Dómstólar

Fréttamynd

Starfslokasamningar kostað undir­stofnanir fleiri hundruð milljónir

Dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess hafa frá árinu 2018 til 2025 gert 27 starfslokasamninga sem kostað hafa ríkiskassann alls um 400 milljónir. Á sama tímabili hafa fjórar undirstofnanir umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins gert sjö starfslokasamninga og nam heildarkostnaður vegna þeirra 32,7 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Dómarar í vitna­stúku

Í bandarískum rétti hafa vitni lengi átt rétt á því að neita að svara spurningu ef svarið fæli í sér játningu á refsiverðum verknaði.

Skoðun
Fréttamynd

Barbara sakar Sig­ríði um ein­elti og Valtý um gagnaleka

Barbara Björnsdóttir héraðsdómari segir Sigríði Hjaltested, meðdómara hennar við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafa lagt hana í einelti í rúma tvo áratugi. Sigríður hafi ritað Dómstólasýslunni bréf þar sem fullyrt er að þau Símon Sigvaldason, þáverandi dómstjóri, hafi átt í ástarsambandi. Valtýr Sigurðsson, eiginmaður Sigríðar og fyrrverandi ríkissaksóknari, hafi lekið bréfinu til verjanda Margrétar Friðriksdóttur, sem sætir ákæru fyrir meiðyrði í garð Barböru.

Innlent
Fréttamynd

„Laus­lát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum

Margrét Friðriksdóttir, sem sætir ákæru fyrir meiðyrði í garð Barböru Björnsdóttur héraðsdómara, segir Barböru hafa framið á henni réttarmorð, með því að sakfella hana fyrir hótunarbrot. Hún hafið reiðst vegna þess og því ritað færslu á Facebook, þar sem hún úthúðaði dómaranum. Hún kveðst hafa opnað orðabók í leit að mildasta orðinu til þess að lýsa Barböru. „Viðbjóðslegur dómur og lauslát mella gefur sinn dóm,“ sagði hún meðal annars.

Innlent
Fréttamynd

Ingi­björg og Ei­ríkur taka em­bætti dómara við Lands­rétt

Tveir nýir dómarar taka við embætti við Landsrétt. Annars vegar hefur dómsmálaráðherra lagt til við forseta Íslands að Ingibjörg Þorsteinsdóttir verði skipuð dómari við réttinn frá og með næsta mánudegi, og hins vegar hefur Eirík Elís Þorláksson verið settur dómari við Landsrétt út febrúar 2029. Eiríkur hefur áður verið settur dómari við Landsrétt en Ingibjörg hefur meðal annars reynslu úr Hæstarétti og héraðsdómi. 

Innlent
Fréttamynd

Brynjar vill aðra setningu og Arn­dís Anna reynir aftur

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru á meðal umsækjenda um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þau voru það líka síðast þegar embættið var auglýst laust til umsóknar. Þá hlaut Brynjar tæplega eins árs setningu í embætti.

Innlent
Fréttamynd

Gerðu engin mis­tök með nafngreiningu vændiskaupanda

Athygli vakti þegar dómur yfir erlendum karlmanni, sem dæmdur var fyrir vændiskaup og líkamsárás gagnvart seljanda vændisins, var birtur og maðurinn nafngreindur. Ítrekað hefur verið kallað eftir því að kaupendur vændis séu nafngreindir en lítið sem ekkert hefur borið á því. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur segir engin mistök hafa verið gerð þegar maðurinn var nafngreindur, það hafi einfaldlega verið gert í samræmi við reglur Dómstólasýslunnar um útgáfu dóma. 

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur byrjaður á Instagram

Til þess að auka frekar aðgengi að Hæstarétti og miðla upplýsingum um hann hefur verið ákveðið að rétturinn opni í eigin nafni síðu á samfélagsmiðlinum Instagram, undir heitinu haestiretturislands.

Innlent
Fréttamynd

Á­forma vinnu­vélar í Hvalárvirkjun í vor

Vesturverk stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar á Ströndum næsta vor eftir að Hæstiréttur hafnaði kröfu virkjunarandstæðinga um að jörðin Drangavík ætti hluta af vatnasviði virkjunarinnar. Fleiri kærumál eru hins vegar í gangi.

Innlent
Fréttamynd

Ör­yrkjar fá nú síður gjaf­sókn

Umtalsvert færri úr hópi öryrkja eiga þess kost að leita réttar síns fyrir dómstólum þar sem lágmarksörorkulífeyri er nú töluvert yfir tekjuviðmiði gjafsóknar. Lögmannafélag Íslands telur að það kunni að stangast á við ákvæði bæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Játaði líkams­á­rás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara

Dómur ungs karlmanns, sem játaði líkamsárás á Hafnartorgi í Reykjavík árið 2021, hefur verið ómerktur af Landsréttir og vísað aftur heim í hérað. Það var gert vegna tölvubréfs dómara til verjanda þar sem dómarinn lýsti því yfir að hann teldi hæpið að heimfæra brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás.

Innlent
Fréttamynd

Reynir aftur við Endur­upp­töku­dóm

Tveir sækjast eftir því að verða dómandi og varadómandi við Endurupptökudóm. Skipað verður í embættin frá 1. febrúar næstkomandi en dómsmálaráðuneytið auglýsti embættin laus til umsóknar í október.

Innlent
Fréttamynd

Sjö sækja um tvær lausar stöður

Sjö sóttu um tvær lausar stöður dómara við Landsrétt. Annars vegar er um að ræða skipun í embætti dómara við Landsrétt og hins vegar er um að ræða setningu í embætti. Á listanum er að finna fimm héraðsdómara, einn lögmann og einn dósent í lögfræði.

Innlent
Fréttamynd

Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu

Þrjár reynslumiklar lögreglukonur lýsa því hvernig þær voru um árabil áreittar af eltihrelli og hvernig lögregluembætti séu án úrræða í slíkum málum. Allt viðbragð sé svifaseint, lítið gert úr málunum og engin vernd í boði. Ein lögreglukonan neyddist til að fara í útkall að eigin heimili og þá sefur sonur annarrar enn með kylfu undir rúmi.

Innlent
Fréttamynd

Kröfur kvennaárs komnar í inn­heimtu og gjald­daginn fallinn

Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Nafn­greindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meið­yrði

Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri Mannlífs, hefur verið dæmdur fyrir meiðyrði fyrir að hafa nafngreint rangan árásarmann í umfjöllun um hnífaárás á veitingastað. Að mati dómsins fór því fjarri að vinnubrögðin sem viðhöfð voru gætu staðist þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vinnubragða blaðamanna.

Innlent
Fréttamynd

„Brota­menn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“

Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður, segir 90 prósent þeirra sem eiga að greiða bætur fyrir ýmis brot sem þeir fremja ekki gera það. Ríkið greiði bætur þeirra sem ekki geta það en það sé hámark og lágmark og því stundum ekki hægt að innheimta allar bæturnar. Upphæðir bóta hafa verið þær sömu í þrettán ár.

Innlent
Fréttamynd

Nálgunarbannið of tor­sótt og mátt­laust án ökklabands

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni.

Innlent
Fréttamynd

Grjót­hart nei hjá dúxinum í Yale

Það þótti tíðindum sæta þegar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var neitað um gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri vegna gruns um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ í vikunni. Eftir tveggja klukkustunda rökræður sagði hámenntaður dómari á vaktinni nei. Beðið er álits Landsréttar. Lögregla leitar að myndefni og biðlar til almennings um aðstoð.

Innlent
Fréttamynd

Hvammsvirkjun bíður dóms Hæsta­réttar

Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar.

Innlent