Sýningin hrífur fólk og snertir djúpt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2017 12:30 "Ég var við æfingar úti í Gelsenkirchen í sjö vikur frá miðjum desember en skrapp heim í þrjá daga um jólin,“ segir Hanna Dóra sem einnig kennir í Söngskóla Sigurðar Demetz. Visir/Vilhelm Verkið gerist 15 árum eftir seinni heimsstyrjöld og fjallar um Lisu, sem ég leik. Hún er með manninum sínum á farþegaskipi á leið til Brasilíu þegar hún hittir Mörtu, sem var í útrýmingarbúðunum í Auschwitz, þar sem Lisa vann sem fangavörður. Það verður til þess að hún neyðist til að rifja þann tíma upp.“ Þannig lýsir Hanna Dóra Sturludóttir mezzosópransöngkona upphafi óperunnar Die Passagierin sem hún leikur í aðra hverja helgi þessar vikurnar. Hún segir verkið krefjandi bæði fyrir flytjendur og áhorfendur. „Þarna er verið að fást við mannlega þáttinn í þessum hræðilega hluta mannkynssögunnar. Söguþráðurinn er byggður á upplifun Zofiu Posmysz, sem var fangi í Auschwitz. Þar var kvenfangavörður sem sýndi manneskjulegri takta en flestir. Það er hún sem ég leik,“ lýsir Hanna Dóra. „Zofia telur sig eiga þeirri konu líf sitt að þakka því hún hjálpaði henni að fá lyf eða læknishjálp en var samt ekkert alsaklaus.“Hanna Dóra í hlutverki Lisu sem upplifir aftur tímann í Auschwitz. Mynd/Óperuhúsið í GelsenkirchenHanna Dóra kveðst þurfa að sýna talsverða hörku á sviðinu. „Auðvitað vildi ég hafa haft þann kjark að gera ekki ljóta hluti og ég reyni að túlka hlutverkið þannig að það sé áhorfandans að meta hvort ég sé vond eða góð.“ Zofia gerðist blaðamaður og er enn í fullu fjöri, 93 ára, að sögn Hönnu Dóru. „Hún hefur alla tíð unnið að því að minna á hvað gerðist í stríðinu, minna á að við getum fyrirgefið en megum aldrei gleyma. Ég hitti hana á frumsýningunni, það var einstök tilfinning að standa með henni á sviðinu,“ lýsir Hanna Dóra. Uppsetning Die Passagierin er frumflutningur óperunnar sem þó var skrifuð 1968 af pólska tónskáldinu Weinberg en fyrst flutt í tónleikaformi í Moskvu árið 2006. Flest stórblöð í Þýskalandi hafa fjallað um sýninguna og gefa henni feikigóða dóma. „Þjóðverjar vilja vinna úr fortíðinni og kannski losna smám saman undan því oki sem nasistatíminn lagði á þjóðina,“ segir Hanna Dóra og segir einstakt að upplifa hversu hljóðir og einbeittir áhorfendur séu meðan á sýningu stendur. „Fólk er svo neglt við efnið að bæði í hléi og í lokin líða nokkur andartök áður en það klappar. En þá stendur það upp því sýningin hrífur það og snertir djúpt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017 Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Verkið gerist 15 árum eftir seinni heimsstyrjöld og fjallar um Lisu, sem ég leik. Hún er með manninum sínum á farþegaskipi á leið til Brasilíu þegar hún hittir Mörtu, sem var í útrýmingarbúðunum í Auschwitz, þar sem Lisa vann sem fangavörður. Það verður til þess að hún neyðist til að rifja þann tíma upp.“ Þannig lýsir Hanna Dóra Sturludóttir mezzosópransöngkona upphafi óperunnar Die Passagierin sem hún leikur í aðra hverja helgi þessar vikurnar. Hún segir verkið krefjandi bæði fyrir flytjendur og áhorfendur. „Þarna er verið að fást við mannlega þáttinn í þessum hræðilega hluta mannkynssögunnar. Söguþráðurinn er byggður á upplifun Zofiu Posmysz, sem var fangi í Auschwitz. Þar var kvenfangavörður sem sýndi manneskjulegri takta en flestir. Það er hún sem ég leik,“ lýsir Hanna Dóra. „Zofia telur sig eiga þeirri konu líf sitt að þakka því hún hjálpaði henni að fá lyf eða læknishjálp en var samt ekkert alsaklaus.“Hanna Dóra í hlutverki Lisu sem upplifir aftur tímann í Auschwitz. Mynd/Óperuhúsið í GelsenkirchenHanna Dóra kveðst þurfa að sýna talsverða hörku á sviðinu. „Auðvitað vildi ég hafa haft þann kjark að gera ekki ljóta hluti og ég reyni að túlka hlutverkið þannig að það sé áhorfandans að meta hvort ég sé vond eða góð.“ Zofia gerðist blaðamaður og er enn í fullu fjöri, 93 ára, að sögn Hönnu Dóru. „Hún hefur alla tíð unnið að því að minna á hvað gerðist í stríðinu, minna á að við getum fyrirgefið en megum aldrei gleyma. Ég hitti hana á frumsýningunni, það var einstök tilfinning að standa með henni á sviðinu,“ lýsir Hanna Dóra. Uppsetning Die Passagierin er frumflutningur óperunnar sem þó var skrifuð 1968 af pólska tónskáldinu Weinberg en fyrst flutt í tónleikaformi í Moskvu árið 2006. Flest stórblöð í Þýskalandi hafa fjallað um sýninguna og gefa henni feikigóða dóma. „Þjóðverjar vilja vinna úr fortíðinni og kannski losna smám saman undan því oki sem nasistatíminn lagði á þjóðina,“ segir Hanna Dóra og segir einstakt að upplifa hversu hljóðir og einbeittir áhorfendur séu meðan á sýningu stendur. „Fólk er svo neglt við efnið að bæði í hléi og í lokin líða nokkur andartök áður en það klappar. En þá stendur það upp því sýningin hrífur það og snertir djúpt.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. mars 2017
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira