370 dauðsföll af völdum reykinga árið 2015 Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2017 20:00 Málþingið Hættu nú alveg var haldið í dag þar sem fjallað var um tóbaksvarnir en um tólf prósent Íslendinga reykja. Á málþinginu voru fyrstu niðurstöður könnunar sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði á kostnaði þjóðfélagsins af reykingum kynntar en tölurnar eiga við um árið 2015. 370 dauðsföll má rekja til reykinga en það eru sautján prósent af öllum dauðsföllum á árinu. Þar af voru 189 virkir reykingamenn, 166 fyrrverandi reykingamenn og fimmtán vegna óbeinna reykinga. Kransæðasjúkdómar, illkynja æxli í öndunarfærum og langvinn lungnaþemba eru helstu dánarorsakir. Mesti kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga kemur til vegna sjúkdóma og heilsubrests eða átta til tíu milljarðar á árinu. Kostnaður við forvarnarstörf er 106 milljónir og kostnaður við eldsvoða, sem voru tíu tengdir reykingum, er tuttugu til þrjátíu milljónir. Kostnaður sem kemur til vegna reykingapása og veikindaleyfa reykingafólks er 5,8 milljarðar. Samtals er kostnaður vegna reykinga 17,8 milljarðar á árinu 2015. Það er 0,8 prósent af landsframleiðslu eða 54. 170 krónur á íbúa. Ef bætt er við töpuðum ávinningi þjóðfélagsins vegna dauða og örorku reykingafólks er kostnaður þjóðfélagsins 85,8 milljarðar. Þess má geta að tekjur ÁTVR af tóbakssölu árið 2015 voru 9,5 milljarðar króna. Af Evrópulöndunum reykja fæstir í Svíþjóð en næstfæstir á Íslandi. Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, segir árangurinn góðan en á meðan einhver reyki, sem stytti ævi og lífsskilyrði, sé enn þörf á fræðslunni. Einnig séu nýjar áskoranir sem tengist munntóbaksnotkun og rafsígarettum, sem hún segir vera tískubylgju meðal ungmenna sem aldrei hafa þó reykt sígarettur. „Árið 2015 hafði fimmtungur barna í 10. bekk prófað rafrettur en fjórðungur hafði prófað þær árið 2016. Eftir sem þau verða eldri þá hækkar hlutfallið," segir Lára, en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri hafa prófað rafrettur. „En eingöngu fimm prósent fullorðinna," bætir Lára við. Rafrettur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Málþingið Hættu nú alveg var haldið í dag þar sem fjallað var um tóbaksvarnir en um tólf prósent Íslendinga reykja. Á málþinginu voru fyrstu niðurstöður könnunar sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði á kostnaði þjóðfélagsins af reykingum kynntar en tölurnar eiga við um árið 2015. 370 dauðsföll má rekja til reykinga en það eru sautján prósent af öllum dauðsföllum á árinu. Þar af voru 189 virkir reykingamenn, 166 fyrrverandi reykingamenn og fimmtán vegna óbeinna reykinga. Kransæðasjúkdómar, illkynja æxli í öndunarfærum og langvinn lungnaþemba eru helstu dánarorsakir. Mesti kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga kemur til vegna sjúkdóma og heilsubrests eða átta til tíu milljarðar á árinu. Kostnaður við forvarnarstörf er 106 milljónir og kostnaður við eldsvoða, sem voru tíu tengdir reykingum, er tuttugu til þrjátíu milljónir. Kostnaður sem kemur til vegna reykingapása og veikindaleyfa reykingafólks er 5,8 milljarðar. Samtals er kostnaður vegna reykinga 17,8 milljarðar á árinu 2015. Það er 0,8 prósent af landsframleiðslu eða 54. 170 krónur á íbúa. Ef bætt er við töpuðum ávinningi þjóðfélagsins vegna dauða og örorku reykingafólks er kostnaður þjóðfélagsins 85,8 milljarðar. Þess má geta að tekjur ÁTVR af tóbakssölu árið 2015 voru 9,5 milljarðar króna. Af Evrópulöndunum reykja fæstir í Svíþjóð en næstfæstir á Íslandi. Lára G. Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, segir árangurinn góðan en á meðan einhver reyki, sem stytti ævi og lífsskilyrði, sé enn þörf á fræðslunni. Einnig séu nýjar áskoranir sem tengist munntóbaksnotkun og rafsígarettum, sem hún segir vera tískubylgju meðal ungmenna sem aldrei hafa þó reykt sígarettur. „Árið 2015 hafði fimmtungur barna í 10. bekk prófað rafrettur en fjórðungur hafði prófað þær árið 2016. Eftir sem þau verða eldri þá hækkar hlutfallið," segir Lára, en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri hafa prófað rafrettur. „En eingöngu fimm prósent fullorðinna," bætir Lára við.
Rafrettur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira