Óstöðvandi Dustin Johnson fyrstur til að vinna öll heimsmótin Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2017 15:30 Dustin Johnson með sigurlaunin í nótt. vísir/getty Dustin Johnson, efsti maður heimslistans í golfi, sýndi og sannaði enn eina ferðina í nótt að hann er besti kylfingur heims um þessar mundir. Johnson fagnaði sigri á heimsmótinu í holukeppni með því að leggja Spánverjann Jon Rahn í úrslitum en sigurinn vannst á síðustu holunni. Sá bandaríski var með fimm vinninga forskot eftir átta holur en Rahm, 22 ára gamall Spánverji, átti fína endurkomu. Þetta er þriðji sigur Johnson á PGA-mótaröðinni í röð en hann varð jafnframt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna öll fjögur heimsmótin. Hann er búinn að vera sjóðheitur síðustu mánuði. „Það hvetur mig áfram að vera efstur á heimslistanum. Ég legg meira á mig til að verða betri. Ég get enn bætt mig þannig ég held bara áfram,“ sagði Johnson eftir sigurinn. Dustin Johnson komst með sigrinum á stall með Tiger Woods en þeir eru einu mennirnir sem hafa unnið fjögur eða fleiri heimsmót. Tiger hefur reyndar unnið 18 slík og er langefstur á listanum. Golf Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Dustin Johnson, efsti maður heimslistans í golfi, sýndi og sannaði enn eina ferðina í nótt að hann er besti kylfingur heims um þessar mundir. Johnson fagnaði sigri á heimsmótinu í holukeppni með því að leggja Spánverjann Jon Rahn í úrslitum en sigurinn vannst á síðustu holunni. Sá bandaríski var með fimm vinninga forskot eftir átta holur en Rahm, 22 ára gamall Spánverji, átti fína endurkomu. Þetta er þriðji sigur Johnson á PGA-mótaröðinni í röð en hann varð jafnframt í nótt fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna öll fjögur heimsmótin. Hann er búinn að vera sjóðheitur síðustu mánuði. „Það hvetur mig áfram að vera efstur á heimslistanum. Ég legg meira á mig til að verða betri. Ég get enn bætt mig þannig ég held bara áfram,“ sagði Johnson eftir sigurinn. Dustin Johnson komst með sigrinum á stall með Tiger Woods en þeir eru einu mennirnir sem hafa unnið fjögur eða fleiri heimsmót. Tiger hefur reyndar unnið 18 slík og er langefstur á listanum.
Golf Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira