Erlent

Al-Qaeda í Sýrlandi lýsir yfir ábyrgð á árásunum í Damaskus

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/AFP
Sýrlenskur öfgahópur á snærum hryðjuverkahópsins al-Queda hefur lýst ábyrgð á sprengjuárásum sem urðu að minnsta kosti fjörutíu manns að bana í Damaskus á föstudaginn. BBC greinir frá.

Öfgahópurinn sem um ræðir heitir Hayat Tahrir al-Sham, gjarnan kallaður al-Queda í Sýrlandi. Hópurinn samanstendur af herskáum súnní-múslímum en samkvæmt BBC eru skotmörk hópsins oft og tíðum vinsælir áfangastaðir shía-múslima.

Um tvær sprengjuárásir var að ræða en tíu mínútur liðu á milli þeirra. Önnur árásin var á rútustöð en hin í Saghir-kirkjugarðinum sem staðsettur er í elsta hluta borgarinnar. Síðarnefndi áfangastaðurinn er vinsæll meðal írakskra pílagríma en þeir voru í meirihluta þeirra sem féllu í voðaverkunum.

Auk hinna fjörutíu sem létust eru að minnsta kosti 120 særðir. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Observatory for Human Rights kann að vera að tala látinna sé ívið hærri, eða nálægt sjötíu manns.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×