Juncker spyr hvert Evrópa vilji fara: Kynnti fimm sviðsmyndir um framtíð ESB 1. mars 2017 23:30 Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vísir/AFP „Hvert viljið þið, Evrópa,“ spurði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þegar hann kynnti hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu í dag. Í hvítbókinni voru útlistaðar fimm ólíkar sviðsmyndir um hvernig framtíð sambandsins gæti þróast, en það er nú leiðtoga aðildarríkjanna að taka afstöðu til þess hvert skuli stefna. „Nú þegar við höldum áfram og ritum nýjan kafla í sögu okkar er kominn tími til að við leitum nýrra svara við spurningu sem er jafn krefjandi og sambandið er ungt: Quo vadis, Europa?“ sagði Juncker. Mikið hefur verið rætt um hvert Evrópusambandið skuli stefna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar þar sem meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með útgöngu landsins úr sambandinu. Þurfa þau 27 aðildarríki sem eftir verða að ákveða hvert skuli stefna.Fimm sviðsmyndirÍ hvítbókinni má finna fimm ólíkar sviðsmyndir um framtíð sambandsins. Titlar þeirra segja í raun mikið um innihaldið.Halda áfram líkt og áður – einungis með smærri breytingum á sambandinu í kjölfar útgöngu Bretlands.Einungis innri markaðurinn – áhersla lögð á fá hið frjálsa flæði vara og fjármagns til að virka almennilega, en hverfa frá samstarfi á öðrum sviðum, allt frá innflytjendamálum til umhverfismála.Þeir sem vilja meira gera meira – viljug aðildarríki auka samstarf sitt á ólíkum sviðum, til dæmis á sviði vinnumarkaðsmála, löggæslumála eða eftirliti með farartækjum.Gera minna en vera skilvirkari – aukinn áhersla skuli lögð á að vera samstíga þegar kemur að viðskiptum, öryggi, innflytjendamálum og varnarmálum, en aðrir málaflokkar – til að mynda lýðheilsumál, neytendavernd, umhverfismál og vinnumarkaðsmál – verði á könnu einstakra aðildarríkja.Gera mun meira saman – til að mynda með því að stofna til varnarbandalags, auka miðstýringu þegar kemur að málefnum flóttafólks og að sambandið taki upp eigin skattheimtu. Vill skapa umræðuHugmyndin er þó ekki að leiðtogar aðildarríkjanna velji einn af kostunum fimm, heldur frekar að skapa umræðu um þær sviðsmyndir sem mest heilla. Ætlunin er sem sagt að koma af stað umræðu og í haust mun framkvæmdastjórnin svo leggja fram sína skoðun. Hugmyndir um aukna samvinnu og dýpri samruna hafa víða mætt talsverðri andstöðu, sér í lagi í hópi aðildarríkja austarlega í álfunni, svo sem Póllandi og Ungverjalandi. Óttast margir að þau gætu orðið að afgangsstærð í Evrópusamstarfinu ef Frakkar og Þjóðverjar þrýsta á frekari samruna þar sem fleiri málaflokkar myndu falla undir yfirþjóðlegt vald stofnana Evrópusambandsins. Þannig eru ólíkar hugmyndir um framtíð sambandsins og hafa heyrst æ háværari raddir um að réttast sé að aðildarríkjum verði boðið upp á að ákveða sjálf að hve miklu leyti og á hvaða hraða þau taki þátt í Evrópusamstarfinu. Brexit Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
„Hvert viljið þið, Evrópa,“ spurði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þegar hann kynnti hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu í dag. Í hvítbókinni voru útlistaðar fimm ólíkar sviðsmyndir um hvernig framtíð sambandsins gæti þróast, en það er nú leiðtoga aðildarríkjanna að taka afstöðu til þess hvert skuli stefna. „Nú þegar við höldum áfram og ritum nýjan kafla í sögu okkar er kominn tími til að við leitum nýrra svara við spurningu sem er jafn krefjandi og sambandið er ungt: Quo vadis, Europa?“ sagði Juncker. Mikið hefur verið rætt um hvert Evrópusambandið skuli stefna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar síðasta sumar þar sem meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með útgöngu landsins úr sambandinu. Þurfa þau 27 aðildarríki sem eftir verða að ákveða hvert skuli stefna.Fimm sviðsmyndirÍ hvítbókinni má finna fimm ólíkar sviðsmyndir um framtíð sambandsins. Titlar þeirra segja í raun mikið um innihaldið.Halda áfram líkt og áður – einungis með smærri breytingum á sambandinu í kjölfar útgöngu Bretlands.Einungis innri markaðurinn – áhersla lögð á fá hið frjálsa flæði vara og fjármagns til að virka almennilega, en hverfa frá samstarfi á öðrum sviðum, allt frá innflytjendamálum til umhverfismála.Þeir sem vilja meira gera meira – viljug aðildarríki auka samstarf sitt á ólíkum sviðum, til dæmis á sviði vinnumarkaðsmála, löggæslumála eða eftirliti með farartækjum.Gera minna en vera skilvirkari – aukinn áhersla skuli lögð á að vera samstíga þegar kemur að viðskiptum, öryggi, innflytjendamálum og varnarmálum, en aðrir málaflokkar – til að mynda lýðheilsumál, neytendavernd, umhverfismál og vinnumarkaðsmál – verði á könnu einstakra aðildarríkja.Gera mun meira saman – til að mynda með því að stofna til varnarbandalags, auka miðstýringu þegar kemur að málefnum flóttafólks og að sambandið taki upp eigin skattheimtu. Vill skapa umræðuHugmyndin er þó ekki að leiðtogar aðildarríkjanna velji einn af kostunum fimm, heldur frekar að skapa umræðu um þær sviðsmyndir sem mest heilla. Ætlunin er sem sagt að koma af stað umræðu og í haust mun framkvæmdastjórnin svo leggja fram sína skoðun. Hugmyndir um aukna samvinnu og dýpri samruna hafa víða mætt talsverðri andstöðu, sér í lagi í hópi aðildarríkja austarlega í álfunni, svo sem Póllandi og Ungverjalandi. Óttast margir að þau gætu orðið að afgangsstærð í Evrópusamstarfinu ef Frakkar og Þjóðverjar þrýsta á frekari samruna þar sem fleiri málaflokkar myndu falla undir yfirþjóðlegt vald stofnana Evrópusambandsins. Þannig eru ólíkar hugmyndir um framtíð sambandsins og hafa heyrst æ háværari raddir um að réttast sé að aðildarríkjum verði boðið upp á að ákveða sjálf að hve miklu leyti og á hvaða hraða þau taki þátt í Evrópusamstarfinu.
Brexit Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira