Lífið

Tuttugu manna aðdáendaklúbbur elti Jón Jónsson um alla Boston

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón með frábæra sögu.
Jón með frábæra sögu.
„Þegar ég bjó í Boston varð til aðdáendaklúbbur mér til heiðurs.“ Svona hefst saga sem tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sagði í þættinum Satt eða logið á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.

„Þetta var bara hópur fólk sem í raun og veru ég þekkti ekki. Þetta var vissulega fólk sem var á aldri við mig og var alveg örugglega í skólanum. Ég held að þetta hafi verið fimmtán til tuttugu manns,“ segir Jón sem var í Hagfræði í Boston University á sínum tíma.

Jón segir að aðdáendaklúbburinn hafi mætt á nánast allt sem hann tók sér fyrir hendur.

„Hópurinn mætti þegar ég var að spila með fótboltaliðinu og þegar ég var að spila á gítarinn á bar. Þau voru alltaf með skilti með sér. Þetta var svona ákveðin hvatning og gaman að eiga svona hóp, og það sýndi að maður var að gera eitthvað rétt.“

Hér að neðan má sjá þessa mögnuðu sögu frá Jóni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.