámarki, en sérfræðingar í Suður-Kóreu segja of snemmt að segja til um hvers konar eldflaugar um er að ræða. Þó er talið ólíklegt að flaugarnar hafi verið svokallaðar ICBM, sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa. Norður-Kórea hélt því fram í síðasta mánuði, að tilraunaskot slíkrar eldflaugar hefði tekist.Vinna að stefnu Ríkisstjórn Donald Trump vinnur nú að því að mynda stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Meðal þess sem hefur komið upp er að gera eldflaugaárásir á skotpalla Norður-Kóreu, gera tölvuárásir gegn ríkinu til að hægja á þróun eldflauga þar og einnig var rætt um að koma kjarnorkuvopnum aftur fyrir í Suður-Kóreu, samkvæmt New York Times. Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur kallað eftir því að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna, svokölluðu Thaad-kerfi, verði flýtt. Þeir þvertaka fyrir að kjarnorkuvopnum verði aftur komið fyrir í landinu. Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Árlegur dans Norður-Kóreu, nágranna þeirra og Bandaríkjanna tók á sig nýja mynd í gærkvöldi, þegar fjórum eldflaugum var skotið frá ríkinu í átt að Japan. Eldflaugarnar drifu lengra en þær hafa gert áður og hafa skotin verið fordæmd um heim allan, fyrir að brjóta gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Pyongyang höfðu nýverið hótað viðbrögðum vegna heræfinga í Suður-Kóreu. Á hverju ári á þessum tíma halda Suður-Kórea, Bandaríkin og aðrir bandamenn þeirra, umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kóreu. Yfirvöld í Pyongyang segja æfingarnar vera undirbúning að innrás og því er neitað. Svo er eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu.Sjá einnig: Hefja umfangsmiklar heræfingar í skugga aukinnar spennu Að þessu sinni voru eldflaugarnar fjórar. Þar að auki drifu þær lengra en áður, en þrjár þeirra fóru um þúsund kílómetra og náðu allt að 300 kílómetra frá ströndum Japan. Norður-Kórea hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að þróa langdrægari eldflaugar og kjarnorkuvopn.Einhverjar af eldflaugunum fjórum náðu í allt að 300 kílómetra fjarlægð frá Japan.Vísir/GraphicNewsShinzo Abe, forsætisráðherra Japan, fordæmdi aðgerðir Norður-Kóreu og sagði ástandið vera „sérstaklega hættulegt“. Eldflaugarnar flugu í tiltölulega lítilli hæð, eða um 260 kílómetra að hámarki, en sérfræðingar í Suður-Kóreu segja of snemmt að segja til um hvers konar eldflaugar um er að ræða. Þó er talið ólíklegt að flaugarnar hafi verið svokallaðar ICBM, sem hægt er að skjóta á milli heimsálfa. Norður-Kórea hélt því fram í síðasta mánuði, að tilraunaskot slíkrar eldflaugar hefði tekist.Vinna að stefnu Ríkisstjórn Donald Trump vinnur nú að því að mynda stefnu gagnvart Norður-Kóreu. Meðal þess sem hefur komið upp er að gera eldflaugaárásir á skotpalla Norður-Kóreu, gera tölvuárásir gegn ríkinu til að hægja á þróun eldflauga þar og einnig var rætt um að koma kjarnorkuvopnum aftur fyrir í Suður-Kóreu, samkvæmt New York Times. Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur kallað eftir því að uppsetningu eldflaugavarnarkerfis Bandaríkjanna, svokölluðu Thaad-kerfi, verði flýtt. Þeir þvertaka fyrir að kjarnorkuvopnum verði aftur komið fyrir í landinu.
Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira