Sara fékk salinn til að skellihlæja: Gengið svo vel eftir að ég hætti með þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2017 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu. Mynd/Samsett/Fésbókarsíða CrossFit Games Það var mögnuð stemmning í salnum í Wisconsin í Bandaríkjunum í nótt þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu einvígi í fimmta hluta The Open sem er fyrsta stigið í átt að því að komast inn á heimsleikana í sumar. Það er ekki nóg með að íslensku stelpurnar þurftu að gefa allt sitt í mjög erfiðar æfingar fyrir framan mjög æsta áhugamenn um crossfit þá voru þær báðar teknar í viðtal eftir keppni. Viðtalið var sent út í hátalarakerfi hússins og sátu þær í miðjum salnum og svöruðu spurningum. Katrín Tanja Davíðsdóttir var spurð út það hvernig hún hitar upp fyrir svona einvígi. Hún og Sara fengu ekki að vita um hvernig æfingin væri fyrr en rétt fyrir keppnina. „Við erum þarna bakatil að undirbúa okkur fyrir allt mögulegt. Þetta snýst bara um að hita upp skrokkinn og þjálfarinn minn lét mig gera allskonar hluti til að kveikja almennilega á taugkerfinu og koma hjartslættinum í gang. Þegar ég kem út á gólf þá er ég tilbúinn í hvað sem er,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara fékk allan salinn nokkrum sinnum til að skellihlæja meðal annars þegar hún sagði frá sínum viðbrögðum sínum við æfingunum en hún lét eins og hún hafi ekki heyrt hvað hún átti að fara gera. „Upphitunin snýst bara um að koma skrokknum í samband og vera tilbúin í hvað sem er. Adrenalínið hjálpar líka mikið,“ sagði Sara síðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og er nú aftur í þeirri stöðu að vera að verja titilinn aftur. Hvernig er það fyrir hana að vera sú sem allir ætla að vinna? „Keppnin í fyrra er löngu búin og hún hjálpar mér ekkert á þessu tímabili. Ég fær engin aukastig fyrir að hafa unnið í fyrra. Fyrir mig snýst þetta því um að halda mér í núinu og æfa eins vel og ég get,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja er með þjálfara en ekki Sara. „Ég ákvað að hafa ekki þjálfara í ár. Ég er því alveg sjálfstæð í ár. Ég vildi bara láta reyna á þetta. Ég hætti að vinna með gamla þjálfaranum mínum í nóvember og allt hefur gengið svo vel síðan þá að ég ákvað að halda því bara áfram,“ sagði Sara og hún fékk þá allan salinn til að skellihlæja aftur enda gamli þjálfari Söru ekki beint að líta vel út. En var því gott að losna við gamla þjálfarann? „Nei, ég meinti þetta ekki þannig,“ sagði Sara hlæjandi . Það er hægt að allt viðtalið við þær Katrínu Tönju og Söru í myndbandinu hér fyrir neðan en á undan er sjálf keppnin þær sem þær tóku vel á því. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Það var mögnuð stemmning í salnum í Wisconsin í Bandaríkjunum í nótt þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu einvígi í fimmta hluta The Open sem er fyrsta stigið í átt að því að komast inn á heimsleikana í sumar. Það er ekki nóg með að íslensku stelpurnar þurftu að gefa allt sitt í mjög erfiðar æfingar fyrir framan mjög æsta áhugamenn um crossfit þá voru þær báðar teknar í viðtal eftir keppni. Viðtalið var sent út í hátalarakerfi hússins og sátu þær í miðjum salnum og svöruðu spurningum. Katrín Tanja Davíðsdóttir var spurð út það hvernig hún hitar upp fyrir svona einvígi. Hún og Sara fengu ekki að vita um hvernig æfingin væri fyrr en rétt fyrir keppnina. „Við erum þarna bakatil að undirbúa okkur fyrir allt mögulegt. Þetta snýst bara um að hita upp skrokkinn og þjálfarinn minn lét mig gera allskonar hluti til að kveikja almennilega á taugkerfinu og koma hjartslættinum í gang. Þegar ég kem út á gólf þá er ég tilbúinn í hvað sem er,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara fékk allan salinn nokkrum sinnum til að skellihlæja meðal annars þegar hún sagði frá sínum viðbrögðum sínum við æfingunum en hún lét eins og hún hafi ekki heyrt hvað hún átti að fara gera. „Upphitunin snýst bara um að koma skrokknum í samband og vera tilbúin í hvað sem er. Adrenalínið hjálpar líka mikið,“ sagði Sara síðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og er nú aftur í þeirri stöðu að vera að verja titilinn aftur. Hvernig er það fyrir hana að vera sú sem allir ætla að vinna? „Keppnin í fyrra er löngu búin og hún hjálpar mér ekkert á þessu tímabili. Ég fær engin aukastig fyrir að hafa unnið í fyrra. Fyrir mig snýst þetta því um að halda mér í núinu og æfa eins vel og ég get,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja er með þjálfara en ekki Sara. „Ég ákvað að hafa ekki þjálfara í ár. Ég er því alveg sjálfstæð í ár. Ég vildi bara láta reyna á þetta. Ég hætti að vinna með gamla þjálfaranum mínum í nóvember og allt hefur gengið svo vel síðan þá að ég ákvað að halda því bara áfram,“ sagði Sara og hún fékk þá allan salinn til að skellihlæja aftur enda gamli þjálfari Söru ekki beint að líta vel út. En var því gott að losna við gamla þjálfarann? „Nei, ég meinti þetta ekki þannig,“ sagði Sara hlæjandi . Það er hægt að allt viðtalið við þær Katrínu Tönju og Söru í myndbandinu hér fyrir neðan en á undan er sjálf keppnin þær sem þær tóku vel á því.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11
Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti