Fyrsti rafmagnsbíll Volvo verður ódýr Finnur Thorlacius skrifar 14. mars 2017 10:49 Verður þetta algeng sjón á næsta áratug? Margir hefðu haldið að ef Volvo smíðaði sinn fyrsta rafmagnsbíl þá yrði hann líklega dýrari en aðrar gerðir Volvo bíla sem eðli málsins vegna eru fremur dýrir þar sem bílar Volvo falla í lúxusflokk. Það verður þó ekki raunin því að Volvo ætlar að framleiða rafmagnsbíl sem kosta mun á bilinu 35.000 til 40.000 dollara. Hann á að auki að komast að minnsta kosti 400 kílómetra á fullri hleðslu. Það myndi setja slíkan bíl á neðsta hluta verðskalans í bílaflóru Volvo. Þessar yfirlýsingar hjá Volvo benda til þess að um verði að ræða fólksbíl og það ekki stóran, en síður jeppling eða jeppa. Haft var eftir einum forsvarsmanna Volvo að mjög nauðsynlegt væri að þeirra fyrsti rafmagnsbíll hefði mikla drægni, þó svo það myndi þýða að hún væri miklu meiri en þarf til daglegra nota í þéttbýli. Hræðsla almennings gagnvart drægni rafmagnsbíla væri enn mikil. Sala Tesla bíla hefur verið með miklum ágætum í Svíþjóð á undanförnum árum svo ekki sé minnst á Noreg og því hefur Volvo hug á því að taka vænan skerf af sölu rafmagnsbíla heimafyrir með nýjum hreinræktuðum rafmagnsbíl. Stefna Volvo er að kynna sinn fyrsta rafmagnsbíl árið 2019. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent
Margir hefðu haldið að ef Volvo smíðaði sinn fyrsta rafmagnsbíl þá yrði hann líklega dýrari en aðrar gerðir Volvo bíla sem eðli málsins vegna eru fremur dýrir þar sem bílar Volvo falla í lúxusflokk. Það verður þó ekki raunin því að Volvo ætlar að framleiða rafmagnsbíl sem kosta mun á bilinu 35.000 til 40.000 dollara. Hann á að auki að komast að minnsta kosti 400 kílómetra á fullri hleðslu. Það myndi setja slíkan bíl á neðsta hluta verðskalans í bílaflóru Volvo. Þessar yfirlýsingar hjá Volvo benda til þess að um verði að ræða fólksbíl og það ekki stóran, en síður jeppling eða jeppa. Haft var eftir einum forsvarsmanna Volvo að mjög nauðsynlegt væri að þeirra fyrsti rafmagnsbíll hefði mikla drægni, þó svo það myndi þýða að hún væri miklu meiri en þarf til daglegra nota í þéttbýli. Hræðsla almennings gagnvart drægni rafmagnsbíla væri enn mikil. Sala Tesla bíla hefur verið með miklum ágætum í Svíþjóð á undanförnum árum svo ekki sé minnst á Noreg og því hefur Volvo hug á því að taka vænan skerf af sölu rafmagnsbíla heimafyrir með nýjum hreinræktuðum rafmagnsbíl. Stefna Volvo er að kynna sinn fyrsta rafmagnsbíl árið 2019.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent