Stuðningsmönnum og andstæðingum Trump laust saman: Börðu á hvor öðrum með prikum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 23:30 Lögreglan skakkar leikinn á milli mótmælenda og stuðningsmanna. Vísir/AFP Stuðningsmenn Donald Trump fjölmenntu um götur borga víðsvegar um Bandaríkin til þess að styðja forsetann með friðsömum hætti en í Berkeley í Kaliforníu gekk það ekki áfallalaust fyrir sig, þar sem stuðningsmönnum laust saman við mótmælendur og andstæðinga forsetans. Reuters greinir frá.Atvikið átti sér stað í almenningsgarði í borginni en hóparnir notuðu prik til þess að berja á hvor öðrum og þá spreyjuðu stuðningsmenn forsetans hinn hópinn með piparspreyi. Berkeley hefur alla tíð þekkt fyrir að vera afar frjálslynd borg og styður meirihluti íbúa Demókrata. Stuðningsgöngur fyrir forsetann fóru fram í 28 fylkjum Bandaríkjanna á laugardaginn og höfðu skipuleggjendur gefið það út fyrirfram að þeir byggjust ekki við samsvarandi mannfjölda og mætti til að mótmæla forsetanum á fyrstu dögum hans í embætti. Í mörgum borgum og bæjum mættu ekki fleiri heldur en nokkur hundruð manns til stuðnings forsetanum og víðast hvar voru mótmælendur og andstæðingar fleiri heldur en stuðningsmenn. „Það eru mikið af reiðum hópum að mótmæla og okkur fannst mikilvægt að sýna stuðning okkar í verki,“ sagðí Peter Boykin, formaður stuðningssamtaka samkynhneigðra fyrir forsetann en hann aðstoðaði við að skipuleggja slíka göngu í Washington borg. Í Berkeley er talið að alls hafi stuðningsmenn og mótmælendur verið um 200 til 300 talsins og samkvæmt upplýsingu frá lögreglu slösuðust þrír í atvikinu og þá voru fimm manns handteknir, eftir að lögreglan batt enda á slagsmál hópanna tveggja. Flestar göngurnar gengu þó vandkvæðalaust fyrir sig og ekki kom til átaka á milli hópa en stuðningsmenn forsetans sögðu flestir að þeir væru að styðja forseta sem framkvæmdi það sem hann hefði lofað, meðal annars að gera landamæri ríkisins tryggari. Andstæðingum forsetans var þó tíðrætt um að vera hans á forsetastóli væri á skjön við bandarísk gildi. Donald Trump Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Stuðningsmenn Donald Trump fjölmenntu um götur borga víðsvegar um Bandaríkin til þess að styðja forsetann með friðsömum hætti en í Berkeley í Kaliforníu gekk það ekki áfallalaust fyrir sig, þar sem stuðningsmönnum laust saman við mótmælendur og andstæðinga forsetans. Reuters greinir frá.Atvikið átti sér stað í almenningsgarði í borginni en hóparnir notuðu prik til þess að berja á hvor öðrum og þá spreyjuðu stuðningsmenn forsetans hinn hópinn með piparspreyi. Berkeley hefur alla tíð þekkt fyrir að vera afar frjálslynd borg og styður meirihluti íbúa Demókrata. Stuðningsgöngur fyrir forsetann fóru fram í 28 fylkjum Bandaríkjanna á laugardaginn og höfðu skipuleggjendur gefið það út fyrirfram að þeir byggjust ekki við samsvarandi mannfjölda og mætti til að mótmæla forsetanum á fyrstu dögum hans í embætti. Í mörgum borgum og bæjum mættu ekki fleiri heldur en nokkur hundruð manns til stuðnings forsetanum og víðast hvar voru mótmælendur og andstæðingar fleiri heldur en stuðningsmenn. „Það eru mikið af reiðum hópum að mótmæla og okkur fannst mikilvægt að sýna stuðning okkar í verki,“ sagðí Peter Boykin, formaður stuðningssamtaka samkynhneigðra fyrir forsetann en hann aðstoðaði við að skipuleggja slíka göngu í Washington borg. Í Berkeley er talið að alls hafi stuðningsmenn og mótmælendur verið um 200 til 300 talsins og samkvæmt upplýsingu frá lögreglu slösuðust þrír í atvikinu og þá voru fimm manns handteknir, eftir að lögreglan batt enda á slagsmál hópanna tveggja. Flestar göngurnar gengu þó vandkvæðalaust fyrir sig og ekki kom til átaka á milli hópa en stuðningsmenn forsetans sögðu flestir að þeir væru að styðja forseta sem framkvæmdi það sem hann hefði lofað, meðal annars að gera landamæri ríkisins tryggari. Andstæðingum forsetans var þó tíðrætt um að vera hans á forsetastóli væri á skjön við bandarísk gildi.
Donald Trump Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira