Sport

Gunnar: Jouban svo huggulegur að ég veit ekki hvort ég hef það í mér að slá hann í andlitið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson og Alan Jouban mættust í dag.
Gunnar Nelson og Alan Jouban mættust í dag. vísir/björgvin harðarson
Gunnar Nelson var manna vinsælastur á fjölmiðladegi UFC fyrir bardagakvöldið í London á laugardaginn þar sem hann mætir Bandaríkjamanninum Alan Jouban eftir tíu mánaða fjarveru frá búrinu.

Lengsta röðin myndaðist við básinn hjá Gunnari og var hann enn í viðtölum þegar allir aðrir voru farnir heim. Hann sinnti viðtölunum eins og fagmaður þó þessi dagur sé ekki í miklu uppáhaldi hjá honum.

Allir bardagakapparnir sem eigast við á laugardaginn mættust í dag fyrir myndatöku og var afskaplega skondið að sjá þá Gunnar og Jouban saman á sviðinu.

Jouban er glæsilegt eintak af manni og sinnir módelstörfum samhliða því að berja á mönnum í UFC. Hann mætti eins og klipptur út úr tískuriti í dag á meðan Gunnar var í gráum joggingbuxum með hárið ógreitt.

Gunnar hafði húmor fyrir muninum á þeim tveim enda var stressið ekki að fara með Gunnar frekar en fyrri daginn.

„Hann er náttúrlega Versace-módel - helvíti huggulegur. Ég veit ekki hvort maður hefur það í sér að vera að slá hann of mikið í andlitið og eyðileggja eitthvað meira fyrir honum en bara UFC-ferilinn. Það er kannski óþarfi,“ sagði Gunnar Nelson skælbrosandi við Vísi í dag.

Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).

vísir/björgvin harðarson
MMA

Tengdar fréttir

Mest stressaður þegar Gunni berst

Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars Nelson, stendur ávallt við búrið þegar Gunnar berst. Hann segir Gunnar vera bestu auglýsingu sem í boði er fyrir Mjölni sem hefur farið úr litlum sal í höll á tæpum áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×