Heilbrigðisráðherra ætlar ekki að auka einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2017 20:00 Heilbrigðisráðherra segir í undirbúningi að auka framlög til heilbrigðismála verulega í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og viðspyrnan sé þegar hafin. Ekki standi til að gera grundvallarbreytingar á hinu opinbera heilbrigðiskerfi með aukinni einkavæðingu. Heilbrigðisráðherra var ítrekað spurður að því í umræðum á Alþingi í dag hvort hann muni auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í ráðherratíð sinni. En nú þegar fara um 30 prósent framlaga til heilbrigðismála til einkarekinna stofnana eða sérfræðinga utan hins opinbera heilbrigðiskerfis. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra út í framtíðarstefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. Hvernig hann hyggðist bregðast við undirskriftum tugþúsunda landsmanna sem krefðust þess að 11 prósent af landsframleiðslu fari til heiðbrigðismála. Svandís sagði enda alla flokka hafa sett heilbrigðismál í forgang fyrir kosningar. En blikur væru á lofti. „Og við þekkjum það í stjórnmálum á öllum tímum að peningaöflin sækja að velferðarkerfinu. Heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu þegar vantar viðnám fyrir fjármagnið. Vantar leiðir til að hagnast. Þá er sótt í innviði almannahagsmunanna,“ sagði Svandís. Framlög úr opinberum sjóðum til einkarekinnar heilbriðisþjónustu hefðu vaxið meira á undanförnum árum en til hins opinbera kerfis.Spurði um framtíðarsýn ráðherra Þingmaðurinn vildi vita hver væri framtíðarsýn heilbrigðisráðherra og minnti hann á fyrri yfirlýsingar hans áður en hann varð ráðherra. Óttarr sagði stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar skýra. Heilbrigðismálin yrðu í forgangi og fullvissaði þingmanninn um að fyrri yfirlýsingar hans stæðu. „Þegar við tölum um að setja heilbrigðismálin í forgang þá erum við að tala um að auka fjármagn í málaflokkinn. Við erum að tala um uppbyggingu á innviðum heilbrigðsþjónustunnar. Bæði varðandi aðstöðuna en ekki síður varðandi mannaflann, starfsaðstöðu heilbrigðisstétta,“ sagði Óttarr. Þetta muni endurspeglast í fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til fimm ára. En Svandís vildi meira afgerandi svör frá ráðherra. „Ætlar hann að standa með opinberu heilbrigðiskerfi í þágu heildarinnar, eða ætlar hann að halla sér á hina hliðina og hafa sérstaka samúð með þeim hyggjast hagnast á veiku fólki,“ spurði þingflokksformaðurinn. „Ég hef ekki sérstaklega í huga eða langar til að gera stórkostlega breytingar á heilbrigðiskerfinu. Nema til að styrkja það og styðja, svaraði Óttar Proppé. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir í undirbúningi að auka framlög til heilbrigðismála verulega í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og viðspyrnan sé þegar hafin. Ekki standi til að gera grundvallarbreytingar á hinu opinbera heilbrigðiskerfi með aukinni einkavæðingu. Heilbrigðisráðherra var ítrekað spurður að því í umræðum á Alþingi í dag hvort hann muni auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í ráðherratíð sinni. En nú þegar fara um 30 prósent framlaga til heilbrigðismála til einkarekinna stofnana eða sérfræðinga utan hins opinbera heilbrigðiskerfis. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra út í framtíðarstefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. Hvernig hann hyggðist bregðast við undirskriftum tugþúsunda landsmanna sem krefðust þess að 11 prósent af landsframleiðslu fari til heiðbrigðismála. Svandís sagði enda alla flokka hafa sett heilbrigðismál í forgang fyrir kosningar. En blikur væru á lofti. „Og við þekkjum það í stjórnmálum á öllum tímum að peningaöflin sækja að velferðarkerfinu. Heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu þegar vantar viðnám fyrir fjármagnið. Vantar leiðir til að hagnast. Þá er sótt í innviði almannahagsmunanna,“ sagði Svandís. Framlög úr opinberum sjóðum til einkarekinnar heilbriðisþjónustu hefðu vaxið meira á undanförnum árum en til hins opinbera kerfis.Spurði um framtíðarsýn ráðherra Þingmaðurinn vildi vita hver væri framtíðarsýn heilbrigðisráðherra og minnti hann á fyrri yfirlýsingar hans áður en hann varð ráðherra. Óttarr sagði stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar skýra. Heilbrigðismálin yrðu í forgangi og fullvissaði þingmanninn um að fyrri yfirlýsingar hans stæðu. „Þegar við tölum um að setja heilbrigðismálin í forgang þá erum við að tala um að auka fjármagn í málaflokkinn. Við erum að tala um uppbyggingu á innviðum heilbrigðsþjónustunnar. Bæði varðandi aðstöðuna en ekki síður varðandi mannaflann, starfsaðstöðu heilbrigðisstétta,“ sagði Óttarr. Þetta muni endurspeglast í fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til fimm ára. En Svandís vildi meira afgerandi svör frá ráðherra. „Ætlar hann að standa með opinberu heilbrigðiskerfi í þágu heildarinnar, eða ætlar hann að halla sér á hina hliðina og hafa sérstaka samúð með þeim hyggjast hagnast á veiku fólki,“ spurði þingflokksformaðurinn. „Ég hef ekki sérstaklega í huga eða langar til að gera stórkostlega breytingar á heilbrigðiskerfinu. Nema til að styrkja það og styðja, svaraði Óttar Proppé.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira