Stjörnukonur halda í við Fram | Grótta upp í fjórða sætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2017 15:30 Helena var markahæst í liði Stjörnunnar í Eyjum í dag. vísir/andri marinó Stjarnan heldur í við topplið Fram þegar skammt er eftir af Olís-deild kvenna en eins marka sigur Garðbæinga 24-23 gegn ÍBV þýðir að Stjarnan er áfram aðeins tveimur stigum á eftir Fram þegar tvær umferðir eru eftir. Eftir sigur Fram í Valshöllinni í gær máttu Garðbæingar varla við því að misstíga sig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Þrátt fyrir það voru það Eyjakonur sem voru með frumkvæðið framan af og náðu þegar mest var þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddu 9-8 í hálfleik. Leikurinn snerist í seinni hálfleik, Stjarnan jafnaði fljótlega metin og hélt forskotinu nánast allan seinni hálfleikinn en ÍBV tókst að jafna metin skömmu fyrir leikslok í stöðunni 23-23 en Stjarnan átti eina góða lokasókn eftir. Náðu þær að skora sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir á klukkunni en lokasókn ÍBV skilaði ekki marki og fögnuðu Stjörnukonur því kærkomnum sigri sem þýðir að það gæti enn farið svo að Stjarnan mæti Fram í hreinum úrslitaleik upp á deildarmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Helena Rut Örvarsdóttir var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með sex mörk en Sólveig Lára Kjærnested og Hanna G. Stefánsdóttir bættu við fimm mörkum hvor. Í liði ÍBV voru það sandra Dís Sigurðardóttir og Ester Óskarsdóttir sem voru markahæstar með fimm mörk. Í seinni leik dagsins tóku ríkjandi deildar- og Íslandsmeistarar Gróttu á móti vængbrotnum Selfyssingum sem léku án bestu skyttu sinnar, Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur og unnu góðan fimm marka sigur. Líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni sleit Hrafnhildur Hanna krossband í æfingarleik íslenska landsliðsins á dögunum og hefur hún því lokið leik á þessu ári. Jafnræði var með liðunum framan af og leiddu Seltirningar með einu marki í hálfleik í stöðunni 9-8 en í seinni hálfleik settu þær í gír og kláruðu gestina á heimavelli og komust um leið upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með fimm mörk en í liði Selfyssinga voru það Kristrún Steinþórsdóttir og Dijana Radojevic sem voru atkvæðamestar með sex mörk hvor. Olís-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Stjarnan heldur í við topplið Fram þegar skammt er eftir af Olís-deild kvenna en eins marka sigur Garðbæinga 24-23 gegn ÍBV þýðir að Stjarnan er áfram aðeins tveimur stigum á eftir Fram þegar tvær umferðir eru eftir. Eftir sigur Fram í Valshöllinni í gær máttu Garðbæingar varla við því að misstíga sig í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Þrátt fyrir það voru það Eyjakonur sem voru með frumkvæðið framan af og náðu þegar mest var þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddu 9-8 í hálfleik. Leikurinn snerist í seinni hálfleik, Stjarnan jafnaði fljótlega metin og hélt forskotinu nánast allan seinni hálfleikinn en ÍBV tókst að jafna metin skömmu fyrir leikslok í stöðunni 23-23 en Stjarnan átti eina góða lokasókn eftir. Náðu þær að skora sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir á klukkunni en lokasókn ÍBV skilaði ekki marki og fögnuðu Stjörnukonur því kærkomnum sigri sem þýðir að það gæti enn farið svo að Stjarnan mæti Fram í hreinum úrslitaleik upp á deildarmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Helena Rut Örvarsdóttir var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með sex mörk en Sólveig Lára Kjærnested og Hanna G. Stefánsdóttir bættu við fimm mörkum hvor. Í liði ÍBV voru það sandra Dís Sigurðardóttir og Ester Óskarsdóttir sem voru markahæstar með fimm mörk. Í seinni leik dagsins tóku ríkjandi deildar- og Íslandsmeistarar Gróttu á móti vængbrotnum Selfyssingum sem léku án bestu skyttu sinnar, Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur og unnu góðan fimm marka sigur. Líkt og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni sleit Hrafnhildur Hanna krossband í æfingarleik íslenska landsliðsins á dögunum og hefur hún því lokið leik á þessu ári. Jafnræði var með liðunum framan af og leiddu Seltirningar með einu marki í hálfleik í stöðunni 9-8 en í seinni hálfleik settu þær í gír og kláruðu gestina á heimavelli og komust um leið upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar. Laufey Ásta Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með fimm mörk en í liði Selfyssinga voru það Kristrún Steinþórsdóttir og Dijana Radojevic sem voru atkvæðamestar með sex mörk hvor.
Olís-deild kvenna Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira