Staða barna í Sýrlandi aldrei verri en nú Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2017 22:34 Lítil stúlka í Aleppó. vísir/getty Sex ár eru í dag liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst en upphaf hennar má rekja til mótmæla gegn forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, þann 15. mars 2011. Enn sér ekki fyrir endann á styrjöldinni sem hefur haft vægast hræðilegar afleiðingar þar sem meira en 450 þúsund Sýrlendingar hafa týnt lífi, meira en milljón hefur særst í átökunum og meira en helmingur íbúa Sýrlands hefur þurft að leggja á flótta. Ríkisstjórn Assad svaraði mótmælunum sem hófust í mars 2011 með hörku þar sem hundruð mótmælenda voru myrtir og fjöldi annarra voru handteknir. Í júlí sama ár hófst svo vopnuð uppreisn nokkurra hermanna úr sýrlenska hernum. Sá hópur sem farið hefur hvað verst út úr stríðinu eru sýrlensk börn en staða barna hefur aldrei verið verri en nú, sex árum eftir að stríðið hófst. Í frétt á vef UNICEF á Íslandi segir að sex milljónir barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda vegna styrjaldarinnar en það er tólf sinnum meira en árið 2012. Milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín, oft á tíðum ein síns liðs, en dæmi eru um börn sem hafa hrakist á milli allt að sjö mismunandi staða. UNICEF gaf í dag út lag sem heitir á ensku Heartbeat eða „Hjartsláttur.“ Lagið er eftir Zade Dirane og er flutt af 10 ára gamalli blindri stúlku sem er á flótta í Sýrlandi. Myndbandið við lagið var tekið upp á stöðum víðs vegar um Sýrland sem eru rústir einar vegna stríðsins. Þá eru öll börnin sem koma fram í myndbandinu á flótta og taka þátt í verkefnum á vegum UNICEF þar sem þau fá sálrænan stuðning. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sýrland Tengdar fréttir Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02 Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45 Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Sex ár eru í dag liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst en upphaf hennar má rekja til mótmæla gegn forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, þann 15. mars 2011. Enn sér ekki fyrir endann á styrjöldinni sem hefur haft vægast hræðilegar afleiðingar þar sem meira en 450 þúsund Sýrlendingar hafa týnt lífi, meira en milljón hefur særst í átökunum og meira en helmingur íbúa Sýrlands hefur þurft að leggja á flótta. Ríkisstjórn Assad svaraði mótmælunum sem hófust í mars 2011 með hörku þar sem hundruð mótmælenda voru myrtir og fjöldi annarra voru handteknir. Í júlí sama ár hófst svo vopnuð uppreisn nokkurra hermanna úr sýrlenska hernum. Sá hópur sem farið hefur hvað verst út úr stríðinu eru sýrlensk börn en staða barna hefur aldrei verið verri en nú, sex árum eftir að stríðið hófst. Í frétt á vef UNICEF á Íslandi segir að sex milljónir barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda vegna styrjaldarinnar en það er tólf sinnum meira en árið 2012. Milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín, oft á tíðum ein síns liðs, en dæmi eru um börn sem hafa hrakist á milli allt að sjö mismunandi staða. UNICEF gaf í dag út lag sem heitir á ensku Heartbeat eða „Hjartsláttur.“ Lagið er eftir Zade Dirane og er flutt af 10 ára gamalli blindri stúlku sem er á flótta í Sýrlandi. Myndbandið við lagið var tekið upp á stöðum víðs vegar um Sýrland sem eru rústir einar vegna stríðsins. Þá eru öll börnin sem koma fram í myndbandinu á flótta og taka þátt í verkefnum á vegum UNICEF þar sem þau fá sálrænan stuðning. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Sýrland Tengdar fréttir Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02 Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45 Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02
Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45
Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03