Áttan segist ekki hafa keypt áhorf Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. mars 2017 10:00 Eins og sjá má er nýjasta lag Áttunnar gífurlega vinsælt. Nokkur umræða hefur skapast í kringum nýjasta lag Áttunnar, Neinei – en einhverjum notendum á Twitter þótti lagið vera komið með heldur háar áhorfstölur, en á þessari rúmlega viku síðan laginu var hlaðið upp á YouTube er það komið með rúm 182 þúsund áhorf sem verða að teljast undraverðar tölur, en til samanburðar má nefna að hið geysivinsæla lag Emmsjé Gauta, Strákarnir, stendur í 610 þúsund áhorfum, en það kom inn í ágúst 2015. „Það er náttúrulega algjör della,“ segir Aron Ingi Davíðsson, einn liðsmaður Áttunnar, um þær ásakanir að þetta séu keypt áhorf. „Nökkvi Fjalar póstaði mynd af „statistic“ fyrir lagið af YouTube og þar sést að 95,7% af okkar áhorfi kemur frá íslensku fólki. Þannig að það er ekkert mál að sýna fram á að þetta er della. Þessir keyptu fylgjendur eru alltaf erlendir, það er ekki hægt að fá svona hérna heima,“ segir Aron og leggur áherslu á að Áttu-teymið hafi lagt hart að sér við að búa til skemmtilegt efni fyrir aðdáendur sína.Hvers vegna að kaupa fylgjendur? Það er kannski ekkert skrýtið að fólki detti í hug að um svindl sé að ræða því nú til dags virðist leikur einn að kaupa áhorf, „like“ og fylgjendur. „Það eru ótal þjónustur, mis-fullkomnar, þar sem er leikur einn að kaupa sér viðbrögð, þ.e. athugasemdir og „like“. Sumar þjónustur gera þetta mjög sannfærandi. Hjá Takumi höfum við séð keypt „like“ frá prófílum sem líta út fyrir að vera í eigu einhvers, en eru í rauninni búnir til með forritum,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson hjá Takumi spurður að því hvernig hægt sé að verða sér úti um illa fengin „likes“ og áhorf. Jökull segir að tilgangur þess að kaupa sér áhorf eða fylgjendur sé fyrst og fremst sá að vekja athygli á sjálfum sér og verða sér úti um „lífræna“ fylgjendur. Jökull segir að hjá Takumi sé farið vel yfir umsækjendur hjá þeim og gengið úr skugga um að slíkum bellibrögðum sé ekki beitt hjá áhrifavöldum sem fyrirtækið tekur inn í þjónustu sína. Ýmis brögð eru notuð til að koma sér á framfæri enda getur verið um mikla fjármuni að ræða – velgengni á samfélagsmiðlum getur skilað sér í háum launum fyrir suma og ókeypis varningi frá fyrirtækjum sem sýna áhuga. „Það er allur gangur á þessu. Lúmskast er að láta eitthvert forrit „engage-a“ við aðra til að þú komir upp í „notification“ og verðir þér þannig úti um „follow“ sem er ekki 100% svindl en mér finnst samt ekki vera „organic“. Við erum mjög ströng á þessu hjá Takumi og höfum þurft að neita rúmlega 50% þeirra sem hafa sótt appið okkar um inngöngu út af svona rugli,“ segir Jökull.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Áttan Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast í kringum nýjasta lag Áttunnar, Neinei – en einhverjum notendum á Twitter þótti lagið vera komið með heldur háar áhorfstölur, en á þessari rúmlega viku síðan laginu var hlaðið upp á YouTube er það komið með rúm 182 þúsund áhorf sem verða að teljast undraverðar tölur, en til samanburðar má nefna að hið geysivinsæla lag Emmsjé Gauta, Strákarnir, stendur í 610 þúsund áhorfum, en það kom inn í ágúst 2015. „Það er náttúrulega algjör della,“ segir Aron Ingi Davíðsson, einn liðsmaður Áttunnar, um þær ásakanir að þetta séu keypt áhorf. „Nökkvi Fjalar póstaði mynd af „statistic“ fyrir lagið af YouTube og þar sést að 95,7% af okkar áhorfi kemur frá íslensku fólki. Þannig að það er ekkert mál að sýna fram á að þetta er della. Þessir keyptu fylgjendur eru alltaf erlendir, það er ekki hægt að fá svona hérna heima,“ segir Aron og leggur áherslu á að Áttu-teymið hafi lagt hart að sér við að búa til skemmtilegt efni fyrir aðdáendur sína.Hvers vegna að kaupa fylgjendur? Það er kannski ekkert skrýtið að fólki detti í hug að um svindl sé að ræða því nú til dags virðist leikur einn að kaupa áhorf, „like“ og fylgjendur. „Það eru ótal þjónustur, mis-fullkomnar, þar sem er leikur einn að kaupa sér viðbrögð, þ.e. athugasemdir og „like“. Sumar þjónustur gera þetta mjög sannfærandi. Hjá Takumi höfum við séð keypt „like“ frá prófílum sem líta út fyrir að vera í eigu einhvers, en eru í rauninni búnir til með forritum,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson hjá Takumi spurður að því hvernig hægt sé að verða sér úti um illa fengin „likes“ og áhorf. Jökull segir að tilgangur þess að kaupa sér áhorf eða fylgjendur sé fyrst og fremst sá að vekja athygli á sjálfum sér og verða sér úti um „lífræna“ fylgjendur. Jökull segir að hjá Takumi sé farið vel yfir umsækjendur hjá þeim og gengið úr skugga um að slíkum bellibrögðum sé ekki beitt hjá áhrifavöldum sem fyrirtækið tekur inn í þjónustu sína. Ýmis brögð eru notuð til að koma sér á framfæri enda getur verið um mikla fjármuni að ræða – velgengni á samfélagsmiðlum getur skilað sér í háum launum fyrir suma og ókeypis varningi frá fyrirtækjum sem sýna áhuga. „Það er allur gangur á þessu. Lúmskast er að láta eitthvert forrit „engage-a“ við aðra til að þú komir upp í „notification“ og verðir þér þannig úti um „follow“ sem er ekki 100% svindl en mér finnst samt ekki vera „organic“. Við erum mjög ströng á þessu hjá Takumi og höfum þurft að neita rúmlega 50% þeirra sem hafa sótt appið okkar um inngöngu út af svona rugli,“ segir Jökull.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Áttan Mest lesið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Fleiri fréttir Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Sjá meira