Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Snærós Sindradóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Thomas Møller Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi í átta vikur. Hann er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur á milli klukkan sex og sjö að morgni 14. janúar. vísir/anton brink Lokayfirheyrsla fer fram í dag yfir Thomasi Møller Olsen sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Maðurinn hefur ekki játað á sig ódæðið en lokayfirheyrslan er fastur liður í því að ljúka rannsókn málsins. Til stendur að senda málið til héraðssaksóknara á föstudag. Héraðssaksóknari hefur fjórar vikur til að taka ákvörðun um framhald málsins og gefa út ákæru í kjölfarið, telji saksóknari næg sönnunargögn hníga að sekt Thomasar. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því hvaða ásetningur lá að baki þess að Birnu var ráðinn bani. Grímur Grímsson, sem farið hefur fyrir rannsókninni, staðfestir að vegna þess hafi meðal annars verið rannsakað hvort Birna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, eða tilraun til kynferðisofbeldis, í rauðu Kia Rio bifreiðinni áður en hún var myrt. Grímur vill þó ekki gefa upp hverjar niðurstöður lögreglu séu af þeim hluta rannsóknarinnar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp nein nákvæmnisatriði í rannsókninni eftir að mál tóku að skýrast, búið var að handtaka hinn grunaða og lík Birnu hafði fundist. Þó hefur komið fram að lífsýni tengi Birnu og skipverjann saman auk þess sem fullvíst er að Birna var farþegi í bíl hans. Talið er að maðurinn hafi banað Birnu á milli sex og sjö í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn.Grímur Grímssonvísir/anton brinkGrímur segir að fátt hafi breyst varðandi málið undanfarnar vikur. Enn sé talið að hrein tilviljun hafi ráðið því að Birna Brjánsdóttir fór upp í bílinn sem skipverjinn hafði til umráða og ekkert bendi til þess að Birna og Thomas hafi mælt sér mót áður eða átt í neinskonar samskiptum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Annar skipverji, sem sat í gæsluvarðhald í tvær vikur, grunaður um aðild að málinu hefur enn réttarstöðu grunaðs manns þrátt fyrir að hafa verið látinn laus úr haldi og sé kominn til Grænlands. Hann er ekki grunaður um að vera valdur að dauða Birnu en Grímur segir að héraðssaksóknari komi til með að taka ákvörðun um hvort hann verði ákærður fyrir aðild að hvarfi Birnu eða þau atriði sem snúi að honum verði látin niður falla. Lögreglan hefur ekki átt í neinum samskiptum við manninn síðan hann fór aftur heim til Grænlands og til að mynda ekki stofnað til samvinnu við grænlensk lögregluyfirvöld um frekari yfirheyrslur. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr i mánuðinum er Thomas vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir að hann sé ekki lengur í einangrun dvelur hann einn í álmu og hittir ekki aðra fanga. Hann hefur þó aðgang að verslun, líkamsrækt og bókasafni. Fréttin birtist fyrstur í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Lokayfirheyrsla fer fram í dag yfir Thomasi Møller Olsen sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Maðurinn hefur ekki játað á sig ódæðið en lokayfirheyrslan er fastur liður í því að ljúka rannsókn málsins. Til stendur að senda málið til héraðssaksóknara á föstudag. Héraðssaksóknari hefur fjórar vikur til að taka ákvörðun um framhald málsins og gefa út ákæru í kjölfarið, telji saksóknari næg sönnunargögn hníga að sekt Thomasar. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því hvaða ásetningur lá að baki þess að Birnu var ráðinn bani. Grímur Grímsson, sem farið hefur fyrir rannsókninni, staðfestir að vegna þess hafi meðal annars verið rannsakað hvort Birna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, eða tilraun til kynferðisofbeldis, í rauðu Kia Rio bifreiðinni áður en hún var myrt. Grímur vill þó ekki gefa upp hverjar niðurstöður lögreglu séu af þeim hluta rannsóknarinnar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp nein nákvæmnisatriði í rannsókninni eftir að mál tóku að skýrast, búið var að handtaka hinn grunaða og lík Birnu hafði fundist. Þó hefur komið fram að lífsýni tengi Birnu og skipverjann saman auk þess sem fullvíst er að Birna var farþegi í bíl hans. Talið er að maðurinn hafi banað Birnu á milli sex og sjö í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn.Grímur Grímssonvísir/anton brinkGrímur segir að fátt hafi breyst varðandi málið undanfarnar vikur. Enn sé talið að hrein tilviljun hafi ráðið því að Birna Brjánsdóttir fór upp í bílinn sem skipverjinn hafði til umráða og ekkert bendi til þess að Birna og Thomas hafi mælt sér mót áður eða átt í neinskonar samskiptum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Annar skipverji, sem sat í gæsluvarðhald í tvær vikur, grunaður um aðild að málinu hefur enn réttarstöðu grunaðs manns þrátt fyrir að hafa verið látinn laus úr haldi og sé kominn til Grænlands. Hann er ekki grunaður um að vera valdur að dauða Birnu en Grímur segir að héraðssaksóknari komi til með að taka ákvörðun um hvort hann verði ákærður fyrir aðild að hvarfi Birnu eða þau atriði sem snúi að honum verði látin niður falla. Lögreglan hefur ekki átt í neinum samskiptum við manninn síðan hann fór aftur heim til Grænlands og til að mynda ekki stofnað til samvinnu við grænlensk lögregluyfirvöld um frekari yfirheyrslur. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr i mánuðinum er Thomas vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir að hann sé ekki lengur í einangrun dvelur hann einn í álmu og hittir ekki aðra fanga. Hann hefur þó aðgang að verslun, líkamsrækt og bókasafni. Fréttin birtist fyrstur í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira