Ekki hægt að sækja neinn til saka fyrir bankablekkinguna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2017 12:22 Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Um var að ræða blekkingu, að sögn Finns Þórs Vilhjálmssonar, starfsmanns rannsóknarnefndarinnar en niðurstöður hennar voru kynntar á blaðamannafundi í Iðnó í dag.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.Vísir/GVAVissu af feluleiknum Í skýrslunni segir að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Meðal þeirra sem tóku þátt í fléttunni eða höfðu vitneskju um það sem fram fór voru Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri og aðstoðarforstjóri Kaupþings á þeim tíma. Steingrímur Kárason, yfirmaður áhættustýringar í Kaupþingi hf., Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður fjárstýringar Kaupþings hf., og Bjarki Diego, sem starfaði sem lögfræðingur í Kaupþingi hf. á sama tíma, svo og Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A.Frá fundi rannsóknarnefndar Alþingis í dag þar sem skýrslan var kynnt.Vísir/SigurjónMálið til þingsins „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A-Ö,“ sagði Finnur á blaðamannafundinum í dag. Refsing við auðgunarbrotum nema að hámarki sex ára fangelsi. Í 81. grein almennra hegningarlaga segir að sök í málum sem ekki liggur fyrri þyngri refsing við broti en tíu ára fangelsi fyrnist á tíu árum. Af því má ljóst vera að ekki er hægt að höfða sakamál á hendur fyrrnefndum aðilum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að skýrslan nefndarinnar fari nú til þingsins. Framvinda málsins ráðist af meðferð þingsins. Kjartan Björgvinson, formaður rannsóknarnefndarinnar, sat fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í hádeginu í dag og svaraði spurningum nefndarinnar.Upptöku frá blaðamannafundinum í Iðnó má sjá hér að neðan. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. Um var að ræða blekkingu, að sögn Finns Þórs Vilhjálmssonar, starfsmanns rannsóknarnefndarinnar en niðurstöður hennar voru kynntar á blaðamannafundi í Iðnó í dag.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.Vísir/GVAVissu af feluleiknum Í skýrslunni segir að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser átti í orði kveðnu. Meðal þeirra sem tóku þátt í fléttunni eða höfðu vitneskju um það sem fram fór voru Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri og aðstoðarforstjóri Kaupþings á þeim tíma. Steingrímur Kárason, yfirmaður áhættustýringar í Kaupþingi hf., Kristín Pétursdóttir, forstöðumaður fjárstýringar Kaupþings hf., og Bjarki Diego, sem starfaði sem lögfræðingur í Kaupþingi hf. á sama tíma, svo og Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Luxembourg S.A.Frá fundi rannsóknarnefndar Alþingis í dag þar sem skýrslan var kynnt.Vísir/SigurjónMálið til þingsins „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A-Ö,“ sagði Finnur á blaðamannafundinum í dag. Refsing við auðgunarbrotum nema að hámarki sex ára fangelsi. Í 81. grein almennra hegningarlaga segir að sök í málum sem ekki liggur fyrri þyngri refsing við broti en tíu ára fangelsi fyrnist á tíu árum. Af því má ljóst vera að ekki er hægt að höfða sakamál á hendur fyrrnefndum aðilum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við Vísi að skýrslan nefndarinnar fari nú til þingsins. Framvinda málsins ráðist af meðferð þingsins. Kjartan Björgvinson, formaður rannsóknarnefndarinnar, sat fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í hádeginu í dag og svaraði spurningum nefndarinnar.Upptöku frá blaðamannafundinum í Iðnó má sjá hér að neðan.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03
Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56