Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2017 10:00 Gunnar á vigtinni fyrir sinn síðasta bardaga. vísir/getty Gunnar Nelson segir að uppákoman í tengslum við bardaga Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson á UFC 209 fyrr í mánuðinum, sem var svo aflýst, hafi verið fáránleg. Rússinn Khabib náði ekki þyngd fyrir bardagann en nóttina fyrir vigtunina var hann fluttur á sjúkrahús. UFC sagði það hefði tengst því að hann hafi verið að létta sig fyrir bardagann. Haraldur Nelson, faðir Gunnars, hefur margsinnis gagnrýnt öfgakenndar aðferðir margra bardagakappa sem hafa oft misst fjölda kílóa á aðeins örfáum dögum í aðdraganda bardaga. Sjá einnig: Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? „Byrjar þetta aftur! Hvenær á að hætta þessum svakalega niðurskurðar kjaftæði? Þegar að einhver deyr?“ skrifaði Haraldur á Facebook-síðu sína við þetta tilefni.Khabib hefur verið gagnrýndur fyrir að ná ekki þyngd fyrir síðasta bardaga.vísir/gettyViðkæmt umræðuefni Gunnar, sem berst gegn Alan Jouban á bardagakvöldi UFC í London á laugardag, var í viðali við írska fjölmiðla fyrr í vikunni og gagnrýndi þessa uppákomu harkalega. „Mér fannst þetta algjörlega fáránlegt. Hann hefur verið að væla um að fá titilbardaga í langan tíma. Svo gerist það og ég veit ekki hvað gerist - kannski veiktist hann sem væri afar óheppilegt,“ sagði Gunnar við sportsjoe.ie. „Þetta var bara svolítið skrýtið. Hann hafði verið að tala um titilbardaga í langan tíma. Og svo nær hann ekki einu sinni þyngd.“ Sjá einnig: Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Fulltrúi UFC sem fylgdist með viðtalinu virtist reyndar ekki áhugasamur um að þessi mál yrðu rædd þegar spurningin um Khabib var borin upp. En Gunnar vildi fá að svara henni. „Þessi spurning, þar sem þú spurðir um Khabib. Mér er sama þó svo að ég tali um það, ef það er í lagi,“ sagði Gunnar í upphafi samtalsins.Gunnar Nelson í símaviðtali í vikunni.mynd/mjölnir/Sóllilja baltasarsdóttirLyfjaeftirlitið miklu betra Hann leiðir líkum að því að hert eftirlit UFC með ólöglegri lyfjanotkun hafi sitt að segja með að sífellt fleiri bardögum hafi verið aflýst vegna vandræðum í tengslum við niðurskurð fyrir bardagana. „Kannski er það ástæðan og kannski eru menn ekki að byrja á niðurskurðinum nógu snemma. En nýju lyfjareglurnar eru miklu betri og kannski hafa einhverjir verið að taka einhvern óþverra til að ná þyngdinni niður og það sé nú erfiðara,“ sagði hann. „Ég er ekki viss. Ég hef aldrei verið í harkalegum niðurskurði sjálfur og þekki því ekki þessi lyf og stera sem þessir gaurar hafa verið að taka. En kannski að það sé ástæðan fyrir öllu þessu.“Hann átti að fá borgað Gunnar gagnrýnir einnig UFC fyrir að Tony Ferguson hafi ekki fengið full laun fyrir bardagann, þó svo að honum hafi verið aflýst. „Það er erfitt að segja. En hann ætti að fá eitthvað því hann var búinn að skila sínum undirbúningi. Hann mætti á vigtunina og bar klár í bardagann,“ sagði Gunnar. „Kannski er eðlilegt að hann fái ekki sigurbónusinn enda vann hann ekki bardagann. En hann hefði átt að fá launin sín, það er enginn vafi á því. Hann mætti á staðinn og var tilbúinn.“Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Fáðu þér áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Pétur Marinó: Menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa Gunnar Nelson fær ekki jafnmikið út úr bardaga sínum og mótherji hans en hann þarf að minna á sig eftir tíu mánaða fjarveru. 14. mars 2017 19:30 Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15 Umboðsmaður Nurmagomedov útskýrir hvað gerðist síðasta föstudag UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. 7. mars 2017 10:00 Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00 Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Gunnar Nelson segir að uppákoman í tengslum við bardaga Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson á UFC 209 fyrr í mánuðinum, sem var svo aflýst, hafi verið fáránleg. Rússinn Khabib náði ekki þyngd fyrir bardagann en nóttina fyrir vigtunina var hann fluttur á sjúkrahús. UFC sagði það hefði tengst því að hann hafi verið að létta sig fyrir bardagann. Haraldur Nelson, faðir Gunnars, hefur margsinnis gagnrýnt öfgakenndar aðferðir margra bardagakappa sem hafa oft misst fjölda kílóa á aðeins örfáum dögum í aðdraganda bardaga. Sjá einnig: Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? „Byrjar þetta aftur! Hvenær á að hætta þessum svakalega niðurskurðar kjaftæði? Þegar að einhver deyr?