Tárvotur Jason Day hætti keppni vegna veikinda móður sinnar | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2017 16:45 Ástralski kylfingurinn Jason Day brotnaði saman á blaðamannafundi eftir að hafa þurft að draga sig úr keppni á WGC Match Play í Texas vegna veikinda móður sinnar. Þegar Day dró sig úr keppni héldu margir að það væri vegna meiðsla. En Ástralinn greindi svo frá því að hann hafi ekki getað haldið keppni áfram vegna veikinda móður sinnar sem er með lungnakrabbamein. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Mamma mín hefur verið hérna í Bandaríkjunum og er með lungnakrabbamein. Í upphafi árs var henni sagt að hún ætti 12 mánuði eftir ólifaða,“ sagði Day. Að hans sögn fær móðir hans mun betri meðhöndlun í Bandaríkjunum en í Ástralíu. „Greiningin er mun betri hér. Hún er á leið í aðgerð og ég get ekki hugsað mér að vera úti á golfvelli út af því sem hún er að ganga í gegnum,“ sagði Day sem var aðeins 12 ára þegar hann missti föður sinn úr lungnakrabbameini. „Ég hef einu sinni gengið í gegnum þetta með pabba minn og veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að horfa á mömmu ganga í gegnum þetta. Núna ætla ég að vera til staðar fyrir mömmu og vonandi fer allt vel.“ Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Jason Day brotnaði saman á blaðamannafundi eftir að hafa þurft að draga sig úr keppni á WGC Match Play í Texas vegna veikinda móður sinnar. Þegar Day dró sig úr keppni héldu margir að það væri vegna meiðsla. En Ástralinn greindi svo frá því að hann hafi ekki getað haldið keppni áfram vegna veikinda móður sinnar sem er með lungnakrabbamein. „Þetta hefur verið mjög erfitt. Mamma mín hefur verið hérna í Bandaríkjunum og er með lungnakrabbamein. Í upphafi árs var henni sagt að hún ætti 12 mánuði eftir ólifaða,“ sagði Day. Að hans sögn fær móðir hans mun betri meðhöndlun í Bandaríkjunum en í Ástralíu. „Greiningin er mun betri hér. Hún er á leið í aðgerð og ég get ekki hugsað mér að vera úti á golfvelli út af því sem hún er að ganga í gegnum,“ sagði Day sem var aðeins 12 ára þegar hann missti föður sinn úr lungnakrabbameini. „Ég hef einu sinni gengið í gegnum þetta með pabba minn og veit hversu erfitt þetta er. Það er erfitt að horfa á mömmu ganga í gegnum þetta. Núna ætla ég að vera til staðar fyrir mömmu og vonandi fer allt vel.“
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira