Ívið betri kjörsókn í formanns –og stjórnarkjöri VR en síðast Heimir Már Pétursson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 10. mars 2017 12:46 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, býður sig áfram fram auk Ragnars Þórs Ingólfssonar. Þátttaka í atkvæðagreiðslu félagsmanna í VR um næsta formann félagsins og fulltrúa í stjórn þess, er ívið betri en þegar síðast var kosið um embætti formanns. Atkvæðagreiðslan hófst fyrir þremur dögum og lýkur á þriðjudag. VR er fjölmennasta stéttarfélag landsins en rúmlega 32 þúsund og sjöhundruð félagsmenn hafa atkvæðarétt í formanns -og stjórnarkjöri sem hófst með rafrænum hætti hinn 7. mars. Síðast var kosið um embætti formanns í VR árið 2013 og var Ólafía B. Rafnsdóttir þá kjörin með 76,1 prósenti atkvæða en Stefán Einar Stefánsson hlaut 23,9 prósent atkvæða. Ólafía býður áfram fram krafta sína í formannsembættið en Ragnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR býður sig fram á móti henni. Jakob Þór Einarsson starfsmaður kjörstjórnar VR segir atkvæðagreiðsluna hafa gengið vel.Ragnar Þór Ingólfsson býður sig fram sem formann VR.vísir/stefán„Svona miðað við söguna okkar er þetta ágætis þátttaka. Eftir þrjá daga núna vou um hálf ellefu leytið í morgun 3.188 búnir að kjósa. Ef við gerum samanburð við 2013 þá voru eftir fimm daga 3.300 búnir að kjósa. Þannig að við munum ná því og vel það fyrir þann tíma,“ segir Jakob Þór. Það stefni því í að heildarkjörsókn verði betri en árið 2013. Kosningin fer fram rafrænt. „Fólk fer inn á heimasíðu VR og finnur þar tengil á kosninguna. Þar fer það inn á atkvæðaseðil og þarf að nota annaðhvort Íslykil eða rafræn skilríki í gegnum síma,“ segir Jakob Þór. Fólk sem haldið sé feimni gagnvart tölvum geti komið á skrifstofu VR og kosið og fái þá aðstoð við að verða sér út um Íslykil hafi það ekki þegar gert það. En það er ekki einungis verið að kjósa formann í VR til næstu tveggja ára því einnig eru kjörnir sjö fulltrúar í stjórn félagsins en ellefu bjóða sig fram í þau sæti. Jakob Þór segir töluverða spennu ríkja fyrir kjörinu. „Já maður finnur fyrir því. Fólk er að kanna stöðu sína, hvort það sé ekki örugglega á kjörskrá og ýmislegt svoleiðis. Við erum að aðstoða fólk við að finna út úr því. Ég finn talsverðan mun á því heldur en í kosningum í fyrra þar sem var bara stjórnarkosning. Það er meira einhvern veginn alltaf undir í formannskosningu,“ segir Jakob Þór. Formanns- og stjórnarkjöri VR lýkur klukkan tólf á hádegi næstkomandi þriðjudag og ættu úrslitin að liggja fyrir opinberlega upp úr klukkan eitt þann sama dag. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Þátttaka í atkvæðagreiðslu félagsmanna í VR um næsta formann félagsins og fulltrúa í stjórn þess, er ívið betri en þegar síðast var kosið um embætti formanns. Atkvæðagreiðslan hófst fyrir þremur dögum og lýkur á þriðjudag. VR er fjölmennasta stéttarfélag landsins en rúmlega 32 þúsund og sjöhundruð félagsmenn hafa atkvæðarétt í formanns -og stjórnarkjöri sem hófst með rafrænum hætti hinn 7. mars. Síðast var kosið um embætti formanns í VR árið 2013 og var Ólafía B. Rafnsdóttir þá kjörin með 76,1 prósenti atkvæða en Stefán Einar Stefánsson hlaut 23,9 prósent atkvæða. Ólafía býður áfram fram krafta sína í formannsembættið en Ragnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR býður sig fram á móti henni. Jakob Þór Einarsson starfsmaður kjörstjórnar VR segir atkvæðagreiðsluna hafa gengið vel.Ragnar Þór Ingólfsson býður sig fram sem formann VR.vísir/stefán„Svona miðað við söguna okkar er þetta ágætis þátttaka. Eftir þrjá daga núna vou um hálf ellefu leytið í morgun 3.188 búnir að kjósa. Ef við gerum samanburð við 2013 þá voru eftir fimm daga 3.300 búnir að kjósa. Þannig að við munum ná því og vel það fyrir þann tíma,“ segir Jakob Þór. Það stefni því í að heildarkjörsókn verði betri en árið 2013. Kosningin fer fram rafrænt. „Fólk fer inn á heimasíðu VR og finnur þar tengil á kosninguna. Þar fer það inn á atkvæðaseðil og þarf að nota annaðhvort Íslykil eða rafræn skilríki í gegnum síma,“ segir Jakob Þór. Fólk sem haldið sé feimni gagnvart tölvum geti komið á skrifstofu VR og kosið og fái þá aðstoð við að verða sér út um Íslykil hafi það ekki þegar gert það. En það er ekki einungis verið að kjósa formann í VR til næstu tveggja ára því einnig eru kjörnir sjö fulltrúar í stjórn félagsins en ellefu bjóða sig fram í þau sæti. Jakob Þór segir töluverða spennu ríkja fyrir kjörinu. „Já maður finnur fyrir því. Fólk er að kanna stöðu sína, hvort það sé ekki örugglega á kjörskrá og ýmislegt svoleiðis. Við erum að aðstoða fólk við að finna út úr því. Ég finn talsverðan mun á því heldur en í kosningum í fyrra þar sem var bara stjórnarkosning. Það er meira einhvern veginn alltaf undir í formannskosningu,“ segir Jakob Þór. Formanns- og stjórnarkjöri VR lýkur klukkan tólf á hádegi næstkomandi þriðjudag og ættu úrslitin að liggja fyrir opinberlega upp úr klukkan eitt þann sama dag.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira