Hildur vill afsökunarbeiðni frá Frosta: "Ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. mars 2017 12:16 Hildur og Frosti Logason. Vísir/Stefán Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist. Lag Hildar, I'll Walk With You, var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum í vikunni og í þakkarræðu sinni brýndi Hildur íslenskar tónlistarkonur til dáða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Hildur að hún hafi verið niðurlægð eftir að hafa heyrt Frosta tjá sig um lagið og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon, daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent.Lagið ágætt en önnur betri„Lyktin af þessu er sú að Hildur hafi unnið þetta af því að hún er kona,“ sagði Frosti og vitnaði meðal annars til þess að lag Aron Can, Enginn mórall, væri með töluvert betri hlustunartölur en lag Hildar. Tók Frosti fram að lag Hildar væri „ágætt lag“ þó að líklega hefði strákur hjálpað Hildi við lagasmíðina. Bendi þá Þorkell Máni Pétursson, annar þáttastjórnenda Harmageddon að það hefði verið dómnefnd sem hefði ráðið úrslitum um hvaða lag hefði verið valið popplag ársins. „Já, og hún er undir þessum áhrifum PC-kórsins að konur séu svo mikil fórnarlömb,“ sagði Frosti um dómnefndina „Ég ber meiri virðingu fyrir konunum í mínu lífi en að gera þær að einhverjum fórnarlömbum alla daga.“Að mati Hildar er viðhorf Frosta lýsandi fyrir hindranir sem stelpur í tónlist þurfi að takast á við daglega. Hildur segir að Frosti gerir lítið úr reynsluheimi kvenna í tónlist „sem hann á einhvern undraverðan hátt virðist vita allt betur um, verandi miðaldra karlmaður.“ „Fyrir mér er þetta ótrúlega einfalt. Frosti ber mjög augljóslega enga virðingu fyrir tónlistarkonum samkvæmt öllu því sem hann segir í þessum þætti. Það er ekkert hægt að rakka niður konur á ótal vegu og segja svo í næstu setningu - „en jú ég ber sko virðingu fyrir konum”,“ skrifar Hildur.Vill afsökunarbeiðni Hildur segir að hún vilji ekki kenna litlum stelpum að elta drauma sína til þess eins að þær þurfi svo að heyra „einhvern gaur rakka þær niður og í raun tala á móti öllu því sem samtök eins og Stelpur Rokka og Kítón (sem hann nota bene þurfti að gera lítið úr og kynna með grínrödd í þættinum) standa fyrir.“ Krefst Hildur þess að Frosti biðjist afsökunar á orðuim sínum. „Svona opinber smánun, karlremba og gamaldags hugsunarháttur meikar algjörlega engann sens árið 2017 og ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut. Við þurfum að útrýma svona hugsunarhætti og fyrsta skrefið í því er að tala opinskátt um þetta,“ skrifar Hildur. „Frosti Logason, mér þætti það eina rétta í stöðunni að þú sendir mér afsökunarbeiðni fyrir þetta niðrandi tal um mig og aðrar tónlistarkonur á opinberum vettvangi, ég vona að þú getir séð hvað þú gerðir rangt og lært vel af þessu.“ Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist. Lag Hildar, I'll Walk With You, var valið popplag ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum í vikunni og í þakkarræðu sinni brýndi Hildur íslenskar tónlistarkonur til dáða. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Hildur að hún hafi verið niðurlægð eftir að hafa heyrt Frosta tjá sig um lagið og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon, daginn eftir að Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent.Lagið ágætt en önnur betri„Lyktin af þessu er sú að Hildur hafi unnið þetta af því að hún er kona,“ sagði Frosti og vitnaði meðal annars til þess að lag Aron Can, Enginn mórall, væri með töluvert betri hlustunartölur en lag Hildar. Tók Frosti fram að lag Hildar væri „ágætt lag“ þó að líklega hefði strákur hjálpað Hildi við lagasmíðina. Bendi þá Þorkell Máni Pétursson, annar þáttastjórnenda Harmageddon að það hefði verið dómnefnd sem hefði ráðið úrslitum um hvaða lag hefði verið valið popplag ársins. „Já, og hún er undir þessum áhrifum PC-kórsins að konur séu svo mikil fórnarlömb,“ sagði Frosti um dómnefndina „Ég ber meiri virðingu fyrir konunum í mínu lífi en að gera þær að einhverjum fórnarlömbum alla daga.“Að mati Hildar er viðhorf Frosta lýsandi fyrir hindranir sem stelpur í tónlist þurfi að takast á við daglega. Hildur segir að Frosti gerir lítið úr reynsluheimi kvenna í tónlist „sem hann á einhvern undraverðan hátt virðist vita allt betur um, verandi miðaldra karlmaður.“ „Fyrir mér er þetta ótrúlega einfalt. Frosti ber mjög augljóslega enga virðingu fyrir tónlistarkonum samkvæmt öllu því sem hann segir í þessum þætti. Það er ekkert hægt að rakka niður konur á ótal vegu og segja svo í næstu setningu - „en jú ég ber sko virðingu fyrir konum”,“ skrifar Hildur.Vill afsökunarbeiðni Hildur segir að hún vilji ekki kenna litlum stelpum að elta drauma sína til þess eins að þær þurfi svo að heyra „einhvern gaur rakka þær niður og í raun tala á móti öllu því sem samtök eins og Stelpur Rokka og Kítón (sem hann nota bene þurfti að gera lítið úr og kynna með grínrödd í þættinum) standa fyrir.“ Krefst Hildur þess að Frosti biðjist afsökunar á orðuim sínum. „Svona opinber smánun, karlremba og gamaldags hugsunarháttur meikar algjörlega engann sens árið 2017 og ég læt þetta bara alls ekki viðgangast þegar mitt nafn, kyn og vinna kemur í hlut. Við þurfum að útrýma svona hugsunarhætti og fyrsta skrefið í því er að tala opinskátt um þetta,“ skrifar Hildur. „Frosti Logason, mér þætti það eina rétta í stöðunni að þú sendir mér afsökunarbeiðni fyrir þetta niðrandi tal um mig og aðrar tónlistarkonur á opinberum vettvangi, ég vona að þú getir séð hvað þú gerðir rangt og lært vel af þessu.“
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira