Leiðtogar ESB-ríkja segja ummæli Erdogan vera óásættanleg Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2017 08:17 Leiðtogar nokkurra aðildarríkja Evrópusambandsins hafa gagnrýnt tyrknesk stjórnvöld um helgina, eftir að Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. Ástæða ummæla Erdogans er sú ákvörðun að banna fjöldamótmæli sem fara áttu fram í löndunum og virðast hafa verið skipulögð af tyrkneskum yfirvöldum. Hollenski forsætisráðherrann Mark Rutte segir ummælin óásættanleg og Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þjóðverja, segist hafa vonað að Tyrkir færu að ná áttum. Þá hefur Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, frestað fyrirhuguðum fundi með Erdogan og segist óttast að lýðræðið standi nú afar höllum fæti í Tyrklandi.Segir nasismann lifa enn Erdogan sagði í ræðu í Istanbúl í gær að hann hafi ávallt sagt að hann hafi talið nasismann dauðan en nú sé það breytt. „Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði forsetinn. Erdogan var þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið. Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans.Afstaða til stjórnarskrárbreytingar að breytast Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann 16. apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá 9. mars, 52 prósent í könnun ORC frá 7. mars og 53 prósent í könnun MAK frá því 2. mars. Tengdar fréttir Erdogan líkir þýskum stjórnvöldum við nasista Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, líkir þýskum stjórnvöldum við nasista eftir að þau bönnuðu fjöldasamkomur Tyrkja í Þýskalandi, sem miðuðu að því að tryggja stuðning Tyrkja í Þýskalandi við stjórnarskrárbreytingar. 5. mars 2017 16:27 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Leiðtogar nokkurra aðildarríkja Evrópusambandsins hafa gagnrýnt tyrknesk stjórnvöld um helgina, eftir að Recip Tayip Erdogan Tyrklandsforseti sakaði Þjóðverja og Hollendinga um nasisma. Ástæða ummæla Erdogans er sú ákvörðun að banna fjöldamótmæli sem fara áttu fram í löndunum og virðast hafa verið skipulögð af tyrkneskum yfirvöldum. Hollenski forsætisráðherrann Mark Rutte segir ummælin óásættanleg og Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þjóðverja, segist hafa vonað að Tyrkir færu að ná áttum. Þá hefur Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, frestað fyrirhuguðum fundi með Erdogan og segist óttast að lýðræðið standi nú afar höllum fæti í Tyrklandi.Segir nasismann lifa enn Erdogan sagði í ræðu í Istanbúl í gær að hann hafi ávallt sagt að hann hafi talið nasismann dauðan en nú sé það breytt. „Ég hafði rangt fyrir mér. Nasismi lifir enn á Vesturlöndum,“ sagði forsetinn. Erdogan var þar að vísa til þess að tveimur ráðherrum tyrknesku ríkisstjórnarinnar hafi verið meinað að ávarpa tyrkneska innflytjendur í hollensku borginni Rotterdam á laugardag. Fjölskyldumálaráðherranum Fatma Betul Sayan Kaya var meinað að koma inn í skrifstofu ræðismanns Tyrkja í Rotterdam. Því næst fylgdi hollenska lögreglan honum að landamærunum við Þýskaland. Þá reyndi utanríkisráðherrann Mevlut Cavosoglu að fljúga til Hollands en var honum meinuð innganga í landið. Cavosoglu fékk hins vegar að fara til frönsku borgarinnar Metz. Þar hélt hann ræðu og sagði Holland höfuðvígi fasismans.Afstaða til stjórnarskrárbreytingar að breytast Ráðherrarnir ætluðu að halda ræðu í Hollandi til þess að reyna að afla stuðnings við breytingartillögur á stjórnarskrá Tyrklands sem myndu færa forsetanum aukið vald. Kosið verður þann 16. apríl og hefur afstaða Tyrkja sveiflast gríðarlega ef marka má kannanir. Þannig styðja 36 prósent tillöguna í könnun AKAM frá 9. mars, 52 prósent í könnun ORC frá 7. mars og 53 prósent í könnun MAK frá því 2. mars.
Tengdar fréttir Erdogan líkir þýskum stjórnvöldum við nasista Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, líkir þýskum stjórnvöldum við nasista eftir að þau bönnuðu fjöldasamkomur Tyrkja í Þýskalandi, sem miðuðu að því að tryggja stuðning Tyrkja í Þýskalandi við stjórnarskrárbreytingar. 5. mars 2017 16:27 Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00 Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Erdogan líkir þýskum stjórnvöldum við nasista Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, líkir þýskum stjórnvöldum við nasista eftir að þau bönnuðu fjöldasamkomur Tyrkja í Þýskalandi, sem miðuðu að því að tryggja stuðning Tyrkja í Þýskalandi við stjórnarskrárbreytingar. 5. mars 2017 16:27
Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en 13. mars 2017 07:00
Tyrkir hóta Hollendingum gagnaðgerðum vegna brottvísunar ráðherra Erdogan forseti Tyrklands kallar Hollendinga "leifar nasismans“ og fasista á meðan deilur hollenskra og tyrkneskra stjórnvalda harðna. 12. mars 2017 12:46