Yfirlýsing frá stjórnarandstöðunni: „Dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð“ Tryggvi Páll Tryggvason. skrifar 14. mars 2017 15:59 Stjórnarandstaðan er ósátt við skort á samráði. Vísir/Anton Brink Formenn og fulltrúar flokkanna sem sitja í stjórnarandstöðu lýsa yfir undrun sinni á því að ekki var haft samráð við flokkanna fjóra þegar skipuð verkefnastjórn um endurskoðun peningastefnu Seðlabankans. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu formanna og fulltrúa Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar.Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu var skipuð um helgina og í henni eiga sæti Dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og Illugi Gunnarsson hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna segir að þessir þrír aðilar hafi verið skipaðir án samráðs við minnihlutann á Alþingi. Segir í yfirlýsingunni að þar með hafi ríkisstjórn misst af tækifæri til þess að skapa þverpólitíska sátt um vinnu verkefnastjórnarinnar. „Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.Yfirlýsing frá formönnum og fulltrúum Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar í heild sinni„Ábyrg og vönduð mótun peningastefnu er lykilatriði að hagsæld Íslands. Endurskoðun á peningastefnunni er eitt mikilvægasta verkefnið sem Ísland stendur frammi fyrir. Formenn og fulltrúar Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar lýsa því undrun sinni á verklagi ríkisstjórnarinnar við skipan verkefnastjórnar um endurskoðun á peningastefnu Seðlabankans. Þar hafa þrír aðilar verið skipaðir án nokkurs samráðs við minnihlutann á Alþingi og var formönnum og fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna tilkynnt um þessa skipan í fyrradag.Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi.Þarna hafði ríkisstjórnin tækifæri til að skipa nefnd sérfræðinga í góðu samráði við alla flokka á þingi og tryggja þannig þverpólitíska sátt um þá vinnu sem er framundan. Ríkisstjórnin nýtti ekki þetta tækifæri en bendir á samráðsnefnd þingflokka sem hefur óljósu hlutverki að gegna við þetta verkefni. Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi.“ Alþingi Tengdar fréttir Illugi í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu hefur verið skipuð. 12. mars 2017 14:40 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Formenn og fulltrúar flokkanna sem sitja í stjórnarandstöðu lýsa yfir undrun sinni á því að ekki var haft samráð við flokkanna fjóra þegar skipuð verkefnastjórn um endurskoðun peningastefnu Seðlabankans. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu formanna og fulltrúa Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar.Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu var skipuð um helgina og í henni eiga sæti Dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og Illugi Gunnarsson hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna segir að þessir þrír aðilar hafi verið skipaðir án samráðs við minnihlutann á Alþingi. Segir í yfirlýsingunni að þar með hafi ríkisstjórn misst af tækifæri til þess að skapa þverpólitíska sátt um vinnu verkefnastjórnarinnar. „Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.Yfirlýsing frá formönnum og fulltrúum Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar í heild sinni„Ábyrg og vönduð mótun peningastefnu er lykilatriði að hagsæld Íslands. Endurskoðun á peningastefnunni er eitt mikilvægasta verkefnið sem Ísland stendur frammi fyrir. Formenn og fulltrúar Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar lýsa því undrun sinni á verklagi ríkisstjórnarinnar við skipan verkefnastjórnar um endurskoðun á peningastefnu Seðlabankans. Þar hafa þrír aðilar verið skipaðir án nokkurs samráðs við minnihlutann á Alþingi og var formönnum og fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna tilkynnt um þessa skipan í fyrradag.Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi.Þarna hafði ríkisstjórnin tækifæri til að skipa nefnd sérfræðinga í góðu samráði við alla flokka á þingi og tryggja þannig þverpólitíska sátt um þá vinnu sem er framundan. Ríkisstjórnin nýtti ekki þetta tækifæri en bendir á samráðsnefnd þingflokka sem hefur óljósu hlutverki að gegna við þetta verkefni. Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi.“
Alþingi Tengdar fréttir Illugi í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu hefur verið skipuð. 12. mars 2017 14:40 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Illugi í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu hefur verið skipuð. 12. mars 2017 14:40