“ skrifaði Haraldur á Facebook-síðu sína við þetta tilefni.Khabib hefur verið gagnrýndur fyrir að ná ekki þyngd fyrir síðasta bardaga.vísir/gettyViðkæmt umræðuefni Gunnar, sem berst gegn Alan Jouban á bardagakvöldi UFC í London á laugardag, var í viðali við írska fjölmiðla fyrr í vikunni og gagnrýndi þessa uppákomu harkalega. „Mér fannst þetta algjörlega fáránlegt. Hann hefur verið að væla um að fá titilbardaga í langan tíma. Svo gerist það og ég veit ekki hvað gerist - kannski veiktist hann sem væri afar óheppilegt,“ sagði Gunnar við sportsjoe.ie. „Þetta var bara svolítið skrýtið. Hann hafði verið að tala um titilbardaga í langan tíma. Og svo nær hann ekki einu sinni þyngd.“ Sjá einnig: Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Fulltrúi UFC sem fylgdist með viðtalinu virtist reyndar ekki áhugasamur um að þessi mál yrðu rædd þegar spurningin um Khabib var borin upp. En Gunnar vildi fá að svara henni. „Þessi spurning, þar sem þú spurðir um Khabib. Mér er sama þó svo að ég tali um það, ef það er í lagi,“ sagði Gunnar í upphafi samtalsins.Gunnar Nelson í símaviðtali í vikunni.mynd/mjölnir/Sóllilja baltasarsdóttirLyfjaeftirlitið miklu betra Hann leiðir líkum að því að hert eftirlit UFC með ólöglegri lyfjanotkun hafi sitt að segja með að sífellt fleiri bardögum hafi verið aflýst vegna vandræðum í tengslum við niðurskurð fyrir bardagana. „Kannski er það ástæðan og kannski eru menn ekki að byrja á niðurskurðinum nógu snemma. En nýju lyfjareglurnar eru miklu betri og kannski hafa einhverjir verið að taka einhvern óþverra til að ná þyngdinni niður og það sé nú erfiðara,“ sagði hann. „Ég er ekki viss. Ég hef aldrei verið í harkalegum niðurskurði sjálfur og þekki því ekki þessi lyf og stera sem þessir gaurar hafa verið að taka. En kannski að það sé ástæðan fyrir öllu þessu.“Hann átti að fá borgað Gunnar gagnrýnir einnig UFC fyrir að Tony Ferguson hafi ekki fengið full laun fyrir bardagann, þó svo að honum hafi verið aflýst. „Það er erfitt að segja. En hann ætti að fá eitthvað því hann var búinn að skila sínum undirbúningi. Hann mætti á vigtunina og bar klár í bardagann,“ sagði Gunnar. „Kannski er eðlilegt að hann fái ekki sigurbónusinn enda vann hann ekki bardagann. En hann hefði átt að fá launin sín, það er enginn vafi á því. Hann mætti á staðinn og var tilbúinn.“Ekki missa af neinu tengdu bardaga Gunnars Nelson og Alan Jouban. Vísir er í London og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af Gunnari og bardagakvöldinu í O2-höllinni á laugardaginn. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Fáðu þér áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Pétur Marinó: Menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa Gunnar Nelson fær ekki jafnmikið út úr bardaga sínum og mótherji hans en hann þarf að minna á sig eftir tíu mánaða fjarveru. 14. mars 2017 19:30 Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15 Umboðsmaður Nurmagomedov útskýrir hvað gerðist síðasta föstudag UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. 7. mars 2017 10:00 Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00 Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Pétur Marinó: Menn eru fljótir að gleymast í þessum bransa Gunnar Nelson fær ekki jafnmikið út úr bardaga sínum og mótherji hans en hann þarf að minna á sig eftir tíu mánaða fjarveru. 14. mars 2017 19:30
Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15
Umboðsmaður Nurmagomedov útskýrir hvað gerðist síðasta föstudag UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. 7. mars 2017 10:00
Kjúklingur og símaviðtöl hjá Gunnari sem gengur vel með niðurskurðinn Gunnar Nelson fór út að borða og sinnti fjölmiðlum á fyrsta degi bardagavikunnar í London. 14. mars 2017 17:00
Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30