Fjárfestirinn Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformaður Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á fyrsta fundi nýrrar stjórnar fyrirtækisins í gær. Þá var Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu, kjörin varaformaður.
Svanhildur hafði áður í samtali við Markaðinn staðfest að hún ætlaði að bjóða sig fram í stjórn VÍS. Hún og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, eiga samanlagt um átta prósenta hlut í tryggingafélaginu. Guðmundur átti sæti í stjórn þess um tíma en dró framboð sitt í stjórn félagsins til baka á síðasta aðalfundi í mars í fyrra.
Ný stjórn VÍS var kjörin á aðalfundi félagsins gær en þar var einnig samþykkt tillaga um að VÍS greiði hluthöfum sínum 1.023 milljónir króna í arð vegna reksturs fyrirtækisins í fyrra. Aðalfundur samþykkti einnig að lækka hlutafé félagsins úr kr. 2.296.436.567 að nafnverði í kr. 2.223.497.541 að nafnverði, og að eigin hlutum félagsins að nafnverði kr. 72.939.026 sé þannig eytt.
Stjórn VÍS skipa: Gestur Breiðfjörð Gestsson, Helga Hlín Hákonardóttir, Herdís Dröfn Fjeldsted, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Valdimar Svavarsson.
Svanhildur Nanna nýr stjórnarformaður VÍS
Haraldur Guðmundsson skrifar

Mest lesið

Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent

Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar
Viðskipti innlent


Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör
Viðskipti innlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent

Guðmundur í Brimi nýr formaður
Viðskipti innlent

Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt
Viðskipti innlent