Vitni lýsa árásinni sem algjörum hryllingi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Þungvopnað lið lögreglu á vettvangi í gær. Nordicphotos/AFP Þingmenn á breska þinginu voru læstir inni í þingsal, umferð var stöðvuð og ýmsar aðrar varúðarráðstafanir voru gerðar í kjölfar árásar í nágrenni breska þinghússins í gær. Málið er rannsakað sem hryðjuverkaárás og fór rannsókn af stað í gær. Lögregla telur að einn árásarmaður hafi verið að verki. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum sögðu vitni árásarmanninn hafa ekið fólk niður og stungið lögreglumann til bana við þinghúsið. Sjálfur var árásarmaðurinn skotinn á vettvangi, lóð breska þingsins, og lést hann af sárum sínum. Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru alls fjórir látnir. Það er lögreglumaðurinn, árásarmaðurinn og tveir aðrir. Sömuleiðis voru rúmlega tuttugu særðir, þar af þrír lögreglumenn og þrjú frönsk skólabörn á unglingsaldri sem voru í vettvangsferð með samnemendum. „Fólk flaug um eins og fótboltar þegar hann ók það niður. Þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja verða vitni að á hverjum degi,“ sagði vitni að nafni Ismail í viðtali við BBC. Hann, sem og fleiri vitni, lýsti árásinni sem algjörum hryllingi. Sagðist Ismail hafa orðið líkamlega illt þegar hann sá árásarmanninn keyra fólk niður. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Garðar Agnarsson Hall, matreiðslumeistari hjá lávarðadeild þingsins, að engum væri hleypt út og engum inn. „Þetta er bara algjört „lockdown“ eins og þeir kalla það hérna. Við erum raunverulega varin af hryðjuverkalögreglunni. Það er bara búið að loka húsinu en við vitum ekkert meira,“ sagði Garðar. Hann sagði fólk rólegt þó tilfinningin væri óþægileg. Alþjóðasamfélagið vottaði Bretum samúð í kjölfar árásarinnar. Þannig sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, árásina koma sér í opna skjöldu. „Hugur minn er hjá hinum særðu. Við stöndum með Bretum,“ segir í yfirlýsingu Merkel. FranÇois Hollande, forseti Frakklands, tók í sama streng. „Hryðjuverk hafa áhrif á okkur öll. Frakkar þekkja vel þá þjáningu sem Bretar þurfa að þola í dag,“ segir í yfirlýsingu Hollande. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagði Bandaríkin fordæma árásina. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, tjáði sig einnig um árásina. Sagði hann að öryggisgæsla í borginni yrði aukin héðan í frá. „Lundúnabúar munu aldrei beygja sig fyrir hryðjuverkamönnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Þingmenn á breska þinginu voru læstir inni í þingsal, umferð var stöðvuð og ýmsar aðrar varúðarráðstafanir voru gerðar í kjölfar árásar í nágrenni breska þinghússins í gær. Málið er rannsakað sem hryðjuverkaárás og fór rannsókn af stað í gær. Lögregla telur að einn árásarmaður hafi verið að verki. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum sögðu vitni árásarmanninn hafa ekið fólk niður og stungið lögreglumann til bana við þinghúsið. Sjálfur var árásarmaðurinn skotinn á vettvangi, lóð breska þingsins, og lést hann af sárum sínum. Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru alls fjórir látnir. Það er lögreglumaðurinn, árásarmaðurinn og tveir aðrir. Sömuleiðis voru rúmlega tuttugu særðir, þar af þrír lögreglumenn og þrjú frönsk skólabörn á unglingsaldri sem voru í vettvangsferð með samnemendum. „Fólk flaug um eins og fótboltar þegar hann ók það niður. Þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja verða vitni að á hverjum degi,“ sagði vitni að nafni Ismail í viðtali við BBC. Hann, sem og fleiri vitni, lýsti árásinni sem algjörum hryllingi. Sagðist Ismail hafa orðið líkamlega illt þegar hann sá árásarmanninn keyra fólk niður. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Garðar Agnarsson Hall, matreiðslumeistari hjá lávarðadeild þingsins, að engum væri hleypt út og engum inn. „Þetta er bara algjört „lockdown“ eins og þeir kalla það hérna. Við erum raunverulega varin af hryðjuverkalögreglunni. Það er bara búið að loka húsinu en við vitum ekkert meira,“ sagði Garðar. Hann sagði fólk rólegt þó tilfinningin væri óþægileg. Alþjóðasamfélagið vottaði Bretum samúð í kjölfar árásarinnar. Þannig sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, árásina koma sér í opna skjöldu. „Hugur minn er hjá hinum særðu. Við stöndum með Bretum,“ segir í yfirlýsingu Merkel. FranÇois Hollande, forseti Frakklands, tók í sama streng. „Hryðjuverk hafa áhrif á okkur öll. Frakkar þekkja vel þá þjáningu sem Bretar þurfa að þola í dag,“ segir í yfirlýsingu Hollande. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagði Bandaríkin fordæma árásina. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, tjáði sig einnig um árásina. Sagði hann að öryggisgæsla í borginni yrði aukin héðan í frá. „Lundúnabúar munu aldrei beygja sig fyrir hryðjuverkamönnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent