Trump-liðar sannfærðir um samsæri innan stjórnkerfisins 14. mars 2017 22:19 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Starfsmenn Hvíta hússins og stuðningsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru sannfærðir að samsærismenn inna stjórnkerfis Bandaríkjanna vinni gegn Trump. Þeirra markmið sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fella forsetann. Ásakanir Trump-liða beinast að mestu gegn einhverju sem þeir kalla „djúpríkið“ eða „deep state“. Þrátt fyrir að flestir Trump-liðar noti ekki það hugtak í beinni orðræðu er merkingin sú sama. Talsmaður Hvíta hússins, Sean Spicer, hefur sagt að fólk hafi grafið sig fast í stjórnkerfi Bandaríkjanna og þau séu að grafa undan forsetanum. Trump sjálfur hefur haldið því fram að Barack Obama, forveri sinn, hafi hlerað síma sína og Stephen Bannon, einn helsti ráðgjafi Trump, hefur heitið því að rífa niður það sem hann kallar „embættismannaríkið“.Newt Gingrich, einn af helstu stuðningsmönnum Trump, sagði í dag að djúpríkið væri „auðvitað“ til. Hann sagði meðlimi þess standa að baki leka til fjölmiðla og grafa undan Trump. „Þeir eru að berjast fyrir völdum sínum. Það er það sem djúpríkið gerir. Þeir búa til lygi, dreifa lyginni, halda ekki aftur af henni og segjast svo ekki hafa skapað hana.“ Sjálfur hefur Trump sakað leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna og um leka til fjölmiðla og hefur jafnvel lýst starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem nasistum. Einhverjir af stuðningsmönnum Trump hafa haldið því fram að ákvörðun Obama að búa áfram í Washington sé til sönnunar um tilvist djúpríkisins. Að hann hafi tekið þá ákvörðun til að leiða baráttuna gegn Trump. Sjálfur segir Obama að hann verði í Washington þar til yngsta dóttir hans lýkur skólagöngu sinni þar. Sagnfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja rekja rætur hugtaksins um djúpríkið til Tyrklands. Þar hafi það snúið að njósnurum og foringjum innan hersins sem studdu og vörðu hina ráðandi stétt til þriðja áratugarins. Í sinni núverandi mynd snýr það að umfangsmiklu embættismannakerfi. Gagnrýnendur Trump segja ásakanir um djúpríkið vera til þess fallnar að varpa ábyrgðinni frá Trump vegna mistaka og vandræða hans. Sérfræðingar segja þó að ásakanir sem þessar verði til þess að færri treysti stofnunum og stjórnvöldum Bandaríkjanna og dragi undan lýðræði í landinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins og stuðningsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru sannfærðir að samsærismenn inna stjórnkerfis Bandaríkjanna vinni gegn Trump. Þeirra markmið sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fella forsetann. Ásakanir Trump-liða beinast að mestu gegn einhverju sem þeir kalla „djúpríkið“ eða „deep state“. Þrátt fyrir að flestir Trump-liðar noti ekki það hugtak í beinni orðræðu er merkingin sú sama. Talsmaður Hvíta hússins, Sean Spicer, hefur sagt að fólk hafi grafið sig fast í stjórnkerfi Bandaríkjanna og þau séu að grafa undan forsetanum. Trump sjálfur hefur haldið því fram að Barack Obama, forveri sinn, hafi hlerað síma sína og Stephen Bannon, einn helsti ráðgjafi Trump, hefur heitið því að rífa niður það sem hann kallar „embættismannaríkið“.Newt Gingrich, einn af helstu stuðningsmönnum Trump, sagði í dag að djúpríkið væri „auðvitað“ til. Hann sagði meðlimi þess standa að baki leka til fjölmiðla og grafa undan Trump. „Þeir eru að berjast fyrir völdum sínum. Það er það sem djúpríkið gerir. Þeir búa til lygi, dreifa lyginni, halda ekki aftur af henni og segjast svo ekki hafa skapað hana.“ Sjálfur hefur Trump sakað leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna og um leka til fjölmiðla og hefur jafnvel lýst starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem nasistum. Einhverjir af stuðningsmönnum Trump hafa haldið því fram að ákvörðun Obama að búa áfram í Washington sé til sönnunar um tilvist djúpríkisins. Að hann hafi tekið þá ákvörðun til að leiða baráttuna gegn Trump. Sjálfur segir Obama að hann verði í Washington þar til yngsta dóttir hans lýkur skólagöngu sinni þar. Sagnfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja rekja rætur hugtaksins um djúpríkið til Tyrklands. Þar hafi það snúið að njósnurum og foringjum innan hersins sem studdu og vörðu hina ráðandi stétt til þriðja áratugarins. Í sinni núverandi mynd snýr það að umfangsmiklu embættismannakerfi. Gagnrýnendur Trump segja ásakanir um djúpríkið vera til þess fallnar að varpa ábyrgðinni frá Trump vegna mistaka og vandræða hans. Sérfræðingar segja þó að ásakanir sem þessar verði til þess að færri treysti stofnunum og stjórnvöldum Bandaríkjanna og dragi undan lýðræði í landinu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sjá meira