Erlent

Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Scott Pruitt
Scott Pruitt Vísir/Getty
Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu eftir að hann lýsti því yfir að hann trúi ekki á það, að koltvísýringur sé einn af aðalþáttunum í hækkandi hitastigi jarðar.

Pruitt, sem var skipaður af Donald Trump forseta í embættið hefur raunar lengi verið svarinn andstæðingur stofnunarinnar sem hann nú stýrir og því koma yfirlýsingar hans kannski ekki mjög á óvart.

Hann segir að afar erfitt sé að meta hversu mikil áhrif koltvísíringur af mannavöldum hafi á hækkandi hitastig og því vilji hann ekki ganga svo langt að segja hann eina af aðalástæðum þess að hitinn fer nú hækkandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×