Ódýrasta nóttin á stjörnuhótelinu í Bláa lóninu á 100.000 krónur Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 20:00 Bláa lónið mun í haust opna fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Ódýrasta herbergið mun kosta um eitt hundrað þúsund krónur. Gestir eiga þess kost að fá einkaþjón sem fylgir þeim allan sólarhringinn. Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. Hótelið hefur fengið nafnið Moss Hotel og verður 62 herbergja hótel. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í haust og er von á fyrstu gestum fyrir áramót.Einkaþjónn allan sólarhringinn Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir að um sé að ræða hágæða hótel í hærri gæðaflokki en áður hefur þekkst á Íslandi. „Þjónustan er eitthvað sem að við eigum ekki að venjast hér á Íslandi í dag. Hér verður til dæmis butler þjónusta, þar sem gestir okkar á hótelinu verða með einkaþjón 24 klukkustundir sólarhringsins,“ segir Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins.Svítan á 250.000 krónur Minnstu herbergin eins og þetta sem við sjáum hér er 40 fermetrar og hér kostar nóttin eitt hundrað þúsund krónur. Ein svítan, sem er þó ekki sú stærsta, er 60 fermetrar og kostar nóttin þar um 250.000 krónur en þar fylgir aðgangur að einkalóni. Í heilsulindinni, sem ber nafnið Lava Cove, munu gestir fara undir yfirborð jarðar og hafa þaðan aðgang að nýju lóni sem verður umlukið háum hraunklettum.Hvað gerið þið ráð fyrir að stór hluti ykkar viðskiptavina verði erlendir ferðamenn? „Þetta eru rúmlega 90 prósent eins og það er í dag. Búist við að það verði áfram þannig,“ segir Dagný.Bæta við 200 starfsmönnum Þetta verður fyrsta viðurkennda fimm stjörnu hótelið á Íslandi og mun Bláa Lónið þurfa að bæta við starfsmönnum. „Við þurfum að bæta við okkur um 200 manns. Við erum í dag með um 570 starfsmenn og erum nú þegar búnir að bæta við mörgum starfsmönnum sem einbeita sér að eingöngu að þessari nýbyggingu,“ segir Dagný og bætir við að störfin verði auglýst á næstu dögum.Uppfært klukkan 09:17Einkaþjónn mun aðeins fylgja dýrustu herbergjunum í Bláa lóninu en ekki öllum herbergjum samkvæmt upplýsingum frá Bláa Lóninu. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Bláa lónið mun í haust opna fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Ódýrasta herbergið mun kosta um eitt hundrað þúsund krónur. Gestir eiga þess kost að fá einkaþjón sem fylgir þeim allan sólarhringinn. Framkvæmdir við nýtt hótel, heilsulind og veitingastað við Bláa lónið hófust árið 2014 og eru nú vel á veg komnar. Hótelið hefur fengið nafnið Moss Hotel og verður 62 herbergja hótel. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki í haust og er von á fyrstu gestum fyrir áramót.Einkaþjónn allan sólarhringinn Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir að um sé að ræða hágæða hótel í hærri gæðaflokki en áður hefur þekkst á Íslandi. „Þjónustan er eitthvað sem að við eigum ekki að venjast hér á Íslandi í dag. Hér verður til dæmis butler þjónusta, þar sem gestir okkar á hótelinu verða með einkaþjón 24 klukkustundir sólarhringsins,“ segir Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins.Svítan á 250.000 krónur Minnstu herbergin eins og þetta sem við sjáum hér er 40 fermetrar og hér kostar nóttin eitt hundrað þúsund krónur. Ein svítan, sem er þó ekki sú stærsta, er 60 fermetrar og kostar nóttin þar um 250.000 krónur en þar fylgir aðgangur að einkalóni. Í heilsulindinni, sem ber nafnið Lava Cove, munu gestir fara undir yfirborð jarðar og hafa þaðan aðgang að nýju lóni sem verður umlukið háum hraunklettum.Hvað gerið þið ráð fyrir að stór hluti ykkar viðskiptavina verði erlendir ferðamenn? „Þetta eru rúmlega 90 prósent eins og það er í dag. Búist við að það verði áfram þannig,“ segir Dagný.Bæta við 200 starfsmönnum Þetta verður fyrsta viðurkennda fimm stjörnu hótelið á Íslandi og mun Bláa Lónið þurfa að bæta við starfsmönnum. „Við þurfum að bæta við okkur um 200 manns. Við erum í dag með um 570 starfsmenn og erum nú þegar búnir að bæta við mörgum starfsmönnum sem einbeita sér að eingöngu að þessari nýbyggingu,“ segir Dagný og bætir við að störfin verði auglýst á næstu dögum.Uppfært klukkan 09:17Einkaþjónn mun aðeins fylgja dýrustu herbergjunum í Bláa lóninu en ekki öllum herbergjum samkvæmt upplýsingum frá Bláa Lóninu.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira