Full ástæða til að gefa samþjöppun á leigumarkaði „sérstakan gaum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2017 14:14 Fasteignaverði hefur hækkað mikið í Reykjavík að undanförnu. VÍSIR/VILHELM Allt að fjörutíu prósent af íbúðarhúsnæði sem er í leigu á höfuborgarsvæðinu og á Suðurnesjum er í eigu fasteignafélaga. Samkeppniseftirlitið telur að „full ástæða þess að gefa þessari þróun sérstakan gaum.“ Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem fjallað er um kaup Almenna leigufélagsins ehf. á BK eignum ehf. Rekstaraðili hins sameinaða félags er Gamma en félagið er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu með rösklega þúsund íbúðir í eignasafni sínu. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að ekki sé tilefni til íhlutunar í samrumann á grundvelli samkeppnislaga en eftirlitið telur þó rétt að vekja athygli á auknu vægi sérhæfðra leigufélaga á markaði fyrir útleigu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir óeðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélögÍ ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að Suðurnesjum eiga fasteignafélög á milli 70-80 prósent íbúðarhúsnæðis í almennri leigu, á móti 20-30 prósent sem er í eigu einstaklinga og minni aðila. Fasteignaverð hækkaði hvergi meiri en á Íslandi á síðasta ári og telja ýmsir að fasteignafélögin eigi sinn þátt í þeirri þróun. Ármann Kr. Jakobsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði til að mynda í Víglínunni á Stöð 2 fyrir skömmu að fasteignafélag væru að sprengja upp íbúðaverð. Líkt og áður segir telur Samkeppniseftirlitið fulla ástæðu til þess að gefa þessari þróun sérstakan gaum en þótt að sé að lítið framboð á leiguhúsnæði og stóraukin eftirspurn ráði miklu um hækkandi fasteigna- og leiguverð nú um stundir, getur aukin samþjöppun á markaðnum leitt til minnkandi samkeppni til lengri tíma, leigutökum til tjóns. Í ákvörðuninni er tekið fram að frekari samþjöppun í þessari atvinnustarfsemi muni að líkindum kalla á ítarlegar rannsóknir af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Full ástæða sé hins vegar til þess fyrir önnur stjórnvöld sem að þessu koma að meta stöðuna og huga að stjórntækjum á sínum vettvangi. Húsnæðismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Allt að fjörutíu prósent af íbúðarhúsnæði sem er í leigu á höfuborgarsvæðinu og á Suðurnesjum er í eigu fasteignafélaga. Samkeppniseftirlitið telur að „full ástæða þess að gefa þessari þróun sérstakan gaum.“ Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem fjallað er um kaup Almenna leigufélagsins ehf. á BK eignum ehf. Rekstaraðili hins sameinaða félags er Gamma en félagið er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu með rösklega þúsund íbúðir í eignasafni sínu. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að ekki sé tilefni til íhlutunar í samrumann á grundvelli samkeppnislaga en eftirlitið telur þó rétt að vekja athygli á auknu vægi sérhæfðra leigufélaga á markaði fyrir útleigu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir óeðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélögÍ ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að Suðurnesjum eiga fasteignafélög á milli 70-80 prósent íbúðarhúsnæðis í almennri leigu, á móti 20-30 prósent sem er í eigu einstaklinga og minni aðila. Fasteignaverð hækkaði hvergi meiri en á Íslandi á síðasta ári og telja ýmsir að fasteignafélögin eigi sinn þátt í þeirri þróun. Ármann Kr. Jakobsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði til að mynda í Víglínunni á Stöð 2 fyrir skömmu að fasteignafélag væru að sprengja upp íbúðaverð. Líkt og áður segir telur Samkeppniseftirlitið fulla ástæðu til þess að gefa þessari þróun sérstakan gaum en þótt að sé að lítið framboð á leiguhúsnæði og stóraukin eftirspurn ráði miklu um hækkandi fasteigna- og leiguverð nú um stundir, getur aukin samþjöppun á markaðnum leitt til minnkandi samkeppni til lengri tíma, leigutökum til tjóns. Í ákvörðuninni er tekið fram að frekari samþjöppun í þessari atvinnustarfsemi muni að líkindum kalla á ítarlegar rannsóknir af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Full ástæða sé hins vegar til þess fyrir önnur stjórnvöld sem að þessu koma að meta stöðuna og huga að stjórntækjum á sínum vettvangi.
Húsnæðismál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira