Fram náði tveggja stiga forskoti á toppnum | ÍBV upp í 3. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2017 15:30 Steinunn Björnsdóttir skoraði 10 mörk þegar Fram vann Fylki. vísir/stefán Þremur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Fram náði tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með 23-25 sigri á Fylki í Árbænum. Steinunn Björnsdóttir átti stórleik í liði Fram og skoraði 10 mörk. Ragnheiður Júlíusdóttir kom næst með sex mörk. Christine Rishaug og Thea Imani Sturludóttir drógu vagninn hjá Fylki en þær skoruðu samtals 17 af 23 mörkum liðsins. Fylkir er áfram á botni deildarinnar með sex stig.Mörk Fylkis: Christine Rishaug 9, Thea Imani Sturludóttir 8, Rebekka Friðriksdóttir 3, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 2, Vera Pálsdóttir 1.Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 10, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1.Lovísa Thompson skoraði sjö mörk.Vísir/StefánNýkrýndir bikarmeistarar Stjörnunnar töpuðu með fjögurra marka mun fyrir Gróttu, 28-24, á Nesinu. Þrátt fyrir sigurinn eru Íslandsmeistararnir enn í 6. sæti deildarinnar. Þeir eiga hins vegar ágætis möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Lovísa Thompson skoraði sjö mörk fyrir Gróttu sem var 13-11 yfir í hálfleik. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði sex mörk í liði Stjörnunnar sem missti Fram tveimur stigum fram úr sér í dag.Mörk Gróttu: Lovísa Thompson 7, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 4, Emma Havin Sardardóttir 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 3.Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Bragadóttir 6, Helena Rut Örvarsdóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 4, Brynhildur Kjartansdóttir 3, Hanna G. Stefánsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1.Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV.Vísir/VilhelmÍBV komst upp í 3. sæti deildarinnar með 24-20 sigri á Val í Eyjum. ÍBV hefur nú náð í sjö stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Eyjakonur leiddu nær allan leikinn. Staðan var 10-9 í hálfleik en um miðjan seinni hálfleik skoraði ÍBV fjögur mörk í röð og náði góðu forskoti sem Valskonum tókst ekki að vinna upp. Lokatölur 24-20, ÍBV í vil. Ester Óskarsdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍBV en Diana Satkauskaite var markahæst í liði Vals með sex mörk.Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 8, Sandra Erlingsdóttir 6/4, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Telma Silva Amado 2, Greta Kavailuskaite 1.Mörk Vals: Diana Satkauskaite 6/3, Kristín Guðmundsdóttir 5/1, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Eva Björk Hlöðversdóttir 2, Kristine Håheim Vike 1, Birta Fönn Sveinsdóttir 1. Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Sjá meira
Þremur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Fram náði tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með 23-25 sigri á Fylki í Árbænum. Steinunn Björnsdóttir átti stórleik í liði Fram og skoraði 10 mörk. Ragnheiður Júlíusdóttir kom næst með sex mörk. Christine Rishaug og Thea Imani Sturludóttir drógu vagninn hjá Fylki en þær skoruðu samtals 17 af 23 mörkum liðsins. Fylkir er áfram á botni deildarinnar með sex stig.Mörk Fylkis: Christine Rishaug 9, Thea Imani Sturludóttir 8, Rebekka Friðriksdóttir 3, Hrafnhildur Irma Jónsdóttir 2, Vera Pálsdóttir 1.Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 10, Ragnheiður Júlíusdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1.Lovísa Thompson skoraði sjö mörk.Vísir/StefánNýkrýndir bikarmeistarar Stjörnunnar töpuðu með fjögurra marka mun fyrir Gróttu, 28-24, á Nesinu. Þrátt fyrir sigurinn eru Íslandsmeistararnir enn í 6. sæti deildarinnar. Þeir eiga hins vegar ágætis möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Lovísa Thompson skoraði sjö mörk fyrir Gróttu sem var 13-11 yfir í hálfleik. Rakel Dögg Bragadóttir skoraði sex mörk í liði Stjörnunnar sem missti Fram tveimur stigum fram úr sér í dag.Mörk Gróttu: Lovísa Thompson 7, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 4, Emma Havin Sardardóttir 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Sunna María Einarsdóttir 3.Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Bragadóttir 6, Helena Rut Örvarsdóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 4, Brynhildur Kjartansdóttir 3, Hanna G. Stefánsdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 1, Aðalheiður Hreinsdóttir 1.Ester Óskarsdóttir var markahæst í liði ÍBV.Vísir/VilhelmÍBV komst upp í 3. sæti deildarinnar með 24-20 sigri á Val í Eyjum. ÍBV hefur nú náð í sjö stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Eyjakonur leiddu nær allan leikinn. Staðan var 10-9 í hálfleik en um miðjan seinni hálfleik skoraði ÍBV fjögur mörk í röð og náði góðu forskoti sem Valskonum tókst ekki að vinna upp. Lokatölur 24-20, ÍBV í vil. Ester Óskarsdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍBV en Diana Satkauskaite var markahæst í liði Vals með sex mörk.Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 8, Sandra Erlingsdóttir 6/4, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Telma Silva Amado 2, Greta Kavailuskaite 1.Mörk Vals: Diana Satkauskaite 6/3, Kristín Guðmundsdóttir 5/1, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Eva Björk Hlöðversdóttir 2, Kristine Håheim Vike 1, Birta Fönn Sveinsdóttir 1.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Sjá meira