Erlent

Harðlínumaður staðfestur sem sendiherra í Ísrael

Atli Ísleifsson skrifar
David Friedman var einu sinni lögfræðingur Donalds Trump í gjaldþrotamáli.
David Friedman var einu sinni lögfræðingur Donalds Trump í gjaldþrotamáli. Vísir/AFP
Harðlínumaðurinn David Friedman hefur verið staðfestur í stöðu sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael.

Útnefningin var samþykkt á bandaríska þinginu í gær með 52 atkvæðum gegn 46, en demókratar lögðust gegn skipuninni.

Friedman, sem var einu sinni lögfræðingur Donalds Trump forseta í gjaldþrotamáli, hefur harðlega gagnrýnt tveggja ríkja lausnina svokölluðu sem síðustu árin hefur verið viðurkennd af flestum sem eina mögulega leiðin að friði í deilu Ísraela og Palestínumanna.

Friedman er einnig hliðhollur landtöku Ísraelsmanna á Vesturbakkanum og vill flytja bandaríska sendiráðið frá opinberu höfuðborginni Tel Aviv og til Jerúsalem, sem bæði gyðingar og múslímar líta á sem höfuðborg sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×