Erlent

Áfall fyrir Trump: Hætt við atkvæðagreiðslu vegn Trumpcare

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Trump er farinn að mæta mótlæti.
Trump er farinn að mæta mótlæti. Vísir/Getty
Hætt hefur við atkvæðagreiðslu í fulltrúadeild bandaríkjaþings um umdeilt heilbrigðisfrumvarp Repúblikana sem koma á í staðinn fyrir heilbrigðislög Baracks Obama. Frumvarpið hefur verið nefnt Trumpcare.

Mikill ágreiningur er meðal Repúblikana á þingi um það hvers konar löggjöf eigi að taka við af Obama­care-lögunum svonefndu en eitt helsta kosningamál Trumps var að gera Obamacare-lögin að engu.

Trump fór fram á það við Paul Ryan, forseta fulltrúardeildarinnar, að hann myndi draga atkvæðagreiðsluna til baka eftir að ljóst var að frumvarpið myndi ekki verða samþykkt. Minnst 215 repúblikanar hefðu þurft að samþykkja frumvarpið en í dag varð ljóst að slíkt myndi ekki nást.

Talið er að þessar vendingar séu mikið áfall fyrir Trump en hann hefur lagt mikla áherslu á að frumvarpið verði samþykkt og hótaði meðal annars þingmönnum sem myndu ekki greiða atvæði með frumvarpinu að þeir myndu líklega ekki ná endurkjöri á næsta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×