Landsréttur mun létta álagið á Hæstarétti til mikilla muna Svavar Hávarðsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Álag á Hæstarétt eru rök fyrir að setja á fót millidómstig. vísir/gva Líklegt er talið að væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti verði árlega á bilinu 60 til 100 eftir að nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, hefur störf. Aldrei í sögunni hafa eins mörg mál borist Hæstarétti og á árinu 2016. Eins og kunnugt er tekur nýr Landsréttur til starfa 10. janúar 2018 á grundvelli laga um dómstóla sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Þegar þetta er skrifað stendur yfir val í embætti 15 dómara við Landsrétt og niðurstaðan verður tilkynnt á næstunni, en 37 sóttu um. Breytingarnar þýða að dómstigin í landinu verða þrjú; héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur og um leið eru gerðar verulegar breytingar á stjórnsýslu dómstólanna. Með Landsrétti á að reyna að tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu á tveimur dómstigum, sem talin er veruleg réttarbót. Í nýbirtri ársskýrslu Hæstaréttar fyrir árið 2016 kemur fram að aldrei í sögu réttarins hafa fleiri mál borist honum, eða 869 talsins – sjö fleiri en árin tvö á undan. Þessi gríðarlegi málafjöldi er ein meginástæða þess að Landsréttur er settur á fót. Íslendingar vinna 223 virka daga á ári, svo segja má að fjögur ný mál komi inn á borð níu hæstaréttardómara hvern vinnudag, með nokkurri einföldun. Á árinu 2016 voru uppkveðnir dómar 762 eða einum fleiri en árið 2015. Er það svipaður fjöldi dóma og á árunum 2013-2015. Við undirbúning málsins var reynt að nálgast tölu um hugsanlegan málafjölda Hæstaréttar eftir að Landsréttur tekur til starfa, en það er ekki klippt og skorið. Raunverulega er það í ranni Hæstaréttar sjálfs að draga mörkin um hvaða mál koma til umfjöllunar. Það verða mikilvæg eða stefnumarkandi mál með tilliti til stjórnarskrár, mikilla hagsmuna eða í þeim tilfellum að Hæstiréttur telur að dómur á neðra dómstigi sé einfaldlega rangur. Því verður það stór hluti þeirrar vinnu sem mun fara fram í Hæstarétti á næstu árum að móta það sem þar verður gert til lengri framtíðar. Einn mælikvarði sem mun gefa vísbendingar í þessa átt er það hversu mörg mál eru flutt fyrir 5 dómurum, en til dæmis átti það við í 72 málum í fyrra. Í þessu sambandi má geta þess að í skýrslu vinnuhóps um millidómstig frá árinu 2011 kemur fram að ef upplýsingar um fjölda mála fyrir æðstu dómstólum annars staðar á Norðurlöndum eru heimfærðar upp á Ísland gæti væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti orðið um 30 árlega. Hins vegar er jafnframt tekið fram í skýrslunni að fjöldi mála gæti allt eins orðið á bilinu 50 til 100 árlega. Eru þá ótaldar ákvarðanir um áfrýjunarleyfi sem viðbúið er að fjölgi mjög.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Líklegt er talið að væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti verði árlega á bilinu 60 til 100 eftir að nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, hefur störf. Aldrei í sögunni hafa eins mörg mál borist Hæstarétti og á árinu 2016. Eins og kunnugt er tekur nýr Landsréttur til starfa 10. janúar 2018 á grundvelli laga um dómstóla sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Þegar þetta er skrifað stendur yfir val í embætti 15 dómara við Landsrétt og niðurstaðan verður tilkynnt á næstunni, en 37 sóttu um. Breytingarnar þýða að dómstigin í landinu verða þrjú; héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur og um leið eru gerðar verulegar breytingar á stjórnsýslu dómstólanna. Með Landsrétti á að reyna að tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu á tveimur dómstigum, sem talin er veruleg réttarbót. Í nýbirtri ársskýrslu Hæstaréttar fyrir árið 2016 kemur fram að aldrei í sögu réttarins hafa fleiri mál borist honum, eða 869 talsins – sjö fleiri en árin tvö á undan. Þessi gríðarlegi málafjöldi er ein meginástæða þess að Landsréttur er settur á fót. Íslendingar vinna 223 virka daga á ári, svo segja má að fjögur ný mál komi inn á borð níu hæstaréttardómara hvern vinnudag, með nokkurri einföldun. Á árinu 2016 voru uppkveðnir dómar 762 eða einum fleiri en árið 2015. Er það svipaður fjöldi dóma og á árunum 2013-2015. Við undirbúning málsins var reynt að nálgast tölu um hugsanlegan málafjölda Hæstaréttar eftir að Landsréttur tekur til starfa, en það er ekki klippt og skorið. Raunverulega er það í ranni Hæstaréttar sjálfs að draga mörkin um hvaða mál koma til umfjöllunar. Það verða mikilvæg eða stefnumarkandi mál með tilliti til stjórnarskrár, mikilla hagsmuna eða í þeim tilfellum að Hæstiréttur telur að dómur á neðra dómstigi sé einfaldlega rangur. Því verður það stór hluti þeirrar vinnu sem mun fara fram í Hæstarétti á næstu árum að móta það sem þar verður gert til lengri framtíðar. Einn mælikvarði sem mun gefa vísbendingar í þessa átt er það hversu mörg mál eru flutt fyrir 5 dómurum, en til dæmis átti það við í 72 málum í fyrra. Í þessu sambandi má geta þess að í skýrslu vinnuhóps um millidómstig frá árinu 2011 kemur fram að ef upplýsingar um fjölda mála fyrir æðstu dómstólum annars staðar á Norðurlöndum eru heimfærðar upp á Ísland gæti væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti orðið um 30 árlega. Hins vegar er jafnframt tekið fram í skýrslunni að fjöldi mála gæti allt eins orðið á bilinu 50 til 100 árlega. Eru þá ótaldar ákvarðanir um áfrýjunarleyfi sem viðbúið er að fjölgi mjög.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira