Erlent

ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í London

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásarmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur, en hann fæddist í Bretlandi og hefur verið til rannsóknar af yfirvöldum vegna öfgafullra skoðanna sinna.
Árásarmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur, en hann fæddist í Bretlandi og hefur verið til rannsóknar af yfirvöldum vegna öfgafullra skoðanna sinna. Vísir/EPA
Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í London í gær. Fréttaveita hryðjuverkasamtakanna, Amaq, segir árásarmanninn hafa verið „hermann“ ISIS. Árásarmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur, en hann fæddist í Bretlandi og hefur verið til rannsóknar af yfirvöldum vegna öfgafullra skoðanna sinna.

Vísir/GraphicNews
Það var þó fyrir nokkrum árum og var hann ekki lengur undir eftirliti.

Maðurinn ók bílaleigubíl eftir Westminsterbrúnni og særði 40 manns. Þrír eru látnir, en sjö eru enn í alvarlegu ástandi. Þá ók hann bílnum á girðingu við þinghús Bretlands og fór inn á lóð hússins þar sem hann stakk óvopnaðan lögregluþjón til bana. Lögregluþjónninn hét Keith Palmer og var 48 ára gamall.

Maðurinn var svo skotinn til bana af lögregluþjónum.

Lögreglan telur að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum hryðjuverkasamtaka en aðp hann hafi ekki verið meðlimur þeirra og að hann hafi staðið einn að árásinni.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði þingmenn í dag og ræddi árásina.

Tengdar fréttir

May: Árásin bæði sjúk og siðlaus

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að árásin sem framin var fyrir utan þinghúsið í London í dag hafi bæði verið "sjúk og siðlaus.“

„Við erum ekki hrædd“

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði þingmenn við enduropnun þingsins eftir hryðjuverkaárás í gær.

Ráðherra reyndi að bjarga lögreglumanninum

Tobias Ellwood, ráðherra í ríkisstjórn Bretlands, reyndi hvað hann gat til þess að bjarga lífi lögreglumannsins sem lést í árásinni sem gerð var við þinghúsið í London fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×