Meirihluti skattgreiðslna Trump kom til vegna skatts sem hann vill afnema Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2017 10:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump afskrifaði um 100 milljón dollara til þess að lækka skattgreiðslur sínar árið 2005. MSNBC birti í nótt tvær blaðsíður úr skattskýrslu Trump fyrir árið 2005. Megnið af skattgreiðslum hans kom til vegna skattareglna sem hann vill afnema. Trump greiddi um 38 milljónir dollara í skatt það árið á meðan tekjur hans námu 150 milljónum dollara. Það þýðir að skatthlutfall Trump var um 25 prósent, eilítið hærra prósentuhlutfall en hinn meðalborgari í Bandaríkjunum. Með því að afskrifa milljónirnar lítur út fyrir að Trump hafi sparað sér háar greiðslur til skattayfirvalda.Upplýsingarnar úr skattskýrslu Trump voru birtar í þætti Rachel Maddow á MSNBC í gærkvöldi að bandarískum tíma. Upplýsingarnar sem koma segja lítið um starfsemi fyrirtækja Trump og Trump sjálfan annað en það að hann greiddi 38 milljónir dollara í skatt árið 2005.Þar kemur einnig fram að megnið af þessum greiðslum kom til vegna skatts sem nefnast Alternative minimum tax, sem ætlað er að tryggja að auðjöfrar á borð við Trump komi sér hjá því að greiða lítið sem ekkert í skatta í gegnum glufur í skattalögum. Hefði skatturinn ekki verið í gildi árið 2005 hefði Trump aðeins greitt um sjö milljónir í skatta, um 4,5 prósent af 153 milljón dollara tekjum.Samkvæmt tillögum Trump í skattamálum liggur fyrir að hann vill afnema þennan skatt og því ljóst skattbyrði hans myndi lækka umtalsvert, gangi þær eftir.Hvað er Trump að fela?Í umfjöllun VOX um blaðsíðurnar úr skattaframtali Trump segir að stóra spurningin varðandi framtöl Trump sé hvað hann sé fela með því að neita því að birta framtöl sín líkt og allir frambjóðendur stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum hafa gert frá forsetatíð Richard Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu áður en að þáttur MSNBC var birtur. Þar segir að tapið sem Trump hafi afskrifað árið 2005 hafi komið til vegna virðisrýrnunar við byggingarframkvæmdir. Hillary Clinton og Donald Trump tókust ítrekað á um skattamál hins síðarnefnda í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári, sérstaklega eftir að New York Times greindi frá því að gríðarlegt tap Trump vegna rekstur spilavítis í Atlantic City árið 1995 kynni að hafa orðið til þess að hann slyppi við að borga tekjuskatt í átján ár. Donald Trump Tengdar fréttir Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Donald Trump afskrifaði um 100 milljón dollara til þess að lækka skattgreiðslur sínar árið 2005. MSNBC birti í nótt tvær blaðsíður úr skattskýrslu Trump fyrir árið 2005. Megnið af skattgreiðslum hans kom til vegna skattareglna sem hann vill afnema. Trump greiddi um 38 milljónir dollara í skatt það árið á meðan tekjur hans námu 150 milljónum dollara. Það þýðir að skatthlutfall Trump var um 25 prósent, eilítið hærra prósentuhlutfall en hinn meðalborgari í Bandaríkjunum. Með því að afskrifa milljónirnar lítur út fyrir að Trump hafi sparað sér háar greiðslur til skattayfirvalda.Upplýsingarnar úr skattskýrslu Trump voru birtar í þætti Rachel Maddow á MSNBC í gærkvöldi að bandarískum tíma. Upplýsingarnar sem koma segja lítið um starfsemi fyrirtækja Trump og Trump sjálfan annað en það að hann greiddi 38 milljónir dollara í skatt árið 2005.Þar kemur einnig fram að megnið af þessum greiðslum kom til vegna skatts sem nefnast Alternative minimum tax, sem ætlað er að tryggja að auðjöfrar á borð við Trump komi sér hjá því að greiða lítið sem ekkert í skatta í gegnum glufur í skattalögum. Hefði skatturinn ekki verið í gildi árið 2005 hefði Trump aðeins greitt um sjö milljónir í skatta, um 4,5 prósent af 153 milljón dollara tekjum.Samkvæmt tillögum Trump í skattamálum liggur fyrir að hann vill afnema þennan skatt og því ljóst skattbyrði hans myndi lækka umtalsvert, gangi þær eftir.Hvað er Trump að fela?Í umfjöllun VOX um blaðsíðurnar úr skattaframtali Trump segir að stóra spurningin varðandi framtöl Trump sé hvað hann sé fela með því að neita því að birta framtöl sín líkt og allir frambjóðendur stóru flokkanna tveggja í Bandaríkjunum hafa gert frá forsetatíð Richard Nixon á áttunda áratug síðustu aldar. Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu áður en að þáttur MSNBC var birtur. Þar segir að tapið sem Trump hafi afskrifað árið 2005 hafi komið til vegna virðisrýrnunar við byggingarframkvæmdir. Hillary Clinton og Donald Trump tókust ítrekað á um skattamál hins síðarnefnda í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári, sérstaklega eftir að New York Times greindi frá því að gríðarlegt tap Trump vegna rekstur spilavítis í Atlantic City árið 1995 kynni að hafa orðið til þess að hann slyppi við að borga tekjuskatt í átján ár.
Donald Trump Tengdar fréttir Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00 Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Sjá meira
Skattaskýrslu Trump lekið á netið Hluta af skattaskýrslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá árinu 2005 hefur verið lekið í fjölmiðla 15. mars 2017 08:12
Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14
Trump hyggst lækka skatta og draga úr reglugerðum Nýr Bandaríkjaforseti ætlar að koma í veg fyrir flutninga bandarískra fyrirtækja til útlanda. Skattar á fyrirtæki í Bandaríkjunum verða lækkaðir en ofurskattur lagður á innflutning varnings bandarískra fyrirtækja sem flutt hafa úr land 24. janúar 2017 07:00
Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Meðal fjárfesta í fyrirtækjum Donald Trump eru stofnanir sem hann hefur persónulega talað gegn í kosningabaráttunni. Mikil leynd liggur yfir fjármálum forsetaframbjóðandans. 21. ágúst 2016 17:17