„Ekki er aðeins um öryggismál að ræða fyrir íbúa og ferðamenn á landinu heldur einnig brýnt byggðamál þar sem langlundargeð íbúa þar sem ástandið er verst er fyrir löngu þrotið,“ segir byggðarráð Húnaþings vestra.
„Miðað við nýjustu fréttir um skort á fjármagni til þegar samþykktra framkvæmda er ljóst að hin fjögurra mánaða gamla samgönguáætlun sem afgreidd var á síðasta þingi er í algeru uppnámi,“ segir byggðarráðið.
Byggðarráðið kveðst jafnframt hafa fengið upplýst á fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar nýlega að nánast væri úr engu að spila í almennt viðhald, hvað þá nýframkvæmdir.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu

