Lamborghini Huracan slátraði Nürburgring metinu Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2017 11:02 Það hafði spurst út um daginn að Lamborghini Huracan bíll hefði rækilega slegið við mettíma Porsche 918 Spyder á hinni 20 km löngu Nürburgring braut, en nú hefur það verið staðfest. Lamborghini greindi frá þessu í dag og lét fylgja með þetta myndskeið af metsláttinum. Tími Lamborghini Huracan bílsins var 6:52,01 mínúta, en Porsche 918 Spyder hafði náð 6:57 mínútum áður. Þessi tveir bílar einir, af fjöldaframleiddum bílum, hafa náð því að fara brautina á undir 7 mínútum. Það þótti mikið afrek er Porsche 918 Spyder náði fyrstur bíla að brjóta 7 mínútna múrinn, en það hefur nú verið bætt um heilar 5 sekúndur. Það er dulítið magnað að sjá hve oft Lamborghini bíllinn nær að vera á yfir 200 km hraða í brautinni og á lengsta beina kaflanum nær hann 304 km hraða. Víst má vera að þessi bíll liggur eins og klessa og þolir mikinn hraða í beygjum. Það gæti sviðið hjá Þjóðverjum að ítalskur bíll hafi náð Nürburgring metinu af þýskum bíl. Sjá má alla ferð Lamborghini bílsins hér að ofan. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent
Það hafði spurst út um daginn að Lamborghini Huracan bíll hefði rækilega slegið við mettíma Porsche 918 Spyder á hinni 20 km löngu Nürburgring braut, en nú hefur það verið staðfest. Lamborghini greindi frá þessu í dag og lét fylgja með þetta myndskeið af metsláttinum. Tími Lamborghini Huracan bílsins var 6:52,01 mínúta, en Porsche 918 Spyder hafði náð 6:57 mínútum áður. Þessi tveir bílar einir, af fjöldaframleiddum bílum, hafa náð því að fara brautina á undir 7 mínútum. Það þótti mikið afrek er Porsche 918 Spyder náði fyrstur bíla að brjóta 7 mínútna múrinn, en það hefur nú verið bætt um heilar 5 sekúndur. Það er dulítið magnað að sjá hve oft Lamborghini bíllinn nær að vera á yfir 200 km hraða í brautinni og á lengsta beina kaflanum nær hann 304 km hraða. Víst má vera að þessi bíll liggur eins og klessa og þolir mikinn hraða í beygjum. Það gæti sviðið hjá Þjóðverjum að ítalskur bíll hafi náð Nürburgring metinu af þýskum bíl. Sjá má alla ferð Lamborghini bílsins hér að ofan.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent