Kínverjar hvetja til stillingar yfir Norður-Kóreu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2017 11:13 Rex Tillerson (t.v.) og Wang Yi (t.h.) takast í hendur eftir fund þeirra í Beijing í morgun. Vísir/EPA Málefni Norður-Kóreu standa á krossgötum en ekki má leyfa ástandinu þar að enda með átökum. Þetta segir Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sem hvetur bandarísk stjórnvöld til stillingar eftir að bandaríski starfsbróðir hans gaf til kynna að þau gætu beitt hervaldi gegn Norður-Kóreumönnum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er staddur í Kína þar sem hann fundaði með Wang í dag. Sagði hann spennuna „hættulega“ mikla eftir tilraunir norður-kóreskra stjórnvalda með langdrægar eldflaugar í síðustu viku. Talið er að Norður-Kóreumenn séu að reyna að þróa kjarnavopn sem geta náð til Bandaríkjanna. Hann opnaði á möguleikann á að Bandaríkin beittu hervaldi ef Norður-Kóreumenn ógnuðu nágrönnum sínum í suðri eða Bandaríkjunum þegar ráðherrann var í Suður-Kóreu í gær. Donald Trump forseti bætti um betur og sagði á Twitter að Norður-Kóreumenn hefðu „hegðað sér mjög illa“ og að Kínverjar hefðu gert „lítið til að hjálpa“. Wang reyndi hins vegar að lægja öldurnar eftir fund þeirra Tillerson í dag, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Við vonum að allir aðilar, þar á meðal vinir okkar frá Bandaríkjunum, taki málið fyrir á yfirvegaðan og yfirgripsmikinn hátt og komist að skynsamlegri niðurstöðu,“ sagði kínverski utanríkisráðherrann. Tillerson fundar með Xi Jinping, forseta Kína, á morgun en gert er ráð fyrir að Xi heimsæki Bandaríkin í næsta mánuði og hitti Trump forseta í fyrsta skipti. Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Málefni Norður-Kóreu standa á krossgötum en ekki má leyfa ástandinu þar að enda með átökum. Þetta segir Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, sem hvetur bandarísk stjórnvöld til stillingar eftir að bandaríski starfsbróðir hans gaf til kynna að þau gætu beitt hervaldi gegn Norður-Kóreumönnum. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er staddur í Kína þar sem hann fundaði með Wang í dag. Sagði hann spennuna „hættulega“ mikla eftir tilraunir norður-kóreskra stjórnvalda með langdrægar eldflaugar í síðustu viku. Talið er að Norður-Kóreumenn séu að reyna að þróa kjarnavopn sem geta náð til Bandaríkjanna. Hann opnaði á möguleikann á að Bandaríkin beittu hervaldi ef Norður-Kóreumenn ógnuðu nágrönnum sínum í suðri eða Bandaríkjunum þegar ráðherrann var í Suður-Kóreu í gær. Donald Trump forseti bætti um betur og sagði á Twitter að Norður-Kóreumenn hefðu „hegðað sér mjög illa“ og að Kínverjar hefðu gert „lítið til að hjálpa“. Wang reyndi hins vegar að lægja öldurnar eftir fund þeirra Tillerson í dag, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Við vonum að allir aðilar, þar á meðal vinir okkar frá Bandaríkjunum, taki málið fyrir á yfirvegaðan og yfirgripsmikinn hátt og komist að skynsamlegri niðurstöðu,“ sagði kínverski utanríkisráðherrann. Tillerson fundar með Xi Jinping, forseta Kína, á morgun en gert er ráð fyrir að Xi heimsæki Bandaríkin í næsta mánuði og hitti Trump forseta í fyrsta skipti.
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira