Silfra opnuð á ný Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 12. mars 2017 16:26 Silfra laðar að þúsundir ferðamanna sem sækja Ísland heim. mynd/vísir Tilkynning hefur borist frá þjóðgarðinum á Þingvöllum þess efnis að lokun Silfru hafi verið aflétt. Silfru var lokað á föstudaginn var í kjölfar andláts ferðamanns sem var við yfirborðsköfun í gjánni.Sjá einnig: Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Samgöngustofa funduðu í kjölfar banaslyssins. Þar voru fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgariðnum hert og öryggiskröfur auknar. Í tilkynningu frá þjóðgarðinum segir að fulltrúum köfunarfyrirtækja hafi þegar verið kynnt fyrirmælin og um þau hafi náðst samstaða. Í tilkynningunni segir jafnframt að helstu breytingarnar sem fólgnar eru í nýju fyrirmælunum séu fækkun farþega á hvern leiðsögumann og auknar kröfur til þeirra sem hyggjast kafa eða yfirborðskafa. Þessar kröfur lúta meðal annars að þurrbúningaréttindum kafara, staðfestingu á hæfni, heilbrigðiskröfum kafara og aukinni ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Þá verður köfun í blautbúningum óheimil. Slysið á föstudaginn var fimmta banvæna slysið í Silfru síðan 2010. Síðasta banaslys átti sér stað í febrúar en í kjölfar þess boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í gjánni yrðu hertar. Silfra er afar vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna sem sækja Ísland heim en á síðasta ári köfuðu um fimmtíu þúsund manns í gjánni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Sjá meira
Tilkynning hefur borist frá þjóðgarðinum á Þingvöllum þess efnis að lokun Silfru hafi verið aflétt. Silfru var lokað á föstudaginn var í kjölfar andláts ferðamanns sem var við yfirborðsköfun í gjánni.Sjá einnig: Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Samgöngustofa funduðu í kjölfar banaslyssins. Þar voru fyrirmæli vegna köfunar í þjóðgariðnum hert og öryggiskröfur auknar. Í tilkynningu frá þjóðgarðinum segir að fulltrúum köfunarfyrirtækja hafi þegar verið kynnt fyrirmælin og um þau hafi náðst samstaða. Í tilkynningunni segir jafnframt að helstu breytingarnar sem fólgnar eru í nýju fyrirmælunum séu fækkun farþega á hvern leiðsögumann og auknar kröfur til þeirra sem hyggjast kafa eða yfirborðskafa. Þessar kröfur lúta meðal annars að þurrbúningaréttindum kafara, staðfestingu á hæfni, heilbrigðiskröfum kafara og aukinni ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Þá verður köfun í blautbúningum óheimil. Slysið á föstudaginn var fimmta banvæna slysið í Silfru síðan 2010. Síðasta banaslys átti sér stað í febrúar en í kjölfar þess boðaði þjóðgarðsvörður að reglur um köfun í gjánni yrðu hertar. Silfra er afar vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna sem sækja Ísland heim en á síðasta ári köfuðu um fimmtíu þúsund manns í gjánni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00 Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30 Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Sjá meira
Lokun Silfru: „Ætlum ekki að una lengur við þessar aðstæður að þjóðgarðurinn sé vettvangur hættulegra íþrótta“ Ekki hefur verið ákvörðun um áframhaldandi lokun Silfru eftir helgi, en svæðinu var lokað í morgun eftir enn eitt banaslysið í gær. 11. mars 2017 12:00
Skýrist á morgun hvort Silfra opni aftur á mánudag Gangist fyrirtækin við íþyngjandi fyrirmælum þjóðgarðsvarðar verður hægt að opna 11. mars 2017 18:30
Silfra að öllum líkindum opnuð aftur á morgun Silfra verður að öllum líkindum opnuð aftur á morgun en þjóðgarðsvörður og ferðaþjónustuaðilar sem starfa á svæðinu hittust aftur á fundi í Umhverfisráðuneytinu nú fyrir hádegi. 12. mars 2017 12:30