Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2017 16:00 Rússar hafa tilkynnt um þátttöku sína í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í Kænugarði í Úkraínu í maí næstkomandi. Mikil óvissa hafði verið um mögulega þátttöku Rússa í keppninni í ár en þeir voru heldur óánægðir með niðurstöðu keppninnar í fyrra.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að Julia Samoilova verði fulltrúi Rússa í Kænugarði þar sem hún mun flytja lagið Flame is Burning. BBC segir það hins vegar flækja málin að Samoilova hafi að eigin sögn komið fram á tónleikum á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið, sem áður tilheyrði Úkraínu, árið 2014. Öryggislögreglan í Úkraínu hefur sett 140 rússneska listamenn á svartan listan en BBC segir Samoilova ekki á þeim lista. Hún hefur sjálf staðfest að hafa sungið á Krímskaga árið 2015.Miklar deilur vegna Krímskaga Rússland og Úkraína hafa átt í miklum deilum frá því Rússar réðust inn á Krímskaga fyrir þremur árum. Talskona úkraínsku öryggislögreglunnar, Olena Gitlyanska, sagði á Facebook að öryggislögreglan myndi skoða mál Samoilova og taka yfirvegaða ákvörðun þess efnis hvort hún fái að stíga á svið í Úkraínu. Dimitry Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, sagði við rússnesku fréttaveituna TASS að val Rússa á Samoilova væri ekki einhverskonar ögrun í garð Úkraínumanna. „Við viljum reyna að forðast alla pólitík í Eurovision. Við teljum það algjörlega óásættanlegt þegar litið er til þróunar á þessari alþjóðlegu keppni,“ er haft eftir Peskov. Rússar tilkynntu Samoilova sem fulltrúa sinn í ríkissjónvarpi þeirra í gær, einum degi áður en fresturinn til að skila umsókn um þátttöku rann út.Ósáttir við sigurlagið í fyrra BBC segir þingmenn í Rússlandi og þarlenda listamenn hafa kallað eftir því að Rússar taki ekki þátt í Eurovision í ár vegna sigurs Úkraínu. Rússar höfðu farið fram á að laginu 1944, sem söngkonan Jamala flutti, yrði vísað úr keppni vegna þess að það inniheldur pólitískan boðskap, sem er bannaður samkvæmt reglum Eurovision.Svo fór að laginu var leyft að keppa og gáfu forsvarsmenn keppninnar þær útskýringar að texti lagsins væri byggður á sögulegum staðreyndum og var því ekki um pólitískan boðskap að ræða að þeirra mati. Rússar voru því augljóslega ekki sáttir en augljóst er að atriði Jamölu beindi sjónum að átökum á Krímskaga undanfarin ár. Lag Jamölu, 1944, fjallaði um Krímsaga og þjóðernishreinsanir á því svæði sem Rússar stóðu fyrir undir stjórn Joseph Stalin. Jamala er Tartari en hún tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru flutt af sovéskum hermönnum frá Krímskaga.Hefur notað hjólastól frá barnæsku Fulltrúi Rússa í ár, Samoilova, er á 27. aldursári en hún hefur notað hjólastól frá barnæsku vegna vaxandi vöðvarýrnunar. Hún komst í úrslit X Factor í Rússlandi árið 2013 og söng á opnunarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sochi árið 2014. Hún keppir í seinni undanriðli Eurovision fimmtudagskvöldið 11. maí næstkomandi. Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Skipulagning Eurovision-keppninnar í uppnámi eftir uppsagnir 21 í hópi háttsettustu skipuleggjenda keppninnar hefur sagt upp störfum. 15. febrúar 2017 14:57 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06 Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Rússar hafa tilkynnt um þátttöku sína í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í Kænugarði í Úkraínu í maí næstkomandi. Mikil óvissa hafði verið um mögulega þátttöku Rússa í keppninni í ár en þeir voru heldur óánægðir með niðurstöðu keppninnar í fyrra.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að Julia Samoilova verði fulltrúi Rússa í Kænugarði þar sem hún mun flytja lagið Flame is Burning. BBC segir það hins vegar flækja málin að Samoilova hafi að eigin sögn komið fram á tónleikum á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið, sem áður tilheyrði Úkraínu, árið 2014. Öryggislögreglan í Úkraínu hefur sett 140 rússneska listamenn á svartan listan en BBC segir Samoilova ekki á þeim lista. Hún hefur sjálf staðfest að hafa sungið á Krímskaga árið 2015.Miklar deilur vegna Krímskaga Rússland og Úkraína hafa átt í miklum deilum frá því Rússar réðust inn á Krímskaga fyrir þremur árum. Talskona úkraínsku öryggislögreglunnar, Olena Gitlyanska, sagði á Facebook að öryggislögreglan myndi skoða mál Samoilova og taka yfirvegaða ákvörðun þess efnis hvort hún fái að stíga á svið í Úkraínu. Dimitry Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, sagði við rússnesku fréttaveituna TASS að val Rússa á Samoilova væri ekki einhverskonar ögrun í garð Úkraínumanna. „Við viljum reyna að forðast alla pólitík í Eurovision. Við teljum það algjörlega óásættanlegt þegar litið er til þróunar á þessari alþjóðlegu keppni,“ er haft eftir Peskov. Rússar tilkynntu Samoilova sem fulltrúa sinn í ríkissjónvarpi þeirra í gær, einum degi áður en fresturinn til að skila umsókn um þátttöku rann út.Ósáttir við sigurlagið í fyrra BBC segir þingmenn í Rússlandi og þarlenda listamenn hafa kallað eftir því að Rússar taki ekki þátt í Eurovision í ár vegna sigurs Úkraínu. Rússar höfðu farið fram á að laginu 1944, sem söngkonan Jamala flutti, yrði vísað úr keppni vegna þess að það inniheldur pólitískan boðskap, sem er bannaður samkvæmt reglum Eurovision.Svo fór að laginu var leyft að keppa og gáfu forsvarsmenn keppninnar þær útskýringar að texti lagsins væri byggður á sögulegum staðreyndum og var því ekki um pólitískan boðskap að ræða að þeirra mati. Rússar voru því augljóslega ekki sáttir en augljóst er að atriði Jamölu beindi sjónum að átökum á Krímskaga undanfarin ár. Lag Jamölu, 1944, fjallaði um Krímsaga og þjóðernishreinsanir á því svæði sem Rússar stóðu fyrir undir stjórn Joseph Stalin. Jamala er Tartari en hún tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru flutt af sovéskum hermönnum frá Krímskaga.Hefur notað hjólastól frá barnæsku Fulltrúi Rússa í ár, Samoilova, er á 27. aldursári en hún hefur notað hjólastól frá barnæsku vegna vaxandi vöðvarýrnunar. Hún komst í úrslit X Factor í Rússlandi árið 2013 og söng á opnunarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sochi árið 2014. Hún keppir í seinni undanriðli Eurovision fimmtudagskvöldið 11. maí næstkomandi.
Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Skipulagning Eurovision-keppninnar í uppnámi eftir uppsagnir 21 í hópi háttsettustu skipuleggjenda keppninnar hefur sagt upp störfum. 15. febrúar 2017 14:57 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06 Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10
Skipulagning Eurovision-keppninnar í uppnámi eftir uppsagnir 21 í hópi háttsettustu skipuleggjenda keppninnar hefur sagt upp störfum. 15. febrúar 2017 14:57
Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24
Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06