Ég er brjáluð Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2017 07:00 Í vikunni tók ég til í herberginu mínu. Ég losaði mig við bílfarma af drasli og endurraðaði húsgögnum. Vistarverurnar hafa sjaldan verið heimilislegri. Ég hef haldið til í þessu sama herbergi í næstum því 9 ár. Og það er ekkert fararsnið á mér. Ég er ung, einhleyp og í námi. Það er eins gott að ég komi mér kirfilega fyrir heima hjá mömmu og pabba. Hér verð ég líklega í 9 ár í viðbót. Mig langar að búa mér framtíð á Íslandi. En þegar ráðamönnum virðist alveg ógeðslega drullusama um þessa framtíð – þegar miðaldra kallar í jakkafötum ryðja brautina fyrir aðeins yngri kalla í jakkafötum, sem stofna fjárfestingarsjóði og sjóðastýringafyrirtæki og leigufélög og sópa til sín öllum íbúðum sem mig langar að búa í – þá fara að renna á mann tvær grímur. Þegar leiguverð hækkar. Námslán lækka á móti. Þegar íbúðaverð rís upp úr öllu valdi. Þegar vilji minn til áframhaldandi búsetu á þessu landi dvínar, verður nánast að engu, þá er stórkostlega illt í efni. Það er ömurlegt að upplifa sig algjörlega máttlausan. Það er ömurlegt að horfa upp á óhugnanlega fáa menn hafa bein og letjandi og eyðileggjandi áhrif á líf manns áður en það byrjar fyrir alvöru. Ég er reið. Meira en það. Ég er eiginlega alveg rasandi brjáluð. Og ég er áhyggjufull. Og mig langar að vita hvort einhver ætli að gera eitthvað í þessu. Því ég get alveg eins farið og skapað mér framtíð einhvers staðar annars staðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun
Í vikunni tók ég til í herberginu mínu. Ég losaði mig við bílfarma af drasli og endurraðaði húsgögnum. Vistarverurnar hafa sjaldan verið heimilislegri. Ég hef haldið til í þessu sama herbergi í næstum því 9 ár. Og það er ekkert fararsnið á mér. Ég er ung, einhleyp og í námi. Það er eins gott að ég komi mér kirfilega fyrir heima hjá mömmu og pabba. Hér verð ég líklega í 9 ár í viðbót. Mig langar að búa mér framtíð á Íslandi. En þegar ráðamönnum virðist alveg ógeðslega drullusama um þessa framtíð – þegar miðaldra kallar í jakkafötum ryðja brautina fyrir aðeins yngri kalla í jakkafötum, sem stofna fjárfestingarsjóði og sjóðastýringafyrirtæki og leigufélög og sópa til sín öllum íbúðum sem mig langar að búa í – þá fara að renna á mann tvær grímur. Þegar leiguverð hækkar. Námslán lækka á móti. Þegar íbúðaverð rís upp úr öllu valdi. Þegar vilji minn til áframhaldandi búsetu á þessu landi dvínar, verður nánast að engu, þá er stórkostlega illt í efni. Það er ömurlegt að upplifa sig algjörlega máttlausan. Það er ömurlegt að horfa upp á óhugnanlega fáa menn hafa bein og letjandi og eyðileggjandi áhrif á líf manns áður en það byrjar fyrir alvöru. Ég er reið. Meira en það. Ég er eiginlega alveg rasandi brjáluð. Og ég er áhyggjufull. Og mig langar að vita hvort einhver ætli að gera eitthvað í þessu. Því ég get alveg eins farið og skapað mér framtíð einhvers staðar annars staðar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun