Hún hafði ekki hugmynd að um gæsun væri að ræða og var ekki hrifin af spurningum Sindra sem voru mjög svo óviðeigandi.
Sindri spurði til að mynda Þóru hvort hún hefði ekki málað sig fyrir upptökuna, það væri vaninn að gera slíkt í sjónvarpi. Hann gagnrýndi hana fyrir að vera borða sætindi rétt fyrir brúðkaupið og spurði hvort hún væri ekki með aðeins of stórt sjónvarp.
Hér að neðan má sjá þegar Sindri setti í fimmta gír undir lok þáttarins og gekk gjörsamlega fram af Þóru, en hún býr í virkilega smekklegri íbúð í vesturbænum í Reykjavík.