Almenningur duglegur að skila inn skattframtölum Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2017 12:30 Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri. Vísir/anton Á annað hundrað þúsund einstaklingar hafa nú þegar skilað inn skattframtali en almennur frestur til að skila inn framtali rennur út á morgun. Ríkisskattstjóri segir heldur fleiri búin að skila en á síðasta ári og þá verði álagningin annað árið í röð tilbúin fyrr en áður var. Síðasti dagur launafólks til að skila inn skattframtali er á morgun, 15. mars. Allstór hópur hefur hins vegar sótt um frest til að skila inn framtali og segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri að sá framlengdi frestur renni yfirleitt út í kring um 20. mars. Þá geti endurskoðendur og bókarar skilaði framtölu fyrir sína skjólstæðinga eitthvað fram í apríl. „En skilin hafa verið mjög góð. Þetta hefur gengið mjög vel á þessari vertíð og eru töluvert betri heldur en í fyrra. Nú þegar eru komin á annað hundrað þúsund framtöl. Þótt við eigum eftir stærsta daginn sem er á morgun og svo í dag. Þannig að þetta er töluvert fyrr á ferðinni en verið hefur undanfarin ár,“ segir Skúli Eggert.Svona tekur www.skattur.is á móti þeim sem ætla sér að skila skattaskýrslum sínum.ssssSkattframtölin hafa verið að þróast mikið á undanförnum árum þannig að venjulegt launafólk þarf nánast aðeins að staðfesta framtöl sín á netinu, þar sem flestar upplýsingar eru færðar sjálfkrafa í framtalið. „Nú er þetta orðið þannig að við erum með það góða upplýsingavinnslu að við getum útbúið framtal fyrir þorra gjaldenda. Okkar viðskiptavinir þurfa ekki að gera annað í mjög mörgum tilfellum en að opna framtalið, skoða það, yfirfara upplýsingarnar og síðan staðfesta,“ segir ríkisskattstjóri. En þótt vel gangi segir Skúli Eggert að töluvert hafi verið að gera í þjónustuveri Skattsins undanfarna daga. Þangað hafi til að mynda komið um átta hundruð manns í gær til að fá aðstoð og símtölin hafi verið um þrjú þúsund. Álagningu skatta á almenning lýkur fyrr nú en á undanförnum árum. „Þetta er sem sagt annað árið sem við munum leggja álagninguna fram mánuði fyrr. Hún ætti að vera tilbúin hjá okkur 30. júní núna í ár. Það er í annað skiptið sem við gerum það. Áður vorum við að leggja þetta fram um mánaðamótin júlí-ágúst. Sem var óheppilegur tími vegna þess að þetta var mitt í sumarorlofi langflestra landsmanna. En með því að leggja þetta fram 30. júní eru langflestir sem sjá þetta áður en þeir fara í orlof og fá síðan endurgreiðslurnar fyrr sé um það að ræða. Það að auki var kærufrestur lengdur úr þrjátíu dögum í sextíu daga,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Á annað hundrað þúsund einstaklingar hafa nú þegar skilað inn skattframtali en almennur frestur til að skila inn framtali rennur út á morgun. Ríkisskattstjóri segir heldur fleiri búin að skila en á síðasta ári og þá verði álagningin annað árið í röð tilbúin fyrr en áður var. Síðasti dagur launafólks til að skila inn skattframtali er á morgun, 15. mars. Allstór hópur hefur hins vegar sótt um frest til að skila inn framtali og segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri að sá framlengdi frestur renni yfirleitt út í kring um 20. mars. Þá geti endurskoðendur og bókarar skilaði framtölu fyrir sína skjólstæðinga eitthvað fram í apríl. „En skilin hafa verið mjög góð. Þetta hefur gengið mjög vel á þessari vertíð og eru töluvert betri heldur en í fyrra. Nú þegar eru komin á annað hundrað þúsund framtöl. Þótt við eigum eftir stærsta daginn sem er á morgun og svo í dag. Þannig að þetta er töluvert fyrr á ferðinni en verið hefur undanfarin ár,“ segir Skúli Eggert.Svona tekur www.skattur.is á móti þeim sem ætla sér að skila skattaskýrslum sínum.ssssSkattframtölin hafa verið að þróast mikið á undanförnum árum þannig að venjulegt launafólk þarf nánast aðeins að staðfesta framtöl sín á netinu, þar sem flestar upplýsingar eru færðar sjálfkrafa í framtalið. „Nú er þetta orðið þannig að við erum með það góða upplýsingavinnslu að við getum útbúið framtal fyrir þorra gjaldenda. Okkar viðskiptavinir þurfa ekki að gera annað í mjög mörgum tilfellum en að opna framtalið, skoða það, yfirfara upplýsingarnar og síðan staðfesta,“ segir ríkisskattstjóri. En þótt vel gangi segir Skúli Eggert að töluvert hafi verið að gera í þjónustuveri Skattsins undanfarna daga. Þangað hafi til að mynda komið um átta hundruð manns í gær til að fá aðstoð og símtölin hafi verið um þrjú þúsund. Álagningu skatta á almenning lýkur fyrr nú en á undanförnum árum. „Þetta er sem sagt annað árið sem við munum leggja álagninguna fram mánuði fyrr. Hún ætti að vera tilbúin hjá okkur 30. júní núna í ár. Það er í annað skiptið sem við gerum það. Áður vorum við að leggja þetta fram um mánaðamótin júlí-ágúst. Sem var óheppilegur tími vegna þess að þetta var mitt í sumarorlofi langflestra landsmanna. En með því að leggja þetta fram 30. júní eru langflestir sem sjá þetta áður en þeir fara í orlof og fá síðan endurgreiðslurnar fyrr sé um það að ræða. Það að auki var kærufrestur lengdur úr þrjátíu dögum í sextíu daga,“ segir Skúli Eggert Þórðarson.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira